Máttur örkærleika í daglegu lífi Ingrid Kuhlman skrifar 30. mars 2023 10:00 Örkærleikur („micro kindness“) felur í sér litlar einlægar og sjálfviljugar athafnir og viðhorf sem sýna öðrum að við kunnum að meta þá. Örkærleikur getur lífgað upp á daginn hjá öðrum og stuðlað að jákvæðum samskiptum. Kærleikurinn getur skapað svokölluð gáruáhrif og fengið fólk til að vilja miðla góðvildinni til annarra. Örkærleikur er leið til að rækta með sér góðvild og samkennd í eigin lífi og sjá heiminn í jákvæðara ljósi. Þegar við sýnum öðrum góðvild og kærleik getur það aukið hamingjutilfinningar okkar, dregið úr streitu og skapað tilgang. Örkærleikur getur þannig haft jákvæð áhrif bæði á aðra en ekki síst á okkur sjálf. Það góða er að það kostar okkur ekkert að sýna kærleika. Hér eru nokkur dæmi um örkærleik í garð annarra: Að halda hurðinni opinni fyrir einhvern. Að brosa til ókunnugra. Að heilsa ókunnugu fólki sem þú mætir í morgungöngunni. Að hvetja samstarfsmann áfram. Að tína og henda rusli í göngutúr. Að gefa ókunnugum eða vini hrós. Að skrifa þakkarbréf eða senda einhverjum jákvæð skilaboð. Að hleypa einhverjum fram fyrir þig í biðröðinni. Að gefa þér tíma til að tala við einhvern á meðan þú bíður í röðinni. Að halda á innkaupapokum fyrir einhvern. Að greiða fyrir kaffi eða máltíð einhvers. Að gefa til góðgerðarmála eða málefnis sem er þér mikilvægt. Að skilja eftir jákvæða umsögn á vefsíðu fyrirtækis um þjónustu sem þú fékkst. Umsplash/Andrea Tummons Örkærleikur varðar einnig hugsanir okkar Örkærleikur hefur einnig að gera með hugsanir okkar. Á hverjum degi túlkum við gjörðir annarra og þær túlkanir fela oft í sér mat á hvötum annarra. Segjum að afgreiðslumaður á kaffihúsi sé dálítið pirraður og óvingjarnlegur. Við vitum ekki alveg ástæðuna fyrir þessu viðhorfi. Það gæti stafað af áhyggjum af veiku barni, það gæti líka verið vegna þess að afgreiðslumaðurinn er í raun og veru ekki mjög þjónustulundaður. Í slíkum aðstæðum er gott að velja vinsamlega viðhorfið, að hann sé annars hugar og stressaður út af einhverju í lífi hans. Kærleiksríkt viðhorf í hans garð mun ekki aðeins koma í veg fyrir að þú bregðist við með pirringi heldur getur góðvild þín, á einhvern lítinn hátt, haft jákvæð áhrif á líðan afgreiðslumannsins. Kærleikur í eigin garð Við höfum tilhneigingu til að vera frekar hörð við okkur sjálf. Oft erum við okkar versti gagnrýnandi. Við þurfum því einnig að sýna kærleika í eigin garð, t.d. með því að fyrirgefa sjálfum okkur og sýna sjálfum okkur mildi, umhyggju og skilning. Það bjóðast óteljandi tækifæri á hverjum degi til að sýna góðvild. Fylgistu með hversu oft þú sýnir kærleik og fjölgaðu þeim augnablikum smám saman. Með tímanum verður kærleikurinn að vana. Með því að sýna örkærleik í daglegu lífi okkar getum við gert heiminn að betri stað. Höfundur er leiðbeinandi og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun og með meistaragráðu í hagnýtri jákvæðri sálfræði (MAPP) frá Buckinghamshire New University. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingrid Kuhlman Mest lesið Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Skoðun Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Sjá meira
Örkærleikur („micro kindness“) felur í sér litlar einlægar og sjálfviljugar athafnir og viðhorf sem sýna öðrum að við kunnum að meta þá. Örkærleikur getur lífgað upp á daginn hjá öðrum og stuðlað að jákvæðum samskiptum. Kærleikurinn getur skapað svokölluð gáruáhrif og fengið fólk til að vilja miðla góðvildinni til annarra. Örkærleikur er leið til að rækta með sér góðvild og samkennd í eigin lífi og sjá heiminn í jákvæðara ljósi. Þegar við sýnum öðrum góðvild og kærleik getur það aukið hamingjutilfinningar okkar, dregið úr streitu og skapað tilgang. Örkærleikur getur þannig haft jákvæð áhrif bæði á aðra en ekki síst á okkur sjálf. Það góða er að það kostar okkur ekkert að sýna kærleika. Hér eru nokkur dæmi um örkærleik í garð annarra: Að halda hurðinni opinni fyrir einhvern. Að brosa til ókunnugra. Að heilsa ókunnugu fólki sem þú mætir í morgungöngunni. Að hvetja samstarfsmann áfram. Að tína og henda rusli í göngutúr. Að gefa ókunnugum eða vini hrós. Að skrifa þakkarbréf eða senda einhverjum jákvæð skilaboð. Að hleypa einhverjum fram fyrir þig í biðröðinni. Að gefa þér tíma til að tala við einhvern á meðan þú bíður í röðinni. Að halda á innkaupapokum fyrir einhvern. Að greiða fyrir kaffi eða máltíð einhvers. Að gefa til góðgerðarmála eða málefnis sem er þér mikilvægt. Að skilja eftir jákvæða umsögn á vefsíðu fyrirtækis um þjónustu sem þú fékkst. Umsplash/Andrea Tummons Örkærleikur varðar einnig hugsanir okkar Örkærleikur hefur einnig að gera með hugsanir okkar. Á hverjum degi túlkum við gjörðir annarra og þær túlkanir fela oft í sér mat á hvötum annarra. Segjum að afgreiðslumaður á kaffihúsi sé dálítið pirraður og óvingjarnlegur. Við vitum ekki alveg ástæðuna fyrir þessu viðhorfi. Það gæti stafað af áhyggjum af veiku barni, það gæti líka verið vegna þess að afgreiðslumaðurinn er í raun og veru ekki mjög þjónustulundaður. Í slíkum aðstæðum er gott að velja vinsamlega viðhorfið, að hann sé annars hugar og stressaður út af einhverju í lífi hans. Kærleiksríkt viðhorf í hans garð mun ekki aðeins koma í veg fyrir að þú bregðist við með pirringi heldur getur góðvild þín, á einhvern lítinn hátt, haft jákvæð áhrif á líðan afgreiðslumannsins. Kærleikur í eigin garð Við höfum tilhneigingu til að vera frekar hörð við okkur sjálf. Oft erum við okkar versti gagnrýnandi. Við þurfum því einnig að sýna kærleika í eigin garð, t.d. með því að fyrirgefa sjálfum okkur og sýna sjálfum okkur mildi, umhyggju og skilning. Það bjóðast óteljandi tækifæri á hverjum degi til að sýna góðvild. Fylgistu með hversu oft þú sýnir kærleik og fjölgaðu þeim augnablikum smám saman. Með tímanum verður kærleikurinn að vana. Með því að sýna örkærleik í daglegu lífi okkar getum við gert heiminn að betri stað. Höfundur er leiðbeinandi og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun og með meistaragráðu í hagnýtri jákvæðri sálfræði (MAPP) frá Buckinghamshire New University.
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun