Kjarkleysi eða pólitískt afturhald? Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 28. mars 2023 08:01 „Leikskólakerfið okkar er sprungið” hljómar orðið æ oftar og frá fleirum en bara starfsfólki leikskóla. Þetta er trúlegast rétt. Leikskólakerfið er sprungið. Á stöku stað er það jafnvel komið í algjört óefni eins og fréttir af skorti á leikskólaplássi og hve illa gengur að manna leikskólana hafa borið með sér undanfarin misseri. Jafnvel ár. Slík staða kom meira að segja upp í Garðabæ um tíma, þar sem hingað til hefur ekki skort plássin heldur hafa börn allt niður í 12 mánaða fengið leikskólapláss og þótt til mikillar fyrirmyndar. En hvað er til fyrirmyndar? Allt of lengi hefur leikskólinn átt undir högg að sækja þegar kemur að því að tryggja lögbundið faghlutfall starfsmanna sem þar starfa. Um langt skeið hafa fleiri leikskólakennarar leitað í störf innan grunnskólanna en grunnskólakennarar í leikskólana. Starfsumhverfi grunnskólans þykir að mörgu leyti vænlegra og eftirsóknarverðara. Á sama tíma er þrýst á um að öll börn frá 12 mánaða aldri skuli tryggð leikskóladvöl. Hér fer ekki saman hljóð og mynd mönnunarvandi leikskólans er æpandi og seint og illa þokast nokkuð til að bregðast við þeim vanda. Afleiðingarnar eru alvarlegar. Gripið er til lokana á deildum, börn eru send heim og álagið eykst á foreldra við að púsla daglegu lífi saman frá degi til dags. Sveitarfélögin bera ábyrgð Starfsaðstæður bæði í grunnskólum og leikskólum eru á hendi sveitarfélaganna. Það er hlutverk þeirra að tryggja gott starfsumhverfi í þessum mikilvægu stofnunum. Leikskólakennarar hafa lengi kallað eftir breytingum á sínu starfsumhverfi. Horft hefur verið til grunnskólans í því samhengi, þar sem dagur grunnskólabarna skiptist í tvennt. Annars vegar tíma þar sem formleg kennsla fer fram og við köllum skóla. Hins vegar frístund sem fer fram eftir skóla og tryggir börnum upp að 9 ára aldri tómstundastarf fram eftir degi. Vinnudagurinn á leikskólanum hvort heldur sem er vinnudagur starfsfólks eða barna er langur og hefur lengst. Höfum kjark til þess að breyta og bæta starfsumhverfi leikskólans Undir lok síðasta kjörtímabils lögðum við í Viðreisn í Garðabæ fram tillögu í bæjarstjórn þess efnis að farið yrði í að endurskoða starfsumhverfi leikskólans í stað þess að plástra úr sér gengið kerfi, með það að markmiði að laga það að starfsumhverfi grunnskólans. Þannig yrði leikskólaumhverfið um leið gert að meira aðlaðandi starfsvettvang kennara. Hafnarfjörður er farinn af stað í þessa vegferð og vonandi elta önnur sveitarfélög. Við viljum öll það besta fyrir börnin okkar. Þess vegna er aldrei meiri þörf en einmitt núna í miðri ringulreiðinni sem ríkir víða í leikskólamálum að grípa til aðgerða og laga til í kerfi sem ekki lengur virkar. Við þurfum að hugsa leikskóladaginn upp á nýtt og aðlaga starfsemina að raunveruleikanum í stað þess að berja hausnum við stein. Byggja upp traust fagstarf með öflugum leikskólakennurum. Öll kerfi þarfnast endurskoðunar og ganga úr sér með tíð og tíma. Líka kerfið sem leikskólinn byggir á. Höfundur er bæjarfulltrúi og oddviti Viðreisnar í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Garðabær Sara Dögg Svanhildardóttir Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
„Leikskólakerfið okkar er sprungið” hljómar orðið æ oftar og frá fleirum en bara starfsfólki leikskóla. Þetta er trúlegast rétt. Leikskólakerfið er sprungið. Á stöku stað er það jafnvel komið í algjört óefni eins og fréttir af skorti á leikskólaplássi og hve illa gengur að manna leikskólana hafa borið með sér undanfarin misseri. Jafnvel ár. Slík staða kom meira að segja upp í Garðabæ um tíma, þar sem hingað til hefur ekki skort plássin heldur hafa börn allt niður í 12 mánaða fengið leikskólapláss og þótt til mikillar fyrirmyndar. En hvað er til fyrirmyndar? Allt of lengi hefur leikskólinn átt undir högg að sækja þegar kemur að því að tryggja lögbundið faghlutfall starfsmanna sem þar starfa. Um langt skeið hafa fleiri leikskólakennarar leitað í störf innan grunnskólanna en grunnskólakennarar í leikskólana. Starfsumhverfi grunnskólans þykir að mörgu leyti vænlegra og eftirsóknarverðara. Á sama tíma er þrýst á um að öll börn frá 12 mánaða aldri skuli tryggð leikskóladvöl. Hér fer ekki saman hljóð og mynd mönnunarvandi leikskólans er æpandi og seint og illa þokast nokkuð til að bregðast við þeim vanda. Afleiðingarnar eru alvarlegar. Gripið er til lokana á deildum, börn eru send heim og álagið eykst á foreldra við að púsla daglegu lífi saman frá degi til dags. Sveitarfélögin bera ábyrgð Starfsaðstæður bæði í grunnskólum og leikskólum eru á hendi sveitarfélaganna. Það er hlutverk þeirra að tryggja gott starfsumhverfi í þessum mikilvægu stofnunum. Leikskólakennarar hafa lengi kallað eftir breytingum á sínu starfsumhverfi. Horft hefur verið til grunnskólans í því samhengi, þar sem dagur grunnskólabarna skiptist í tvennt. Annars vegar tíma þar sem formleg kennsla fer fram og við köllum skóla. Hins vegar frístund sem fer fram eftir skóla og tryggir börnum upp að 9 ára aldri tómstundastarf fram eftir degi. Vinnudagurinn á leikskólanum hvort heldur sem er vinnudagur starfsfólks eða barna er langur og hefur lengst. Höfum kjark til þess að breyta og bæta starfsumhverfi leikskólans Undir lok síðasta kjörtímabils lögðum við í Viðreisn í Garðabæ fram tillögu í bæjarstjórn þess efnis að farið yrði í að endurskoða starfsumhverfi leikskólans í stað þess að plástra úr sér gengið kerfi, með það að markmiði að laga það að starfsumhverfi grunnskólans. Þannig yrði leikskólaumhverfið um leið gert að meira aðlaðandi starfsvettvang kennara. Hafnarfjörður er farinn af stað í þessa vegferð og vonandi elta önnur sveitarfélög. Við viljum öll það besta fyrir börnin okkar. Þess vegna er aldrei meiri þörf en einmitt núna í miðri ringulreiðinni sem ríkir víða í leikskólamálum að grípa til aðgerða og laga til í kerfi sem ekki lengur virkar. Við þurfum að hugsa leikskóladaginn upp á nýtt og aðlaga starfsemina að raunveruleikanum í stað þess að berja hausnum við stein. Byggja upp traust fagstarf með öflugum leikskólakennurum. Öll kerfi þarfnast endurskoðunar og ganga úr sér með tíð og tíma. Líka kerfið sem leikskólinn byggir á. Höfundur er bæjarfulltrúi og oddviti Viðreisnar í Garðabæ.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun