Í kjólinn fyrir jólin 2028 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 30. mars 2023 18:31 Orð fjármálaráðherra í gær sýna að hann tekur til sín að markaðurinn hefur misst trúna á því að Sjálfstæðisflokkurinn geti stýrt efnahagsmálunum. Það eru auðvitað tíðindi að fjármálaráðherra skuli viðurkenna að ríkisstjórnin hafi misst tiltrú fólks á að hún geti náð verðbólgunni niður. Nýkynnt fjármálaáætlun er því miður ekki líkleg til að snúa stöðunni við. Breiðu strokurnar eftir kynningu á fjármálaáætlun eru að Sjálfstæðisflokkurinn boðar engar raunverulegar aðgerðir til að hagræða eða skera niður. Útgjaldapólitíkin er að mestu hin sama og enn eru útgjöld langt umfram tekjur. Ekkert er talað um hvernig eigi að flýta því að greiða niður skuldir og lækka svimandi háan vaxtakostnað íslenska ríkisins sem myndi hjálpa við að ná niður verðbólgu. Ísland ætlar áfram að blanda sér alvarlega í baráttuna um Evrópumeistaratitilinn í vaxtakostnaði. Of lítið og of seint Ríkisstjórnin talar núna um að hún sé að senda skýr skilaboð og að markmiðin séu að ná niður verðbólgu. Það er í sjálfu sér gott fyrsta skref. Ríkisstjórnin skilgreinir verðbólgu sem versta óvininn en planið til að berjast gegn óvininum er á samt fyrst á dagskrá 2024-2028. Ríkisstjórnin ætlar t.d. þá að skoða breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu sem muni kannski skila hærri veiðileyfagjöldum árið 2025. Þetta gerir ekkert til að ná niður verðbólgu í dag. Einhverjar pælingar um veiðigjöld eftir 2 ár hjálpa ekki ungu fólki á húsnæðismarkaði núna með háa vexti á fasteignalánunum. Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er dálítið eins og fyrirheit um geggjað æfingaprógram sem byrjar 2024-2028. Og skilar þjóðinni í kjólinn fyrir jólin 2028. En markmið án aðgerða skila auðvitað engum árangri. Katrín Ólafsdóttir hagfræðingur segir fjármálaáætlunina ekki geyma neinar raunverulegar aðgerðir til að sporna gegn verðbólgu. Það sé einfaldlega ekki verið að bregðast við stöðunni í dag heldur verið að tala um einhverjar mögulegar breytingar í framtíðinni. Frumjöfnuðurinn samt í toppstandi Þegar fjármálaáætlunin er lesin verður skiljanlegt hvers vegna seðlabankastjóri talaði ekkert um ríkisfjármálin á síðasta blaðamannafundi þegar hann boðaði tólftu stýrivaxtahækkunina í röð. Rétt eins og markaðurinn hefur hann misst trú á að fjármálaráðherra geti sinnt sínu hlutverki og stutt Seðlabankann í baráttunni við verðbólguna. Heimilin og fyrirtækin geta því búist við þrettándu vaxtahækkuninni því í fjármálaáætlun eru einfaldlega ekki þær aðgerðir sem þarf til að kæla hagkerfið. Og að auki fá öll fyrirtæki á sig skattahækkun. Þrátt fyrir öll varnaðarorð heimsins valdi fjármálaráðherra að skila fjárlögum fyrir þetta ár með 120 milljarða halla. Þar var tækifæri til búa í haginn en önnur leið var hins vegar farin og verðbólga þess í stað keyrð upp enn meira. Á sama tíma talar fjármálaráðherra um góða stöðu ríkissjóðs og að frumjöfnuður sé að batna. Það er svolítið eins og að segja að afkoman á heimilinu sé góð áður en búið er að taka afborganir af lánum með í reikninginn. Það er heildarafkoman sem máli skiptir. Ríkisstjórnin ætlar að reka ríkið með halla út árið 2027. Í nokkur ár til viðbótar verður ríkið rekið á yfirdrætti. Ríkisstjórnin er skýr um að ætla að koma þeim til aðstoðar sem verst eru settir sem er bæði jákvætt og mikilvægt. Afleiðingarnar fyrir millistéttina verða hins vegar að hún á áfram að taka á sig hækkandi vaxtakostnað og verðbólgu því Sjálfstæðisflokkurinn neitar að láta segjast og heldur áfram að þenja ríkið út. Og hækkar nú líka skatta. Millistéttin tekur reikninginn Hér er fram komin áætlun sem þarf að lesa út frá því sem ekki kemur fram: Hvar eru markmiðin um að greiða niður skuldir? Hvar eru markmiðin um að lækka viðskiptahalla? Svör við þessum spurningum eru svörin sem geta hjálpað fjármálaráðherra að endurheimta trú fólks á að hann geti náð verðbólgunni niður. Þangað til þessi svör liggja fyrir mun millistéttin og litlu og meðalstóru fyrirtækin taka reikninginn og búa við verðbólgu og háa vexti. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Efnahagsmál Mest lesið Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Sjá meira
Orð fjármálaráðherra í gær sýna að hann tekur til sín að markaðurinn hefur misst trúna á því að Sjálfstæðisflokkurinn geti stýrt efnahagsmálunum. Það eru auðvitað tíðindi að fjármálaráðherra skuli viðurkenna að ríkisstjórnin hafi misst tiltrú fólks á að hún geti náð verðbólgunni niður. Nýkynnt fjármálaáætlun er því miður ekki líkleg til að snúa stöðunni við. Breiðu strokurnar eftir kynningu á fjármálaáætlun eru að Sjálfstæðisflokkurinn boðar engar raunverulegar aðgerðir til að hagræða eða skera niður. Útgjaldapólitíkin er að mestu hin sama og enn eru útgjöld langt umfram tekjur. Ekkert er talað um hvernig eigi að flýta því að greiða niður skuldir og lækka svimandi háan vaxtakostnað íslenska ríkisins sem myndi hjálpa við að ná niður verðbólgu. Ísland ætlar áfram að blanda sér alvarlega í baráttuna um Evrópumeistaratitilinn í vaxtakostnaði. Of lítið og of seint Ríkisstjórnin talar núna um að hún sé að senda skýr skilaboð og að markmiðin séu að ná niður verðbólgu. Það er í sjálfu sér gott fyrsta skref. Ríkisstjórnin skilgreinir verðbólgu sem versta óvininn en planið til að berjast gegn óvininum er á samt fyrst á dagskrá 2024-2028. Ríkisstjórnin ætlar t.d. þá að skoða breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu sem muni kannski skila hærri veiðileyfagjöldum árið 2025. Þetta gerir ekkert til að ná niður verðbólgu í dag. Einhverjar pælingar um veiðigjöld eftir 2 ár hjálpa ekki ungu fólki á húsnæðismarkaði núna með háa vexti á fasteignalánunum. Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er dálítið eins og fyrirheit um geggjað æfingaprógram sem byrjar 2024-2028. Og skilar þjóðinni í kjólinn fyrir jólin 2028. En markmið án aðgerða skila auðvitað engum árangri. Katrín Ólafsdóttir hagfræðingur segir fjármálaáætlunina ekki geyma neinar raunverulegar aðgerðir til að sporna gegn verðbólgu. Það sé einfaldlega ekki verið að bregðast við stöðunni í dag heldur verið að tala um einhverjar mögulegar breytingar í framtíðinni. Frumjöfnuðurinn samt í toppstandi Þegar fjármálaáætlunin er lesin verður skiljanlegt hvers vegna seðlabankastjóri talaði ekkert um ríkisfjármálin á síðasta blaðamannafundi þegar hann boðaði tólftu stýrivaxtahækkunina í röð. Rétt eins og markaðurinn hefur hann misst trú á að fjármálaráðherra geti sinnt sínu hlutverki og stutt Seðlabankann í baráttunni við verðbólguna. Heimilin og fyrirtækin geta því búist við þrettándu vaxtahækkuninni því í fjármálaáætlun eru einfaldlega ekki þær aðgerðir sem þarf til að kæla hagkerfið. Og að auki fá öll fyrirtæki á sig skattahækkun. Þrátt fyrir öll varnaðarorð heimsins valdi fjármálaráðherra að skila fjárlögum fyrir þetta ár með 120 milljarða halla. Þar var tækifæri til búa í haginn en önnur leið var hins vegar farin og verðbólga þess í stað keyrð upp enn meira. Á sama tíma talar fjármálaráðherra um góða stöðu ríkissjóðs og að frumjöfnuður sé að batna. Það er svolítið eins og að segja að afkoman á heimilinu sé góð áður en búið er að taka afborganir af lánum með í reikninginn. Það er heildarafkoman sem máli skiptir. Ríkisstjórnin ætlar að reka ríkið með halla út árið 2027. Í nokkur ár til viðbótar verður ríkið rekið á yfirdrætti. Ríkisstjórnin er skýr um að ætla að koma þeim til aðstoðar sem verst eru settir sem er bæði jákvætt og mikilvægt. Afleiðingarnar fyrir millistéttina verða hins vegar að hún á áfram að taka á sig hækkandi vaxtakostnað og verðbólgu því Sjálfstæðisflokkurinn neitar að láta segjast og heldur áfram að þenja ríkið út. Og hækkar nú líka skatta. Millistéttin tekur reikninginn Hér er fram komin áætlun sem þarf að lesa út frá því sem ekki kemur fram: Hvar eru markmiðin um að greiða niður skuldir? Hvar eru markmiðin um að lækka viðskiptahalla? Svör við þessum spurningum eru svörin sem geta hjálpað fjármálaráðherra að endurheimta trú fólks á að hann geti náð verðbólgunni niður. Þangað til þessi svör liggja fyrir mun millistéttin og litlu og meðalstóru fyrirtækin taka reikninginn og búa við verðbólgu og háa vexti. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar