Fær kona brottvísun fyrir það sem karlaþjálfarar komast upp með? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. mars 2023 09:01 Kristín Guðmundsdóttir hefur stýrt HK-liðinu í síðustu leikjum. Hér ræðir hún við Halldór Harra Kristjánsson. Vísir/Hulda Margrét Seinni bylgjan skoðaði atvik í leik Vals og HK í Olís deild kvenna á dögunum þar sem kvennaþjálfari var sannfærð um að fá að komast upp með minna en kollegar sínir af karlkyni. „Það var eitt skemmtilegt atvik sem átti sér stað í þessum leik. Það eru nefnilega tveir mjög mjög stórir karakterar að stýra þessum liðum. Við skulum sjá þegar Kristín Guðmundsdóttir fékk tvær mínútur. Hlustið vel,“ sagði Svava Kristín Gretarsdóttir, umsjónarkona Seinni bylgjunnar. Embla Steindórsdóttir, dóttir Kristínar og leikmaður HK, fékk dæmd á sig skref og skömmu síðar stoppa dómararnir leikinn og gefa Kristínu Guðmundsdóttur, þjálfara HK, tvær mínútur fyrir mótmæli. Það heyrist ekki hvað Kristín sagði til að fá þessar tvær mínútur en það heyrist aftur á móti hvað hún segir í framhaldinu. Kristín gengur þá öskuill í átt að Ágústi Jóhannssyni, þjálfara Valsliðsins, og segir: „Gústi þú hefðir aldrei fengið tvær mínútur fyrir þetta,“ sagði Kristín. „Ha, ég hef aldrei talað við dómarana,“ svarar Ágúst Jóhannsson sem er svo rangt að flestir gátu ekki annað en brosað. „Ágúst þarna sakleysið uppmálað. Hversu oft höfum við tekið Gústa fyrir fyrir að vera að rífa kjaft við dómara,“ sagði Svava. „Hann gefur dómurum núll vinnufrið og er örugglega óþolandi. Við heyrðum samt ekkert hvað hún sagði við dómarana nema þegar hún tók öskrið til baka. Þetta var mjög skemmtilegt,“ sagði Sigurlaug Rúnarsdóttir. „Hún tjúllaðist bara, brjáluð. Ég væri til að vita hvað hún sagði þarna því hún sagði að Gústi hefði ekki fengið tvær mínútur fyrir þetta,“ sagði Svava. „Ef að það er einhver sem brennur fyrir handboltann þá er það Kristín Guðmundsdóttir,“ sagði Svava. Það má sjá atvikið hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Kristín Guðmunds og Gústi Jóh Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Fleiri fréttir Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Sjá meira
„Það var eitt skemmtilegt atvik sem átti sér stað í þessum leik. Það eru nefnilega tveir mjög mjög stórir karakterar að stýra þessum liðum. Við skulum sjá þegar Kristín Guðmundsdóttir fékk tvær mínútur. Hlustið vel,“ sagði Svava Kristín Gretarsdóttir, umsjónarkona Seinni bylgjunnar. Embla Steindórsdóttir, dóttir Kristínar og leikmaður HK, fékk dæmd á sig skref og skömmu síðar stoppa dómararnir leikinn og gefa Kristínu Guðmundsdóttur, þjálfara HK, tvær mínútur fyrir mótmæli. Það heyrist ekki hvað Kristín sagði til að fá þessar tvær mínútur en það heyrist aftur á móti hvað hún segir í framhaldinu. Kristín gengur þá öskuill í átt að Ágústi Jóhannssyni, þjálfara Valsliðsins, og segir: „Gústi þú hefðir aldrei fengið tvær mínútur fyrir þetta,“ sagði Kristín. „Ha, ég hef aldrei talað við dómarana,“ svarar Ágúst Jóhannsson sem er svo rangt að flestir gátu ekki annað en brosað. „Ágúst þarna sakleysið uppmálað. Hversu oft höfum við tekið Gústa fyrir fyrir að vera að rífa kjaft við dómara,“ sagði Svava. „Hann gefur dómurum núll vinnufrið og er örugglega óþolandi. Við heyrðum samt ekkert hvað hún sagði við dómarana nema þegar hún tók öskrið til baka. Þetta var mjög skemmtilegt,“ sagði Sigurlaug Rúnarsdóttir. „Hún tjúllaðist bara, brjáluð. Ég væri til að vita hvað hún sagði þarna því hún sagði að Gústi hefði ekki fengið tvær mínútur fyrir þetta,“ sagði Svava. „Ef að það er einhver sem brennur fyrir handboltann þá er það Kristín Guðmundsdóttir,“ sagði Svava. Það má sjá atvikið hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Kristín Guðmunds og Gústi Jóh
Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Fleiri fréttir Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Sjá meira