„Skammist ykkar“ segja dönsku blöðin eftir ótrúlegt tap Dana Smári Jökull Jónsson skrifar 26. mars 2023 15:41 Danir unnu Finna á fimmtudag en runnu heldur betur á rassinn í Kasakstan í dag. Vísir/Getty Ansi óvænt úrslit urðu í undankeppni Evrópumótsins í knattspyrnu í dag þegar Danir töpuðu á útivelli gegn Kasakstan. Danir komust í 2-0 í leiknum en misstu niður forystuna á síðustu sextán mínútum leiksins. Danir byrjuðu undankeppni Evrópumótsins vel á fimmtudag þegar liðið lagði Finnland að velli í Kaupmannahöfn. Ungstirnið Rasmus Hojlund skoraði þá öll mörkin í 3-1 sigri og hann var á skotskónum í dag sömuleiðis. Hojlund kom Dönum í 2-0 í fyrri hálfleik og fátt leit út fyrir annað en að Danir myndu vinna þægilegan sigur í Kasakstan. Á 73. mínútu skoraði hins vegar Bakhtiyor Zaynutdinov úr víti fyrir heimamenn og gaf þeim von. Askhat Tagybergen jafnaði svo metin fjórum mínútum fyrir leikslok og ótrúleg endurkoma Kasaka var fullkomnuð einni mínútu fyrir leikslok þegar Abat Aimbetov skoraði sigurmark heimamanna. Ekstrabladet/Skjáskot Lokatölur 3-2 og það er óhætt að segja að þessi úrslit hafi farið öfugt ofan í danska fjölmiðla því fyrirsagnir þeirra eru ansi harðar. „Risastórt fíaskó- Þvílíkt niðurbrot - Vandræðalegt og niðurlægjandi,“ skrifar Ekstrabladet og Tipsbladet segir leikmönnum liðsins að skammast sín og gefur tveimur leikmönnum liðsins, þeim Christian Norgaard og Pierre-Emile Hojberg núll bolta af sex í einkunn. Þeir leika báðir í ensku úrvalsdeildinni. „Allt fór í vaskinn í síðari hálfleik og á því ber Hjulmand ábyrgð. Hjulmand brást við með þrefaldri skiptingu á 65. mínútu en frammistaðan varð ekki betri. Lið Danmerkur hrundi algjörlega og sem leiðtogi og þjálfari lendir örin á honum þegar niðurstaðan er stærsta fíaskóið í mörg ár,“ er umsögnin sem þjálfarinn Kasper Hjulmand fær en hann hefur verið við stjórnvölinn hjá liðinu síðan árið 2020. Danir eru í H-riðli undankeppninnar ásamt Slóveníu, Norður-Írlandi, Finnum og San Marinó. Fyrirfram var búist við að Danir færu auðveldlega upp úr riðlinum en tapið í Kasakstan setur heldur betur strik í reikninginn. EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Sjá meira
Danir byrjuðu undankeppni Evrópumótsins vel á fimmtudag þegar liðið lagði Finnland að velli í Kaupmannahöfn. Ungstirnið Rasmus Hojlund skoraði þá öll mörkin í 3-1 sigri og hann var á skotskónum í dag sömuleiðis. Hojlund kom Dönum í 2-0 í fyrri hálfleik og fátt leit út fyrir annað en að Danir myndu vinna þægilegan sigur í Kasakstan. Á 73. mínútu skoraði hins vegar Bakhtiyor Zaynutdinov úr víti fyrir heimamenn og gaf þeim von. Askhat Tagybergen jafnaði svo metin fjórum mínútum fyrir leikslok og ótrúleg endurkoma Kasaka var fullkomnuð einni mínútu fyrir leikslok þegar Abat Aimbetov skoraði sigurmark heimamanna. Ekstrabladet/Skjáskot Lokatölur 3-2 og það er óhætt að segja að þessi úrslit hafi farið öfugt ofan í danska fjölmiðla því fyrirsagnir þeirra eru ansi harðar. „Risastórt fíaskó- Þvílíkt niðurbrot - Vandræðalegt og niðurlægjandi,“ skrifar Ekstrabladet og Tipsbladet segir leikmönnum liðsins að skammast sín og gefur tveimur leikmönnum liðsins, þeim Christian Norgaard og Pierre-Emile Hojberg núll bolta af sex í einkunn. Þeir leika báðir í ensku úrvalsdeildinni. „Allt fór í vaskinn í síðari hálfleik og á því ber Hjulmand ábyrgð. Hjulmand brást við með þrefaldri skiptingu á 65. mínútu en frammistaðan varð ekki betri. Lið Danmerkur hrundi algjörlega og sem leiðtogi og þjálfari lendir örin á honum þegar niðurstaðan er stærsta fíaskóið í mörg ár,“ er umsögnin sem þjálfarinn Kasper Hjulmand fær en hann hefur verið við stjórnvölinn hjá liðinu síðan árið 2020. Danir eru í H-riðli undankeppninnar ásamt Slóveníu, Norður-Írlandi, Finnum og San Marinó. Fyrirfram var búist við að Danir færu auðveldlega upp úr riðlinum en tapið í Kasakstan setur heldur betur strik í reikninginn.
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Sjá meira