„Maður er ekki í pólitík fyrir sjálfa sig heldur fyrir aðra“ Máni Snær Þorláksson skrifar 29. mars 2023 09:01 Formaður Samfylkingarinnar segir mikilvægt að hlusta á fólkið í landinu. Vísir/Vilhelm Formaður Samfylkingarinnar hefur síðustu daga fundað með fólki á Suðurnesjunum og rætt um heilbrigðismál. Um er að ræða fyrstu fundina í fundaröð fer út um allt land. Formaðurinn segir að mikilvægt sé að heyra hvað fólkinu í landinu finnst um stærstu málaflokkana í pólitíkinni. „Við vorum með fund í Grindavík í hádeginu í dag. Við erum í rauninni búin með Suðurnesin í bili. Við ákváðum að byrja í umfjöllun um heilbrigðismál þar af góðri ástæðu. Þetta er málaflokkur sem hefur verið alveg í brennidepli þar, eins og víða, en umræðan á Suðurnesjunum hefur verið á öðru stigi,“ segir Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, í samtali við blaðamann. Kristrún segir að um sé að ræða part af stigvaxandi áherslum flokksins í því hvernig hann nálgast málin. Hún hefur tröllatrú á því fyrirkomulagi að fara út og funda með fólki í stað þess að vera eingöngu í samráði við stofnanir og sérfræðinga. „Það er stýrihópur sem er í þessari vinnu hjá okkur, fólk úr grasrótinni með fagþekkingu í heilbrigðismálum. Þau eru auðvitað líka að tala við lækna, hjúkrunarfræðinga og stofnanir en þetta er mikilvægur partur af vinnunni, heyra í almenningi og hvað er fremst í þeirra huga í þessum málum.“ Kristrún er þessa stundina í fæðingarorlofi en hún eignaðist aðra dóttur sína í síðasta mánuði. Hún ákvað að mæta þó á umrædda fundi til að fylgja verkefninu úr hlaði. „Auðvitað er þetta hörkuvinna en hún kemur bara með á fundi og er bara búin að standa sig mjög vel,“ segir hún. Skýrt þema á Suðurnesjum Það sem er áhugaverðast við fundi sem þessa að mati Kristrúnar er að fólk á það til að taka í svipaða strengi þegar kemur að stórum málaflokkum. „Þú ferð af stað með stóra málaflokka og heldur að það sé erfitt að finna rauðan þráð. En það er fljótt að teiknast upp ákveðið þema,“ segir hún og bendir á sameiginlega skoðun margra sem sóttu fundina á Suðurnesjunum. „Það kom til dæmis mjög skýrt í ljós að það voru allir ósáttir eða fannst óþægilegt, þetta ákveðna óöryggi sem fylgir því að vera ekki með neinn fastan tengilið í heilbrigðiskerfinu. Það eru ekki fastir læknar eða heimilislæknar á svæðinu og fólk er alltaf að hitta nýjan einstakling þegar eitthvað kemur upp á. Það upplifir svolítið eins og það sé landlaust í heilbrigðiskerfinu því það er ekki með fastan punkt, einhvern aðila sem þekkir þeirra sjúkrasögu og til þeirra.“ Kristrún á fundinum í Reykjanesbæ.Aðsend Kristrún segir að þetta sé eitthvað sem er ekki að koma upp í fyrsta skipti: „Þetta er það sem maður hefur heyrt víða á landsbyggðinni, það er líka kvartað yfir stöðunni hérna á höfuðborgarsvæðinu, en þetta er mjög algengt fyrir utan höfuðborgarsvæðið – að það séu ekki fastir læknar á þessum stöðum.“ Á þessum svæðum sé mjög fært fólk sem sinnir vinnunni mjög vel, fólk sé í rauninni ekki að kvarta yfir því. Kristrún að fólk vilji hins vegar fá öryggistilfinninguna sem felst í því að vita að hverju það kemur þegar það sækir þjónustu í heilbrigðiskerfið. Í pólitík fyrir aðra Kristrún vekur athygli á því að mikilvægt sé að tala við allt fólk, ekki bara þau sem eru flokksbundin. „Við fórum af stað með mjög skýrt plan síðasta haust, að við ætlum að opna flokkinn,“ segir hún. „Mér finnst skipta ótrúlega miklu máli að við förum inn í næstu kosningar með raunsæjar tillögur, að fólk viti raunverulega hvar við stöndum í svona stórum málaflokkum eins og heilbrigðismálunum. Þá vil ég bara fara þarna út, ræða við fólk um hvað það er sem við getum sameinast um.“ Kristrún heimsótti einnig Hrafnistu á Nesvöllum í Reykjanesbæ og spjallaði meðal annars við Arnbjörn Hans Ólafsson, gamlan krata úr Keflavík. Aðsend Ákveðið var að ræða um heilbrigðismálin á þessum fundum. Næst verða svo atvinnu- og samgöngumálin tekin fyrir. „Maður er ekki í pólitík fyrir sjálfa sig heldur fyrir aðra. Ég hef upplifað það sjálf að þú færð einhverja hugdettu eða eitthvað á heilann, eitthvað mál eða hvað sem er. Þú ert að ræða það í þröngum hópi en svo ferðu út og áttar þig á því að það eru miklu færri en þú heldur að hugsa um það. Eða þá að þetta er kannski eitthvað sem skiptir fólk máli en ef það myndi þurfa að forgangsraða þá væri þetta ekki það fyrsta sem það vildi að yrði gert.“ Aldrei að afskrifa neinn í pólitík Samfylkingin hefur sótt í sig veðrið í skoðanakönnunum að undanförnu. Í könnun Maskínu í síðustu viku mældist flokkurinn með alls 24,4 prósent. Flokkurinn hefur þó í gegnum tíðina ekki verið sterkastur á landsbyggðinni. Kristrún segir að það sé mikilvægt að hugsa líka um þá staði sem ekki hafa mælst vel. „Vegna þess að maður á aldrei að afskrifa neinn í pólitík. Það hefur stundum gerst að ákveðin svæði eru afskrifuð en það er raunverulega þannig, og ég upplifði það mjög sterkt þegar ég fór í svona ferðir í fyrra, að það eru svæði í landinu sem upplifa sig eins og enginn sé að velta þeim fyrir sér. Þetta snýst líka um virðingu við fólk, að mæta og hlusta á þeirra sjónarmið. Ég fór á fundi þar sem meirihluti fólksins sem mætti var ekki í Samfylkingunni en þeirra sjónarmið skipta máli. Því þú ert aldrei að fara að vera einn í ríkisstjórn.“ Samfylkingin Heilbrigðismál Grindavík Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Sjá meira
„Við vorum með fund í Grindavík í hádeginu í dag. Við erum í rauninni búin með Suðurnesin í bili. Við ákváðum að byrja í umfjöllun um heilbrigðismál þar af góðri ástæðu. Þetta er málaflokkur sem hefur verið alveg í brennidepli þar, eins og víða, en umræðan á Suðurnesjunum hefur verið á öðru stigi,“ segir Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, í samtali við blaðamann. Kristrún segir að um sé að ræða part af stigvaxandi áherslum flokksins í því hvernig hann nálgast málin. Hún hefur tröllatrú á því fyrirkomulagi að fara út og funda með fólki í stað þess að vera eingöngu í samráði við stofnanir og sérfræðinga. „Það er stýrihópur sem er í þessari vinnu hjá okkur, fólk úr grasrótinni með fagþekkingu í heilbrigðismálum. Þau eru auðvitað líka að tala við lækna, hjúkrunarfræðinga og stofnanir en þetta er mikilvægur partur af vinnunni, heyra í almenningi og hvað er fremst í þeirra huga í þessum málum.“ Kristrún er þessa stundina í fæðingarorlofi en hún eignaðist aðra dóttur sína í síðasta mánuði. Hún ákvað að mæta þó á umrædda fundi til að fylgja verkefninu úr hlaði. „Auðvitað er þetta hörkuvinna en hún kemur bara með á fundi og er bara búin að standa sig mjög vel,“ segir hún. Skýrt þema á Suðurnesjum Það sem er áhugaverðast við fundi sem þessa að mati Kristrúnar er að fólk á það til að taka í svipaða strengi þegar kemur að stórum málaflokkum. „Þú ferð af stað með stóra málaflokka og heldur að það sé erfitt að finna rauðan þráð. En það er fljótt að teiknast upp ákveðið þema,“ segir hún og bendir á sameiginlega skoðun margra sem sóttu fundina á Suðurnesjunum. „Það kom til dæmis mjög skýrt í ljós að það voru allir ósáttir eða fannst óþægilegt, þetta ákveðna óöryggi sem fylgir því að vera ekki með neinn fastan tengilið í heilbrigðiskerfinu. Það eru ekki fastir læknar eða heimilislæknar á svæðinu og fólk er alltaf að hitta nýjan einstakling þegar eitthvað kemur upp á. Það upplifir svolítið eins og það sé landlaust í heilbrigðiskerfinu því það er ekki með fastan punkt, einhvern aðila sem þekkir þeirra sjúkrasögu og til þeirra.“ Kristrún á fundinum í Reykjanesbæ.Aðsend Kristrún segir að þetta sé eitthvað sem er ekki að koma upp í fyrsta skipti: „Þetta er það sem maður hefur heyrt víða á landsbyggðinni, það er líka kvartað yfir stöðunni hérna á höfuðborgarsvæðinu, en þetta er mjög algengt fyrir utan höfuðborgarsvæðið – að það séu ekki fastir læknar á þessum stöðum.“ Á þessum svæðum sé mjög fært fólk sem sinnir vinnunni mjög vel, fólk sé í rauninni ekki að kvarta yfir því. Kristrún að fólk vilji hins vegar fá öryggistilfinninguna sem felst í því að vita að hverju það kemur þegar það sækir þjónustu í heilbrigðiskerfið. Í pólitík fyrir aðra Kristrún vekur athygli á því að mikilvægt sé að tala við allt fólk, ekki bara þau sem eru flokksbundin. „Við fórum af stað með mjög skýrt plan síðasta haust, að við ætlum að opna flokkinn,“ segir hún. „Mér finnst skipta ótrúlega miklu máli að við förum inn í næstu kosningar með raunsæjar tillögur, að fólk viti raunverulega hvar við stöndum í svona stórum málaflokkum eins og heilbrigðismálunum. Þá vil ég bara fara þarna út, ræða við fólk um hvað það er sem við getum sameinast um.“ Kristrún heimsótti einnig Hrafnistu á Nesvöllum í Reykjanesbæ og spjallaði meðal annars við Arnbjörn Hans Ólafsson, gamlan krata úr Keflavík. Aðsend Ákveðið var að ræða um heilbrigðismálin á þessum fundum. Næst verða svo atvinnu- og samgöngumálin tekin fyrir. „Maður er ekki í pólitík fyrir sjálfa sig heldur fyrir aðra. Ég hef upplifað það sjálf að þú færð einhverja hugdettu eða eitthvað á heilann, eitthvað mál eða hvað sem er. Þú ert að ræða það í þröngum hópi en svo ferðu út og áttar þig á því að það eru miklu færri en þú heldur að hugsa um það. Eða þá að þetta er kannski eitthvað sem skiptir fólk máli en ef það myndi þurfa að forgangsraða þá væri þetta ekki það fyrsta sem það vildi að yrði gert.“ Aldrei að afskrifa neinn í pólitík Samfylkingin hefur sótt í sig veðrið í skoðanakönnunum að undanförnu. Í könnun Maskínu í síðustu viku mældist flokkurinn með alls 24,4 prósent. Flokkurinn hefur þó í gegnum tíðina ekki verið sterkastur á landsbyggðinni. Kristrún segir að það sé mikilvægt að hugsa líka um þá staði sem ekki hafa mælst vel. „Vegna þess að maður á aldrei að afskrifa neinn í pólitík. Það hefur stundum gerst að ákveðin svæði eru afskrifuð en það er raunverulega þannig, og ég upplifði það mjög sterkt þegar ég fór í svona ferðir í fyrra, að það eru svæði í landinu sem upplifa sig eins og enginn sé að velta þeim fyrir sér. Þetta snýst líka um virðingu við fólk, að mæta og hlusta á þeirra sjónarmið. Ég fór á fundi þar sem meirihluti fólksins sem mætti var ekki í Samfylkingunni en þeirra sjónarmið skipta máli. Því þú ert aldrei að fara að vera einn í ríkisstjórn.“
Samfylkingin Heilbrigðismál Grindavík Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Sjá meira