Kröfu KV hafnað og Ægir mun eiga lið í næstefstu deild Sindri Sverrisson skrifar 28. mars 2023 12:59 Ægismenn verða með í Lengjudeildinni í sumar. Facebook/@aegirfc Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur hafnað kröfu Knattspyrnufélags Vesturbæjar þess efnis að félagið fái sæti í Lengjudeild karla í fótbolta í sumar - sætið sem losnaði þegar Kórdrengir lögðu upp laupana. Það virðist því loks orðið ljóst, nú þegar rúmur mánuður er í að keppni í Lengjudeildinni hefjist, hvaða tólf lið verða í deildinni en stjórn KSÍ hafði tekið ákvörðun um það í febrúar að veita Ægi sæti í Lengjudeildinni. Ægismenn enduðu í 3. sæti 2. deildar á síðustu leiktíð en KV endaði í næstneðsta sæti Lengjudeildarinnar og féll. Krafa KV byggði meðal annars á því að í reglugerð KSÍ um knattspyrnumót segir, í grein 23.1.12.C: „Ef sæti losnar í 1. deild vegna þess að umsókn um þátttökuleyfi var hafnað skal liðið sem féll úr deildinni árið áður og var í næstneðsta sæti, taka lausa sætið ef það uppfyllir skilyrði til þátttökuleyfis í 1. deild, ella liðið sem varð í neðsta sæti, og síðan liðið sem varð í 3. sæti í 2. deild, o.s.frv.“ Aganefndin tók hins vegar undir sjónarmið stjórnar KSÍ um að þátttökutilkynning Kórdrengja hefði ekki verið tekin til greina og að miða ætti við hina almennu reglu í grein 23.1.11, þar sem segir að liðið í 3. sæti næstu deildar fyrir neðan skuli flytjast upp. Í úrskurðinum kemur fram að Kórdrengir hafi sent inn undirritaða þátttökutilkynningu 7. febrúar, tæpum mánuði eftir að frestur til þess rann út. Þar var Kaplakrikavöllur, heimavöllur FH, tilgreindur sem heimavöllur Kórdrengja en KSÍ fékk staðfestingu á því frá FH 16. febrúar að Kórdrengir myndu ekki spila á Kaplakrikavelli. Kórdrengir hafi þá fengið sólarhrings frest til að tilkynna um nýjan heimavöll en ekki gert það og á fundi stjórnar KSÍ 18. febrúar var ákveðið að taka þátttökutilkynningu Kódrengja ekki til greina, og bjóða Ægismenn velkomna í næstefstu deild. Úrskurðinn má lesa í heild sinni hér. KV hefur nú þrjá daga til að ákveða hvort að honum verði áfrýjað. Lengjudeild karla KV Ægir Tengdar fréttir KV gefst ekki upp: Segir stóra málið að KSÍ hafi ekki farið eftir reglum Þó að aðeins 50 dagar séu þar til að keppni í Lengjudeild karla í fótbolta ríkir enn ákveðin óvissa um hvaða lið spila þar. KV hefur skotið til baka kæru til aga- og úrskurðarnefndar KSÍ og krefst áframhaldandi sætis í deildinni, sem þó er ekki víst að félagið þiggi. 15. mars 2023 14:00 Ægir mun spila í Lengjudeildinni - Kæru KV vísað frá Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur vísað frá kæru KV á hendur KSÍ vegna ákvörðunar stjórnar KSÍ frá 18. febrúar þar sem stjórnin staðfesti að þátttökutilkynning Kórdrengja í mótin 2023 yrði ekki tekin til greina. 10. mars 2023 22:31 Kórdrengir verða ekki með og Ægir fær sæti í Lengjudeildinni Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, hefur staðfest að Kórdrengir munu ekki taka þátt á Íslandsmóti karla í knattspyrnu í sumar. Kórdrengir voru með lið í Lengjudeildinni síðasta sumar, en Ægir frá Þorlákshöfn tekur sæti þeirra í næst efstu deild. 18. febrúar 2023 13:31 Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Sjá meira
Það virðist því loks orðið ljóst, nú þegar rúmur mánuður er í að keppni í Lengjudeildinni hefjist, hvaða tólf lið verða í deildinni en stjórn KSÍ hafði tekið ákvörðun um það í febrúar að veita Ægi sæti í Lengjudeildinni. Ægismenn enduðu í 3. sæti 2. deildar á síðustu leiktíð en KV endaði í næstneðsta sæti Lengjudeildarinnar og féll. Krafa KV byggði meðal annars á því að í reglugerð KSÍ um knattspyrnumót segir, í grein 23.1.12.C: „Ef sæti losnar í 1. deild vegna þess að umsókn um þátttökuleyfi var hafnað skal liðið sem féll úr deildinni árið áður og var í næstneðsta sæti, taka lausa sætið ef það uppfyllir skilyrði til þátttökuleyfis í 1. deild, ella liðið sem varð í neðsta sæti, og síðan liðið sem varð í 3. sæti í 2. deild, o.s.frv.“ Aganefndin tók hins vegar undir sjónarmið stjórnar KSÍ um að þátttökutilkynning Kórdrengja hefði ekki verið tekin til greina og að miða ætti við hina almennu reglu í grein 23.1.11, þar sem segir að liðið í 3. sæti næstu deildar fyrir neðan skuli flytjast upp. Í úrskurðinum kemur fram að Kórdrengir hafi sent inn undirritaða þátttökutilkynningu 7. febrúar, tæpum mánuði eftir að frestur til þess rann út. Þar var Kaplakrikavöllur, heimavöllur FH, tilgreindur sem heimavöllur Kórdrengja en KSÍ fékk staðfestingu á því frá FH 16. febrúar að Kórdrengir myndu ekki spila á Kaplakrikavelli. Kórdrengir hafi þá fengið sólarhrings frest til að tilkynna um nýjan heimavöll en ekki gert það og á fundi stjórnar KSÍ 18. febrúar var ákveðið að taka þátttökutilkynningu Kódrengja ekki til greina, og bjóða Ægismenn velkomna í næstefstu deild. Úrskurðinn má lesa í heild sinni hér. KV hefur nú þrjá daga til að ákveða hvort að honum verði áfrýjað.
Lengjudeild karla KV Ægir Tengdar fréttir KV gefst ekki upp: Segir stóra málið að KSÍ hafi ekki farið eftir reglum Þó að aðeins 50 dagar séu þar til að keppni í Lengjudeild karla í fótbolta ríkir enn ákveðin óvissa um hvaða lið spila þar. KV hefur skotið til baka kæru til aga- og úrskurðarnefndar KSÍ og krefst áframhaldandi sætis í deildinni, sem þó er ekki víst að félagið þiggi. 15. mars 2023 14:00 Ægir mun spila í Lengjudeildinni - Kæru KV vísað frá Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur vísað frá kæru KV á hendur KSÍ vegna ákvörðunar stjórnar KSÍ frá 18. febrúar þar sem stjórnin staðfesti að þátttökutilkynning Kórdrengja í mótin 2023 yrði ekki tekin til greina. 10. mars 2023 22:31 Kórdrengir verða ekki með og Ægir fær sæti í Lengjudeildinni Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, hefur staðfest að Kórdrengir munu ekki taka þátt á Íslandsmóti karla í knattspyrnu í sumar. Kórdrengir voru með lið í Lengjudeildinni síðasta sumar, en Ægir frá Þorlákshöfn tekur sæti þeirra í næst efstu deild. 18. febrúar 2023 13:31 Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Sjá meira
KV gefst ekki upp: Segir stóra málið að KSÍ hafi ekki farið eftir reglum Þó að aðeins 50 dagar séu þar til að keppni í Lengjudeild karla í fótbolta ríkir enn ákveðin óvissa um hvaða lið spila þar. KV hefur skotið til baka kæru til aga- og úrskurðarnefndar KSÍ og krefst áframhaldandi sætis í deildinni, sem þó er ekki víst að félagið þiggi. 15. mars 2023 14:00
Ægir mun spila í Lengjudeildinni - Kæru KV vísað frá Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur vísað frá kæru KV á hendur KSÍ vegna ákvörðunar stjórnar KSÍ frá 18. febrúar þar sem stjórnin staðfesti að þátttökutilkynning Kórdrengja í mótin 2023 yrði ekki tekin til greina. 10. mars 2023 22:31
Kórdrengir verða ekki með og Ægir fær sæti í Lengjudeildinni Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, hefur staðfest að Kórdrengir munu ekki taka þátt á Íslandsmóti karla í knattspyrnu í sumar. Kórdrengir voru með lið í Lengjudeildinni síðasta sumar, en Ægir frá Þorlákshöfn tekur sæti þeirra í næst efstu deild. 18. febrúar 2023 13:31