Messi skoraði sitt hundraðasta landsliðsmark í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. mars 2023 07:30 Lionel Messi fagnar einu marka sinna í nótt. AP/Nicolas Aguilera Huggulega heimferðin hjá Lionel Messi varð enn huggulegri í nótt þegar hann skoraði þrennu í 7-0 stórsigri Argentínu á Curacao í vináttulandsleik sem var spilaður í Argentínu. Messi hefur verið heiðraður við hvert tækifæri í þessari ferð heim til Argentínu en argentínska landsliðið spilaði þar líka tvo fyrstu leiki sína sem ríkjandi heimsmeistarar. FIRST HALF HAT-TRICK FOR LIONEL MESSI HE'S SCORED 102 GOALS FOR ARGENTINA #BBCFootball pic.twitter.com/zcU8go3VK2— BBC Sport (@BBCSport) March 29, 2023 Þeir áhorfendur sem voru svo heppnir að ná sér í miða fengu líka eitthvað fyrir peninginn því einn allra besti fótboltamaður sögunnar var á skotskónum. Messi þurfti bara fyrri hálfleikinn til að skora þrennu en um leið náði hann enn einum tímamótunum á hans ferli. Með fyrsta marki sínu í þrennunni þá var hann kominn með hundrað mörk fyrir argentínska landsliðið og er hann fyrsti Suður-Ameríkumaðurinn sem nær því. Messi hefur nú skorað 102 mörk í 174 landsleikjum þar af er hann með 31 mark í 32 leikjum frá og með árinu 2021. Það eru sautján ár síðan að Messi skoraði sitt fyrsta mark fyrir argentínska landsliðið sem var í tapi á móti Króatíu í mars 2006. Þetta var hans sjöunda þrenna fyrir landsliðið. Argentina honor Leo Messi after reaching 100 goals for his country (via @TyCSports)pic.twitter.com/CQxGU1q1ml— B/R Football (@brfootball) March 29, 2023 Messi hafði skoraði sitt átta hundraðasta mark á ferlinum í hinum leik gluggans þar sem Argentína vann 2-0 sigur á Panama. Messi skoraði mörkin sín í nótt á 20., 33. og 37. mínútu en hann lagði líka upp mark fyrir Chelsea manninn Enzo Fernández á 35. mínútu. Nicolás González skoraði annað mark leiksins á 23. mínútu. Staðan var 5-0 í hálfleik en síðustu tvö mörkin komu á 78. og 87. mínútu. Það fyrra skoraði Ángel Di María úr vítaspyrnu en það síðasta skoraði Gonzalo Montiel. LEO MESSI SCORES HIS 100TH GOAL FOR ARGENTINA pic.twitter.com/puQfN9ztQ1— B/R Football (@brfootball) March 28, 2023 Leo Messi s last 14 games for Argentina: pic.twitter.com/jkHdRQckJ0— B/R Football (@brfootball) March 29, 2023 HM 2026 í fótbolta Argentína Mest lesið Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Frá Midtjylland til Newcastle Fótbolti Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Sport Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Fótbolti Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Szczesny ekki hættur enn Fótbolti Elanga að ganga til liðs við Newcastle Fótbolti Vörn Grindavíkur áfram hriplek Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Sjá meira
Messi hefur verið heiðraður við hvert tækifæri í þessari ferð heim til Argentínu en argentínska landsliðið spilaði þar líka tvo fyrstu leiki sína sem ríkjandi heimsmeistarar. FIRST HALF HAT-TRICK FOR LIONEL MESSI HE'S SCORED 102 GOALS FOR ARGENTINA #BBCFootball pic.twitter.com/zcU8go3VK2— BBC Sport (@BBCSport) March 29, 2023 Þeir áhorfendur sem voru svo heppnir að ná sér í miða fengu líka eitthvað fyrir peninginn því einn allra besti fótboltamaður sögunnar var á skotskónum. Messi þurfti bara fyrri hálfleikinn til að skora þrennu en um leið náði hann enn einum tímamótunum á hans ferli. Með fyrsta marki sínu í þrennunni þá var hann kominn með hundrað mörk fyrir argentínska landsliðið og er hann fyrsti Suður-Ameríkumaðurinn sem nær því. Messi hefur nú skorað 102 mörk í 174 landsleikjum þar af er hann með 31 mark í 32 leikjum frá og með árinu 2021. Það eru sautján ár síðan að Messi skoraði sitt fyrsta mark fyrir argentínska landsliðið sem var í tapi á móti Króatíu í mars 2006. Þetta var hans sjöunda þrenna fyrir landsliðið. Argentina honor Leo Messi after reaching 100 goals for his country (via @TyCSports)pic.twitter.com/CQxGU1q1ml— B/R Football (@brfootball) March 29, 2023 Messi hafði skoraði sitt átta hundraðasta mark á ferlinum í hinum leik gluggans þar sem Argentína vann 2-0 sigur á Panama. Messi skoraði mörkin sín í nótt á 20., 33. og 37. mínútu en hann lagði líka upp mark fyrir Chelsea manninn Enzo Fernández á 35. mínútu. Nicolás González skoraði annað mark leiksins á 23. mínútu. Staðan var 5-0 í hálfleik en síðustu tvö mörkin komu á 78. og 87. mínútu. Það fyrra skoraði Ángel Di María úr vítaspyrnu en það síðasta skoraði Gonzalo Montiel. LEO MESSI SCORES HIS 100TH GOAL FOR ARGENTINA pic.twitter.com/puQfN9ztQ1— B/R Football (@brfootball) March 28, 2023 Leo Messi s last 14 games for Argentina: pic.twitter.com/jkHdRQckJ0— B/R Football (@brfootball) March 29, 2023
HM 2026 í fótbolta Argentína Mest lesið Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Frá Midtjylland til Newcastle Fótbolti Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Sport Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Fótbolti Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Szczesny ekki hættur enn Fótbolti Elanga að ganga til liðs við Newcastle Fótbolti Vörn Grindavíkur áfram hriplek Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Sjá meira