Sænskar sættir: „Ákváðum að fyrirgefa hvorum öðrum“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. mars 2023 16:00 Janne Andersson og Bojan Djordjic skildu sáttir. expressen Sættir hafa náðst í deilu þjálfara sænska karlalandsliðsins í fótbolta, Janne Andersson, og Bojan Djordjic. Andersson gekk út úr viðtali við Viaplay eftir 5-0 sigur Svíþjóðar á Aserbaídsjan í undankeppni EM 2024 á mánudaginn. Hann var ósáttur við spurningar Djordjic um spiltíma Jespers Karlsson og spurði hann á móti með hverjum hann héldi. Djordjic, sem á ættir að rekja til Serbíu, var óánægður með þessa spurningu landsliðsþjálfarans. Á blaðamannafundi í gær sagðist Andersson vera svekktur út í sjálfan sig hvernig hann brást við spurningum í viðtalinu en þvertók fyrir að hafa ætlað að beita Djordjic kynþáttaníði. „Við erum hér vegna eftirmála viðtalsins sem var ekki gott. Pressan er talsverð og þess vegna er ég hér. Ég hef leitað að Bojan, sent honum skilaboð og hringt. Ég vil útskýra framkomu mína en ekki biðjast afsökunar. Ég skil að hann hafi túlkað þetta á þennan hátt en ég fyrirlít rasisma. Ég bið Bojan afsökunar ef hann hefur túlkað þetta þannig en ég er ekki svona,“ sagði Andersson. Hann náði á endanum í Djordjic og þeir hafa náð sáttum. „Þetta var langt, gott og djúpt samtal þar sem við ákváðum að fyrirgefa hvorum öðrum. Það sem gerðist milli okkar hefur verið útkljáð,“ sagði Djordjic í yfirlýsingu frá Viaplay. „Við komumst til botns í málinu. Það var mikilvægt fyrir mig að Janne hafði einlægan áhuga á sögu minni og vildi skilja viðbrögð mín og tilfinningar, jafnvel þótt við séum af sitt hvorri kynslóðinni og með ólíkan bakgrunn. Þessi fundur var betri en ég bjóst við fyrirfram. Við töluðum minnst um fótbolta.“ JUST NU: Janne Andersson och Bojan Djordjic har pratat ut efter tv-bråkethttps://t.co/JrvsSokrgc— SportExpressen (@SportExpressen) March 29, 2023 Andersson tók í sama streng og Djordjic og kvaðst sáttur með að málinu sé lokið. „Við áttum gott og innilegt spjall um það sem miður fór á mánudaginn. Þess vegna var sérstaklega gott að hittast og hreinsa andrúmsloftið sem við gerðum með skilning og einlægni að vopni. Við ákváðum að halda áfram og málinu er því lokið.“ Sænski boltinn EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sævar Atli kom Brann í 2-0 en það dugði ekki til sigurs Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Rautt spjald og skellur í Íslendingaslag Sjá meira
Andersson gekk út úr viðtali við Viaplay eftir 5-0 sigur Svíþjóðar á Aserbaídsjan í undankeppni EM 2024 á mánudaginn. Hann var ósáttur við spurningar Djordjic um spiltíma Jespers Karlsson og spurði hann á móti með hverjum hann héldi. Djordjic, sem á ættir að rekja til Serbíu, var óánægður með þessa spurningu landsliðsþjálfarans. Á blaðamannafundi í gær sagðist Andersson vera svekktur út í sjálfan sig hvernig hann brást við spurningum í viðtalinu en þvertók fyrir að hafa ætlað að beita Djordjic kynþáttaníði. „Við erum hér vegna eftirmála viðtalsins sem var ekki gott. Pressan er talsverð og þess vegna er ég hér. Ég hef leitað að Bojan, sent honum skilaboð og hringt. Ég vil útskýra framkomu mína en ekki biðjast afsökunar. Ég skil að hann hafi túlkað þetta á þennan hátt en ég fyrirlít rasisma. Ég bið Bojan afsökunar ef hann hefur túlkað þetta þannig en ég er ekki svona,“ sagði Andersson. Hann náði á endanum í Djordjic og þeir hafa náð sáttum. „Þetta var langt, gott og djúpt samtal þar sem við ákváðum að fyrirgefa hvorum öðrum. Það sem gerðist milli okkar hefur verið útkljáð,“ sagði Djordjic í yfirlýsingu frá Viaplay. „Við komumst til botns í málinu. Það var mikilvægt fyrir mig að Janne hafði einlægan áhuga á sögu minni og vildi skilja viðbrögð mín og tilfinningar, jafnvel þótt við séum af sitt hvorri kynslóðinni og með ólíkan bakgrunn. Þessi fundur var betri en ég bjóst við fyrirfram. Við töluðum minnst um fótbolta.“ JUST NU: Janne Andersson och Bojan Djordjic har pratat ut efter tv-bråkethttps://t.co/JrvsSokrgc— SportExpressen (@SportExpressen) March 29, 2023 Andersson tók í sama streng og Djordjic og kvaðst sáttur með að málinu sé lokið. „Við áttum gott og innilegt spjall um það sem miður fór á mánudaginn. Þess vegna var sérstaklega gott að hittast og hreinsa andrúmsloftið sem við gerðum með skilning og einlægni að vopni. Við ákváðum að halda áfram og málinu er því lokið.“
Sænski boltinn EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sævar Atli kom Brann í 2-0 en það dugði ekki til sigurs Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Rautt spjald og skellur í Íslendingaslag Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki