Lífeyrismál unga fólksins Kristófer Már Maronsson skrifar 29. mars 2023 08:01 Það getur skipt sköpum að kynna sér lífeyrismálin fyrir tvítugt frekar en um fertugt eða seinna. Það er mikilvægt að velja sér lífeyrissjóð og kynna sér ávöxtunarleiðir, möguleika til að nýta sparnaðinn til fyrstu fasteignakaupa o.s.frv. þegar fyrstu launaseðlarnir berast. Það er samt aldrei of seint að skoða lífeyrismálin, en því fyrr því betra. Raunhæf verkefni til að vekja áhuga Ég býð mig fram í stjórn Almenna Lífeyrissjóðsins og vil m.a. nýta tíma minn í stjórn til þess að kynna lífeyrismál betur fyrir fólki, þá sérstaklega unga fólkinu. Ég tel að jafningjafræðsla sé besta leiðin til þess að kynna lífeyrismál fyrir ungu fólki, sem er ekki einu hálfnað á vegferð sinni að eftirlaunaaldri. Þetta vil ég t.d. gera með því að fá nemendur í framhaldsskólum um land allt til þess að taka þátt í raunhæfum verkefnum tengdum lífeyrismálum. Fyrir áratug var ég nemandi í Verzlunarskóla Íslands og þar unnum við raunhæf verkefni þar sem við þurftum til dæmis að vinna okkur í gegnum allt ferlið við að kaupa draumabílinn. Það þurfti að finna bílinn, fjármagna hann og skoða greiðsluáætlun ásamt því að skoða sérstaklega hversu mikið er greitt í vexti og lántökukostnað. Þetta opnaði augun hjá mér og líklega fleirum fyrir því hvað lántaka er dýr. Lög um fyrstu fasteign Þetta raunhæfa verkefni skilaði sér í því að þegar ég fór að huga að húsnæðiskaupum pældi ég mikið í því hvernig væri hægt að greiða lánið hratt niður til þess að lágmarka vaxtakostnað. Eftir miklar excel-æfingar taldi ég sniðugt að gefa fólki kost á því að nota lífeyrissparnaðinn til þess að greiða niður lánin sín í nokkur ár þegar það kaupir sína fyrstu fasteign og ritaði um það stuttan pistil. Umræðan fór á flug eftir pistilinn og mætti ég m.a. í Kastljós ásamt Gunnari Baldvinssyni, framkvæmdastjóra Almenna lífeyrissjóðsins, til þess að ræða málin. Umræðan rataði alla leið inn á Alþingi og nokkrum mánuðum síðar voru samþykkt lög um stuðning til kaupa á fyrstu íbúð sem nýst hafa fjölda fólks sem eru að koma inn á markaðinn í fyrsta sinn. Hver getur kosið? Um 57.000 sjóðfélagar geta kosið í stjórnarkjörinu, en Almenni Lífeyrissjóðurinn er m.a. starfsgreinasjóður lækna, arkitekta, tæknifræðinga, hljómlistamanna og leiðsögumanna. Einnig getur um helmingur launþega valið að greiða í sjóðinn. Til þess að hugmyndir mínar nái fram að ganga þarf ég á öflugu umboði sjóðfélaga að halda. Rafrænar kosningar eru í gangi til kl. 16 í dag, 29. mars, og ég óska eftir þínum stuðningi - hvort sem þú getur kosið eða látið vini og vandamenn vita. Margt smátt gerir eitt stórt og í krafti fjöldans er hægt að gera breytingar til hins betra. Hafir þú áhuga á því að fylgjast með eða komast í samband við mig bendi ég á vefsíðu framboðsins. Höfundur er hagfræðingur og býður sig fram í stjórn Almenna lífeyrissjóðsins. - smelltu hér til að kjósa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristófer Már Maronsson Lífeyrissjóðir Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Það getur skipt sköpum að kynna sér lífeyrismálin fyrir tvítugt frekar en um fertugt eða seinna. Það er mikilvægt að velja sér lífeyrissjóð og kynna sér ávöxtunarleiðir, möguleika til að nýta sparnaðinn til fyrstu fasteignakaupa o.s.frv. þegar fyrstu launaseðlarnir berast. Það er samt aldrei of seint að skoða lífeyrismálin, en því fyrr því betra. Raunhæf verkefni til að vekja áhuga Ég býð mig fram í stjórn Almenna Lífeyrissjóðsins og vil m.a. nýta tíma minn í stjórn til þess að kynna lífeyrismál betur fyrir fólki, þá sérstaklega unga fólkinu. Ég tel að jafningjafræðsla sé besta leiðin til þess að kynna lífeyrismál fyrir ungu fólki, sem er ekki einu hálfnað á vegferð sinni að eftirlaunaaldri. Þetta vil ég t.d. gera með því að fá nemendur í framhaldsskólum um land allt til þess að taka þátt í raunhæfum verkefnum tengdum lífeyrismálum. Fyrir áratug var ég nemandi í Verzlunarskóla Íslands og þar unnum við raunhæf verkefni þar sem við þurftum til dæmis að vinna okkur í gegnum allt ferlið við að kaupa draumabílinn. Það þurfti að finna bílinn, fjármagna hann og skoða greiðsluáætlun ásamt því að skoða sérstaklega hversu mikið er greitt í vexti og lántökukostnað. Þetta opnaði augun hjá mér og líklega fleirum fyrir því hvað lántaka er dýr. Lög um fyrstu fasteign Þetta raunhæfa verkefni skilaði sér í því að þegar ég fór að huga að húsnæðiskaupum pældi ég mikið í því hvernig væri hægt að greiða lánið hratt niður til þess að lágmarka vaxtakostnað. Eftir miklar excel-æfingar taldi ég sniðugt að gefa fólki kost á því að nota lífeyrissparnaðinn til þess að greiða niður lánin sín í nokkur ár þegar það kaupir sína fyrstu fasteign og ritaði um það stuttan pistil. Umræðan fór á flug eftir pistilinn og mætti ég m.a. í Kastljós ásamt Gunnari Baldvinssyni, framkvæmdastjóra Almenna lífeyrissjóðsins, til þess að ræða málin. Umræðan rataði alla leið inn á Alþingi og nokkrum mánuðum síðar voru samþykkt lög um stuðning til kaupa á fyrstu íbúð sem nýst hafa fjölda fólks sem eru að koma inn á markaðinn í fyrsta sinn. Hver getur kosið? Um 57.000 sjóðfélagar geta kosið í stjórnarkjörinu, en Almenni Lífeyrissjóðurinn er m.a. starfsgreinasjóður lækna, arkitekta, tæknifræðinga, hljómlistamanna og leiðsögumanna. Einnig getur um helmingur launþega valið að greiða í sjóðinn. Til þess að hugmyndir mínar nái fram að ganga þarf ég á öflugu umboði sjóðfélaga að halda. Rafrænar kosningar eru í gangi til kl. 16 í dag, 29. mars, og ég óska eftir þínum stuðningi - hvort sem þú getur kosið eða látið vini og vandamenn vita. Margt smátt gerir eitt stórt og í krafti fjöldans er hægt að gera breytingar til hins betra. Hafir þú áhuga á því að fylgjast með eða komast í samband við mig bendi ég á vefsíðu framboðsins. Höfundur er hagfræðingur og býður sig fram í stjórn Almenna lífeyrissjóðsins. - smelltu hér til að kjósa.
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun