Sænski landsliðsþjálfarinn segist ekki vera rasisti Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. mars 2023 12:00 Janne Andersson svaraði fyrir umtalað viðtal á blaðamannafundi í dag. getty/Linnea Rheborg Janne Andersson, þjálfari sænska landsliðsins, segir að hann hafi brugðist rangt við í viðtali við Viaplay eftir leikinn gegn Aserbaídsjan í undankeppni EM 2024. Þá þvertekur hann fyrir að hafa ætlað að beita sérfræðing Viaplay kynþáttaníði. Svíþjóð vann Aserbaídsjan 5-0 í gær. Úrslitin hafa þó fallið í skuggann af atviki sem átti sér stað þegar Andersson kom í viðtal til Viaplay eftir leikinn. Þar lenti hann í orðaskaki við Bojan Djordjic vegna spiltíma Jespers Karlsson. Andersson var ósáttur við spurningar Djordjic og spurði hann á móti með hverjum hann héldi sem Djordjic var ósáttur við en hann á ættir að rekja til Serbíu. Andersson gekk á endanum út úr viðtalinu. „Þetta er svo slæmt. Þú stendur þarna og ert með leiðindi eftir leik sem við unnum 5-0. Fjandi er þetta slæmt. Takk fyrir í dag,“ sagði landsliðsþjálfarinn áður en hann strunsaði burt. Andersson boðaði til blaðamannafundar í hádeginu þar sem hann reyndi að skýra mál sitt. Hann baðst samt eiginlega ekki afsökunar en sagðist hafa reynt að setja sig í samband við Djordjic. „Við erum hér vegna eftirmála viðtalsins sem var ekki gott. Pressan er talsverð og þess vegna er ég hér. Ég hef leitað að Bojan, sent honum skilaboð og hringt. Ég vil útskýra framkomu mína en ekki biðjast afsökunar. Ég skil að hann hafi túlkað þetta á þennan hátt en ég fyrirlít rasisma. Ég bið Bojan afsökunar ef hann hefur túlkað þetta þannig en ég er ekki svona,“ sagði Andersson. „Ég fæ svona spurningar og bregst illa við. Það er mjög slæmt af mér. Þess vegna vil ég tala við Bojan.“ Landsliðsþjálfarinn hefur ekki íhugað stöðu sína og ætlar ekki að segja af sér. „Nei, nei. Við eigum góða daga og slæma. Ég átti slæman dag og gerði ekki vel. Þetta var ekki nógu gott hjá mér og mér líður illa og er svekktur út í sjálfan mig,“ sagði Andersson. Sænski boltinn EM 2024 í Þýskalandi Kynþáttafordómar Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Fleiri fréttir Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Sjá meira
Svíþjóð vann Aserbaídsjan 5-0 í gær. Úrslitin hafa þó fallið í skuggann af atviki sem átti sér stað þegar Andersson kom í viðtal til Viaplay eftir leikinn. Þar lenti hann í orðaskaki við Bojan Djordjic vegna spiltíma Jespers Karlsson. Andersson var ósáttur við spurningar Djordjic og spurði hann á móti með hverjum hann héldi sem Djordjic var ósáttur við en hann á ættir að rekja til Serbíu. Andersson gekk á endanum út úr viðtalinu. „Þetta er svo slæmt. Þú stendur þarna og ert með leiðindi eftir leik sem við unnum 5-0. Fjandi er þetta slæmt. Takk fyrir í dag,“ sagði landsliðsþjálfarinn áður en hann strunsaði burt. Andersson boðaði til blaðamannafundar í hádeginu þar sem hann reyndi að skýra mál sitt. Hann baðst samt eiginlega ekki afsökunar en sagðist hafa reynt að setja sig í samband við Djordjic. „Við erum hér vegna eftirmála viðtalsins sem var ekki gott. Pressan er talsverð og þess vegna er ég hér. Ég hef leitað að Bojan, sent honum skilaboð og hringt. Ég vil útskýra framkomu mína en ekki biðjast afsökunar. Ég skil að hann hafi túlkað þetta á þennan hátt en ég fyrirlít rasisma. Ég bið Bojan afsökunar ef hann hefur túlkað þetta þannig en ég er ekki svona,“ sagði Andersson. „Ég fæ svona spurningar og bregst illa við. Það er mjög slæmt af mér. Þess vegna vil ég tala við Bojan.“ Landsliðsþjálfarinn hefur ekki íhugað stöðu sína og ætlar ekki að segja af sér. „Nei, nei. Við eigum góða daga og slæma. Ég átti slæman dag og gerði ekki vel. Þetta var ekki nógu gott hjá mér og mér líður illa og er svekktur út í sjálfan mig,“ sagði Andersson.
Sænski boltinn EM 2024 í Þýskalandi Kynþáttafordómar Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Fleiri fréttir Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Sjá meira