„Ótrúlega stoltur af strákunum og hvernig þeir svöruðu fyrir tapið gegn Bosníu“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. mars 2023 18:46 Landsliðsþjálfarinn Arnar Þór Viðarsson var eðlilega ánægður með sína menn eftir 7-0 sigur gegn Liechtenstein í dag. Alex Nicodim/NurPhoto via Getty Images „Það er alveg jafn gaman að vinna 7-0 eins og það er leiðinlegt að tapa,“ sagði landsliðsþjálfarinn Arnar Þór Viðarsson eftir öruggan sigur íslenska karlalandsliðsins í fótbolta gegn Liechtenstein í dag. „Ég er bara ótrúlega stoltur af strákunum og hvernig þeir svöruðu tapinu gegn Bosníu hér í dag,“ bætti Arnar við, en eins og flestir kannski muna mátti íslenska liðið þola 3-0 tap gegn Bosníu síðastliðinn fimmtudag. „Hann hættir ekkert“ Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson stal fyrirsögnunum í leik dagsins, en þrátt fyrir að leika í miðverði skoraði Aron þrennu, ásamt því að leggja upp eitt mark til viðbótar. Fyrir leikinn hafði hann skorað tvö mörk fyrir íslenska landsliðið, en fjöldi landsliðsmarka jókst um 150 prósent í dag. „Þó hann hefði ekki skorað neitt þá væri hann enn þá mjög mikilvægur fyrir okkur. Eins og ég sagði á blaðamannafundinum í gær þá er hann rosalega mikilvægur fyrir þennan hóp. Það eru margir efnilegir leikmenn í liðinu sem þurfa að læra hvernig þeir eiga að haga sér innan vallar sem utan og hann er besti kennarinn í því.“ „Það að hann hafi skorað síðan þrjú segir líka svolítið mikið um hann. Hann hættir ekkert. Hann vill næsta og næsa. Ég hrósaði honum mikið fyrir leik, en ég veit ekki hvar ég á að finna orðin til að hrósa honum fyrir þennan.“ Mikilvægt að skora snemma Það var ljóst frá fyrstu mínútu að liðsmenn Liechtenstein höfðu engan áhuga á því að halda boltanum innan liðsins og íslenska liðið þurfti því að mæta þéttum varnarmúr heimamanna. Davíð Kristján Ólafsson kom íslenska liðinu þó yfir strax á þriðju mínútu með marki sem fór af varnarmanni og Arnar segir að það hafi verið gríðarlega mikilvægt. „Við töluðum um það að við þyrftum að halda tempóinu háu á boltanum og að við þyrftum að pressa vel og spila okkar leik. Það er voðalega auðvelt að falla í þá gryfju að falla niður á þeirra tempó og spila þeirra leik, en við gerðum það ekki og ég er rosalega ánægður með það.“ „Það að eldri leikmennirnir sem tóku þetta verkefni að sér í fyrri hálfleik að halda þessu tempói og þessari pressu svona hátt þeir búa til aðeins auðveldari leið í seinni hálfleik. En svo þegar við sjáum þessa ungu drengi koma inn í seinni hálfleik þá sjáum við hvað þeir eru rosalega góðir í fótbolta og hvað tempóið er hátt á boltanum. Þeir eru góðir að spila á milli línanna og halda boltanum vel og á réttum augnablikum ráðast þeir á andstæðinginn. Fyrir mér er það góðs viti til fyrir framtíðina.“ „Við þurfum bara að læra af leiknum á fimmtudaginn og taka það sem er gott í dag með okkur og reyna að búa til eina góða köku fyrir júnigluggann.“ Klippa: Arnar Þór Viðarsson eftir sigurinn gegn Liechtenstein Eðlilegar gagnrýnisraddir eftir tapið gegn Bosníu Í þessum landsleikjaglugga vann Ísland því einn leik og tapaði einum. Eftir 3-0 tap gegn Bosníu heyrðust ýmsar gagnrýnisraddir, en Arnar segir það eðlilegt eftir jafn slæman leik og Ísland sýndi þá. „Ég er þannig lagað ánægður með ferðina, en við erum auðvitað hundfúlir með þennan leik á móti Bosníu og eftir þann leik er bara eðlilegt að það sé gagnrýni. En aftur, við verðum bara að læra af því og spýta í lófana og verða enn þá betri sem fyrst.“ Þá segist Arnar taka gagnrýnina að einhverju leyti inn á sig. „Öll gagnrýni er strembin, að sjálfsögðu. Ég ætla ekkert að standa hérna og ljúga að þér að þetta taki ekkert á. En það er bara hluti mínu sem þjálfari að reyna að standa undir því og halda áfram að vinna þá vinnu sem við lögðum upp með fyrir tveimur árum að reyna að búa til nýtt lið og ná aftur inn á lokamót og nýjum hæðum. Ég er bara bjartsýnn að við náum því, en jú, auðvitað er hundleiðinlegt að fá gagnrýni,“ sagði landsliðsþjálfarinn að lokum. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir „Mikilvægt í svona leikjum að skora mark snemma“ Jón Dagur Þorsteinsson átti góðan leik fyrir íslenska landsliðið þegar liðið vann stórsigur á Liechtenstein í undankeppni EM í dag 26. mars 2023 18:45 Einkunnir úr sigrinum gegn Liechtenstein: Margir góðir en Aron og Jón Dagur báru af Íslenska karlalandsliðið í fótbolta vann vægast sagt öruggan 7-0 sigur er liðið heimsótti Liechtenstein í Vaduz í undankeppni EM 2024 í dag. Eftir að hafa aðeins skorað tvö mörk í fyrri hálfleik opnuðust flóðgáttirnar í þeim síðari og margir leikmenn íslenska liðsins geta gengið sáttir frá borði. 26. mars 2023 18:10 Stuð á Twitter: „Heyrist lítið í haters núna“ Venju samkvæmt var fólk duglegt að ræða landsleikinn á Twitter og jákvæðnin réð ríkjum aldrei þessu vant. 26. mars 2023 18:06 Umfjöllun: Liechtenstein - Ísland 0-7 | Fyrirliðinn gerði þrennu í markasúpu Ísland svaraði fyrir tapið gegn Bosníu með 0-7 sigri gegn Liechtenstein. Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands, gerði þrennu. Davíð Kristján, Hákon Arnar og Mikael Egill skoruðu allir sitt fyrsta landsliðsmark. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 26. mars 2023 17:55 Mest lesið Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sævar Atli kom Brann í 2-0 en það dugði ekki til sigurs Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Rautt spjald og skellur í Íslendingaslag Sjá meira
„Ég er bara ótrúlega stoltur af strákunum og hvernig þeir svöruðu tapinu gegn Bosníu hér í dag,“ bætti Arnar við, en eins og flestir kannski muna mátti íslenska liðið þola 3-0 tap gegn Bosníu síðastliðinn fimmtudag. „Hann hættir ekkert“ Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson stal fyrirsögnunum í leik dagsins, en þrátt fyrir að leika í miðverði skoraði Aron þrennu, ásamt því að leggja upp eitt mark til viðbótar. Fyrir leikinn hafði hann skorað tvö mörk fyrir íslenska landsliðið, en fjöldi landsliðsmarka jókst um 150 prósent í dag. „Þó hann hefði ekki skorað neitt þá væri hann enn þá mjög mikilvægur fyrir okkur. Eins og ég sagði á blaðamannafundinum í gær þá er hann rosalega mikilvægur fyrir þennan hóp. Það eru margir efnilegir leikmenn í liðinu sem þurfa að læra hvernig þeir eiga að haga sér innan vallar sem utan og hann er besti kennarinn í því.“ „Það að hann hafi skorað síðan þrjú segir líka svolítið mikið um hann. Hann hættir ekkert. Hann vill næsta og næsa. Ég hrósaði honum mikið fyrir leik, en ég veit ekki hvar ég á að finna orðin til að hrósa honum fyrir þennan.“ Mikilvægt að skora snemma Það var ljóst frá fyrstu mínútu að liðsmenn Liechtenstein höfðu engan áhuga á því að halda boltanum innan liðsins og íslenska liðið þurfti því að mæta þéttum varnarmúr heimamanna. Davíð Kristján Ólafsson kom íslenska liðinu þó yfir strax á þriðju mínútu með marki sem fór af varnarmanni og Arnar segir að það hafi verið gríðarlega mikilvægt. „Við töluðum um það að við þyrftum að halda tempóinu háu á boltanum og að við þyrftum að pressa vel og spila okkar leik. Það er voðalega auðvelt að falla í þá gryfju að falla niður á þeirra tempó og spila þeirra leik, en við gerðum það ekki og ég er rosalega ánægður með það.“ „Það að eldri leikmennirnir sem tóku þetta verkefni að sér í fyrri hálfleik að halda þessu tempói og þessari pressu svona hátt þeir búa til aðeins auðveldari leið í seinni hálfleik. En svo þegar við sjáum þessa ungu drengi koma inn í seinni hálfleik þá sjáum við hvað þeir eru rosalega góðir í fótbolta og hvað tempóið er hátt á boltanum. Þeir eru góðir að spila á milli línanna og halda boltanum vel og á réttum augnablikum ráðast þeir á andstæðinginn. Fyrir mér er það góðs viti til fyrir framtíðina.“ „Við þurfum bara að læra af leiknum á fimmtudaginn og taka það sem er gott í dag með okkur og reyna að búa til eina góða köku fyrir júnigluggann.“ Klippa: Arnar Þór Viðarsson eftir sigurinn gegn Liechtenstein Eðlilegar gagnrýnisraddir eftir tapið gegn Bosníu Í þessum landsleikjaglugga vann Ísland því einn leik og tapaði einum. Eftir 3-0 tap gegn Bosníu heyrðust ýmsar gagnrýnisraddir, en Arnar segir það eðlilegt eftir jafn slæman leik og Ísland sýndi þá. „Ég er þannig lagað ánægður með ferðina, en við erum auðvitað hundfúlir með þennan leik á móti Bosníu og eftir þann leik er bara eðlilegt að það sé gagnrýni. En aftur, við verðum bara að læra af því og spýta í lófana og verða enn þá betri sem fyrst.“ Þá segist Arnar taka gagnrýnina að einhverju leyti inn á sig. „Öll gagnrýni er strembin, að sjálfsögðu. Ég ætla ekkert að standa hérna og ljúga að þér að þetta taki ekkert á. En það er bara hluti mínu sem þjálfari að reyna að standa undir því og halda áfram að vinna þá vinnu sem við lögðum upp með fyrir tveimur árum að reyna að búa til nýtt lið og ná aftur inn á lokamót og nýjum hæðum. Ég er bara bjartsýnn að við náum því, en jú, auðvitað er hundleiðinlegt að fá gagnrýni,“ sagði landsliðsþjálfarinn að lokum.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir „Mikilvægt í svona leikjum að skora mark snemma“ Jón Dagur Þorsteinsson átti góðan leik fyrir íslenska landsliðið þegar liðið vann stórsigur á Liechtenstein í undankeppni EM í dag 26. mars 2023 18:45 Einkunnir úr sigrinum gegn Liechtenstein: Margir góðir en Aron og Jón Dagur báru af Íslenska karlalandsliðið í fótbolta vann vægast sagt öruggan 7-0 sigur er liðið heimsótti Liechtenstein í Vaduz í undankeppni EM 2024 í dag. Eftir að hafa aðeins skorað tvö mörk í fyrri hálfleik opnuðust flóðgáttirnar í þeim síðari og margir leikmenn íslenska liðsins geta gengið sáttir frá borði. 26. mars 2023 18:10 Stuð á Twitter: „Heyrist lítið í haters núna“ Venju samkvæmt var fólk duglegt að ræða landsleikinn á Twitter og jákvæðnin réð ríkjum aldrei þessu vant. 26. mars 2023 18:06 Umfjöllun: Liechtenstein - Ísland 0-7 | Fyrirliðinn gerði þrennu í markasúpu Ísland svaraði fyrir tapið gegn Bosníu með 0-7 sigri gegn Liechtenstein. Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands, gerði þrennu. Davíð Kristján, Hákon Arnar og Mikael Egill skoruðu allir sitt fyrsta landsliðsmark. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 26. mars 2023 17:55 Mest lesið Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sævar Atli kom Brann í 2-0 en það dugði ekki til sigurs Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Rautt spjald og skellur í Íslendingaslag Sjá meira
„Mikilvægt í svona leikjum að skora mark snemma“ Jón Dagur Þorsteinsson átti góðan leik fyrir íslenska landsliðið þegar liðið vann stórsigur á Liechtenstein í undankeppni EM í dag 26. mars 2023 18:45
Einkunnir úr sigrinum gegn Liechtenstein: Margir góðir en Aron og Jón Dagur báru af Íslenska karlalandsliðið í fótbolta vann vægast sagt öruggan 7-0 sigur er liðið heimsótti Liechtenstein í Vaduz í undankeppni EM 2024 í dag. Eftir að hafa aðeins skorað tvö mörk í fyrri hálfleik opnuðust flóðgáttirnar í þeim síðari og margir leikmenn íslenska liðsins geta gengið sáttir frá borði. 26. mars 2023 18:10
Stuð á Twitter: „Heyrist lítið í haters núna“ Venju samkvæmt var fólk duglegt að ræða landsleikinn á Twitter og jákvæðnin réð ríkjum aldrei þessu vant. 26. mars 2023 18:06
Umfjöllun: Liechtenstein - Ísland 0-7 | Fyrirliðinn gerði þrennu í markasúpu Ísland svaraði fyrir tapið gegn Bosníu með 0-7 sigri gegn Liechtenstein. Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands, gerði þrennu. Davíð Kristján, Hákon Arnar og Mikael Egill skoruðu allir sitt fyrsta landsliðsmark. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 26. mars 2023 17:55
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki