Móðir sýknuð af því að sparka í og slá fimm ára son sinn Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. mars 2023 11:55 Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að ákæruvaldið hefði ekki axlað sönnunarbyrði sína. Héraðsdómur Reykjaness hefur sýknað móður af því að hafa sparkað í og slegið fimm ára gamlan son sinn. Það var þáverandi eiginmaður konunnar og faðir drengsins sem tilkynnti um málið. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum höfðaði málið gegn konunni í nóvember síðastliðnum en atvikið átti sér stað í maí 2022. Lögreglu barst tilkynning um kvöldmatarleytið mánudaginn 9. maí en á vettvangi tók eiginmaðurinn á móti lögreglu og sagði konuna hafa sparkað í son þeirra og slegið hann í síðuna. Hann hefði verið að elda og heyrt grátur í herbergi sonarins og konan í kjölfarið viðurkennt að hafa sparkað í drenginn. Við matarborðið hefði konan sest hjá honum og drengnum og slegið drenginn í síðuna, með þeim afleiðingum að hann fór að gráta. Eftir það hringdi faðirinn í Neyðarlínuna. Konan gaf skýrslu daginn eftir þar sem hún játaði að hafa byrjað að' drekka eftir að hún sótti drenginn á leikskóla. Sagðist hún hafa drukkið 200 ml af vodka. Hún sagði rifrildi hafa átt sér stað milli sín og þáverandi eiginmanns síns, sem varð til þess að hún ákvað að fara með drenginn inn í herbergi. Þar hafi þau farið í „flugvélaleik“ og hún óvart meitt hann en ekki alvarlega. Héldu þau leiknum áfram, að sögn móðurinnar. Þá sagði hún að nokkru seinna hefði hún verið að klæða drenginn í náttföt og klórað hann óvart þannig að hann fékk litla skrámu. Drengurinn hafi við þetta farið að gráta og eiginmaðurinn þá komið og spurt hvað hún væri að gera. Taldi konan hann hafa hringt í lögreglu til að hefna sín á sér. Pabbinn sagði fyrir dómi að þau hjónin hefðu verið að rífast þegar atvik áttu sér stað. Hann hefði heyrt grátur inni í herbergi og farið að athuga málið og eiginkona hans þá greint honum frá óhappinu í flugvélaleiknum. Þá sagði hann drenginn hafa farið að gráta við matarborðið og bent á skrámu og sagt að mamma hans hefði klipið sig. Faðirinn útilokaði hins vegar ekki að um óviljaverk hefði verið að ræða. Pabbinn sagði gráturinn hafa pirrað sig og því hefði hann hringt á lögreglu. Eiginkonan, þá orðin fyrrverandi, væri góð móðir og sæi eftir þessu. Barnið sagði við skýrslutöku að mamma sín hefði sparkað í sig og meitt sig með hendinni. Þá hefði hún sagst ætla að lemja hann. Hann sagði hana hafa meitt sig mörgum sinnum og lýsti því einnig að pabbi sinn hefði margoft flengt sig á bossann. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri hægt að fullyrða að framburður móðurinnar væri rangur. Þá hefði barnið greint frá því að einhver hefði sagt við hann að hann ætti að segja í skýrslutökunni: „Að lemja mig“. Ekkert vitni hefði lýst því fyrir dómi að ákærða hefði sparkað í og slegið brotaþola líkt og henni væri gefið að sök í ákæru. Þá yrði ekki afdráttarlaust ráðið af framburði drengsins að ákærða hefði sparkað í hann og slegið. Gegn eindreginni neitun ákærðu og með hliðsjón af öðrum atriðum málsins yrði að teljast varhugavert að telja sannað, svo hafið væri yfir skynsamlegan vafa, að ákærða hefði gerst sek um þá háttsemi sem henni hefði verið gefin að sök. Ákæruvaldið hefði ekki axlað sönnunarbyrði sína. Reykjanesbær Ofbeldi gegn börnum Dómsmál Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum höfðaði málið gegn konunni í nóvember síðastliðnum en atvikið átti sér stað í maí 2022. Lögreglu barst tilkynning um kvöldmatarleytið mánudaginn 9. maí en á vettvangi tók eiginmaðurinn á móti lögreglu og sagði konuna hafa sparkað í son þeirra og slegið hann í síðuna. Hann hefði verið að elda og heyrt grátur í herbergi sonarins og konan í kjölfarið viðurkennt að hafa sparkað í drenginn. Við matarborðið hefði konan sest hjá honum og drengnum og slegið drenginn í síðuna, með þeim afleiðingum að hann fór að gráta. Eftir það hringdi faðirinn í Neyðarlínuna. Konan gaf skýrslu daginn eftir þar sem hún játaði að hafa byrjað að' drekka eftir að hún sótti drenginn á leikskóla. Sagðist hún hafa drukkið 200 ml af vodka. Hún sagði rifrildi hafa átt sér stað milli sín og þáverandi eiginmanns síns, sem varð til þess að hún ákvað að fara með drenginn inn í herbergi. Þar hafi þau farið í „flugvélaleik“ og hún óvart meitt hann en ekki alvarlega. Héldu þau leiknum áfram, að sögn móðurinnar. Þá sagði hún að nokkru seinna hefði hún verið að klæða drenginn í náttföt og klórað hann óvart þannig að hann fékk litla skrámu. Drengurinn hafi við þetta farið að gráta og eiginmaðurinn þá komið og spurt hvað hún væri að gera. Taldi konan hann hafa hringt í lögreglu til að hefna sín á sér. Pabbinn sagði fyrir dómi að þau hjónin hefðu verið að rífast þegar atvik áttu sér stað. Hann hefði heyrt grátur inni í herbergi og farið að athuga málið og eiginkona hans þá greint honum frá óhappinu í flugvélaleiknum. Þá sagði hann drenginn hafa farið að gráta við matarborðið og bent á skrámu og sagt að mamma hans hefði klipið sig. Faðirinn útilokaði hins vegar ekki að um óviljaverk hefði verið að ræða. Pabbinn sagði gráturinn hafa pirrað sig og því hefði hann hringt á lögreglu. Eiginkonan, þá orðin fyrrverandi, væri góð móðir og sæi eftir þessu. Barnið sagði við skýrslutöku að mamma sín hefði sparkað í sig og meitt sig með hendinni. Þá hefði hún sagst ætla að lemja hann. Hann sagði hana hafa meitt sig mörgum sinnum og lýsti því einnig að pabbi sinn hefði margoft flengt sig á bossann. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri hægt að fullyrða að framburður móðurinnar væri rangur. Þá hefði barnið greint frá því að einhver hefði sagt við hann að hann ætti að segja í skýrslutökunni: „Að lemja mig“. Ekkert vitni hefði lýst því fyrir dómi að ákærða hefði sparkað í og slegið brotaþola líkt og henni væri gefið að sök í ákæru. Þá yrði ekki afdráttarlaust ráðið af framburði drengsins að ákærða hefði sparkað í hann og slegið. Gegn eindreginni neitun ákærðu og með hliðsjón af öðrum atriðum málsins yrði að teljast varhugavert að telja sannað, svo hafið væri yfir skynsamlegan vafa, að ákærða hefði gerst sek um þá háttsemi sem henni hefði verið gefin að sök. Ákæruvaldið hefði ekki axlað sönnunarbyrði sína.
Reykjanesbær Ofbeldi gegn börnum Dómsmál Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira