Ferðamenn áhyggjuefni í skyndilegri vetrarfærð Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 26. mars 2023 13:02 Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur hjá Vegagerðinni og Bliku. Vísir Vegagerðin hefur áhyggjur af ferðamönnum á Suðurlandi vegna slæms skyggnis og snjókomu. Á Suðurlandi snjóaði duglega í morgun en bakkinn hefur færst austur eftir Suðurströndinni í dag. Gular viðvaranir eru nú í gildi á Suðurlandi, Suðausturlandi og á Austurlandi. Töluverður fjöldi ferðamanna er nú á landinu, sem flestir áttu líklega í litlum vandræðum með akstur í blíðunni í gær. Vetrarfærðin í dag er annað mál. Suðurlandið vinsælt „Það er eitt af því sem er áhyggjuefni í færðinni, sérstaklega eftir að veður hefur tekið að skána. Það hefur reyndar ríkt vetrarástand fram undir þetta, þannig að við erum alveg búin við öllu má segja. En ferðamennskan og sérstaklega erlendu ferðamennirnir þeir eru margir þessa dagana. Þeir eru voða mikið á Suðurlandi.“ „Það hefur bara sýnt sig að þeir eru að ferðast frá höfuðborgarsvæðinu og hérna austur með. Það er enn sem komið er ekki mikið af almennu ferðafólki á Austurlandi og Norðurlandi þannig að hvað ferðafólkið áhrærir þá er einkum verið að horfa á Suðurland,“ segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur hjá Vegagerðinni. Hætt við almennri ófærð á Austurlandi Hann segir að snjókoman verði þéttust fyrir austan Vík og upp að Skaftafelli. Versta veðrið verði líklega á Austurlandi í kvöld en þá megi gera ráð fyrir hálfgerðu hríðarveðri og mögulegri ófærð. „Það er bakki sem er á austurleið. Það er hins vegar ágætisvetrarveður annars staðar á landinu og sólin skín eins og hún gerði í gær. En það er hins vegar útlit fyrir að það geri hálfgert hríðarveður austanlands seint í kvöld. Þetta er smálægð hérna fyrir sunnan landið sem er að dýpka og vegna hennar er spáð austanátt og upp undir storm á Austfjörðum og þar snjókomu. Það er hætt við að það verði almenn ófærð á Austurlandi út af þessu.“ Á Suðurlandi megi þó hins vegar gera ráð fyrir því að vegir standi opnir. „Það hefur ekki verið talað um lokanir. Á meðan tækin eru á förum og halda hlutunum í horfi þá á þetta að ganga upp. En maður veit aldrei hvort það verði óhöpp eða útafkeyrslur - hvað getur gerst. Þá geti vegirnir lokast af sjálfum sér. Það eru hlutir sem ómögulegt er að spá í.“ Veður Ferðamennska á Íslandi Færð á vegum Tengdar fréttir Allt á kafi á Selfossi: „Eruð þið ekki að grínast?“ Íbúar á Selfossi, og reyndar víðar á Suðurlandi, vöknuðu við töluverðan snjó í morgun. Gul viðvörun er í gildi fram á kvöld og gert er ráð fyrir samgöngutruflunum vegna snjókomu. 26. mars 2023 09:55 Gular viðvaranir á næsta leiti Gular viðvaranir taka gildi á Suðurlandi, Austfjörðum og Suðausturlandi á morgun. 25. mars 2023 21:55 Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Gular viðvaranir eru nú í gildi á Suðurlandi, Suðausturlandi og á Austurlandi. Töluverður fjöldi ferðamanna er nú á landinu, sem flestir áttu líklega í litlum vandræðum með akstur í blíðunni í gær. Vetrarfærðin í dag er annað mál. Suðurlandið vinsælt „Það er eitt af því sem er áhyggjuefni í færðinni, sérstaklega eftir að veður hefur tekið að skána. Það hefur reyndar ríkt vetrarástand fram undir þetta, þannig að við erum alveg búin við öllu má segja. En ferðamennskan og sérstaklega erlendu ferðamennirnir þeir eru margir þessa dagana. Þeir eru voða mikið á Suðurlandi.“ „Það hefur bara sýnt sig að þeir eru að ferðast frá höfuðborgarsvæðinu og hérna austur með. Það er enn sem komið er ekki mikið af almennu ferðafólki á Austurlandi og Norðurlandi þannig að hvað ferðafólkið áhrærir þá er einkum verið að horfa á Suðurland,“ segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur hjá Vegagerðinni. Hætt við almennri ófærð á Austurlandi Hann segir að snjókoman verði þéttust fyrir austan Vík og upp að Skaftafelli. Versta veðrið verði líklega á Austurlandi í kvöld en þá megi gera ráð fyrir hálfgerðu hríðarveðri og mögulegri ófærð. „Það er bakki sem er á austurleið. Það er hins vegar ágætisvetrarveður annars staðar á landinu og sólin skín eins og hún gerði í gær. En það er hins vegar útlit fyrir að það geri hálfgert hríðarveður austanlands seint í kvöld. Þetta er smálægð hérna fyrir sunnan landið sem er að dýpka og vegna hennar er spáð austanátt og upp undir storm á Austfjörðum og þar snjókomu. Það er hætt við að það verði almenn ófærð á Austurlandi út af þessu.“ Á Suðurlandi megi þó hins vegar gera ráð fyrir því að vegir standi opnir. „Það hefur ekki verið talað um lokanir. Á meðan tækin eru á förum og halda hlutunum í horfi þá á þetta að ganga upp. En maður veit aldrei hvort það verði óhöpp eða útafkeyrslur - hvað getur gerst. Þá geti vegirnir lokast af sjálfum sér. Það eru hlutir sem ómögulegt er að spá í.“
Veður Ferðamennska á Íslandi Færð á vegum Tengdar fréttir Allt á kafi á Selfossi: „Eruð þið ekki að grínast?“ Íbúar á Selfossi, og reyndar víðar á Suðurlandi, vöknuðu við töluverðan snjó í morgun. Gul viðvörun er í gildi fram á kvöld og gert er ráð fyrir samgöngutruflunum vegna snjókomu. 26. mars 2023 09:55 Gular viðvaranir á næsta leiti Gular viðvaranir taka gildi á Suðurlandi, Austfjörðum og Suðausturlandi á morgun. 25. mars 2023 21:55 Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Allt á kafi á Selfossi: „Eruð þið ekki að grínast?“ Íbúar á Selfossi, og reyndar víðar á Suðurlandi, vöknuðu við töluverðan snjó í morgun. Gul viðvörun er í gildi fram á kvöld og gert er ráð fyrir samgöngutruflunum vegna snjókomu. 26. mars 2023 09:55
Gular viðvaranir á næsta leiti Gular viðvaranir taka gildi á Suðurlandi, Austfjörðum og Suðausturlandi á morgun. 25. mars 2023 21:55