Eyjakonur tryggðu sér deildarmeistaratitilinn Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. mars 2023 17:42 Eyjakonur fögnuðu deildarmeistaratitlinum vel og innilega með stuðningsfólki sínu. ÍBV Handbolti ÍBV er deildarmeistari í Olís-deild kvenna í handbolta eftir öruggan 14 marka sigur gegn Selfyssingum í Suðurlandsslag í dag, 41-27. Þetta er annar titill Eyjakvenna á stuttum tíma, en liðið tryggði sér bikarmeistaratitilinn með sigri gegn Val á dögunum. ÍBV hefur verið lang heitasta lið deildarinnar undanfarna mánuði og er vel að titlinum komið, en liðið hefur nú unnið tuttugu leiki í röð í öllum keppnum. Eyjakonur byrjuðu leikinn af miklum krafti og náðu fljótt up fjögurra marka forskoti. Þær hleyptu Selfyssingum í raun aldrei inn í leikinn eftir það þrátt fyrir að gestirnir hafi hangið í ÍBV framan af fyrri hálfleik. Eyjakonur leiddu þó með sex mörkum þegar liðin gengu til búningsherbergja, staðan 21-15. Selfyssingar voru svo aldrei nálægt því að ógna forskoti heimakvenna í síðari hálfleik og þegar rúmar tuttugu mínútur voru enn eftir til leiksloka náðu Eyjakonur tíu marka forskoti. Sá munur átti bara eftir að aukast og niðurstaðan varð öruggur 14 marka sigur ÍBV, 41-27. Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir var markahæst í liði ÍBV með 11 mörk gegn uppeldisfélagi sínu, en Katla María Magnúsdóttir var markahæsti leikmaður vallarins með 14 mörk fyrir Selfyssinga. Á sama tíma vann Valur góðan sjö marka sigur gegn HK, 21-28, en Valskonur þurftu að treysta á að Selfyssingar næðu að stela stigi af ÍBV til að halda enn í vonina um deildarmeistaratitilinn. Sigurður: Þetta er risatitill Sigurður Bragason var erðlilega kátur í leikslok.Vísir/Diego „Ég er rosa stoltur,” sagði Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV og nýkrýndur deildarmeistari. „Ég er stoltur af teyminu, stoltur af stelpunum, stoltur af fólkinu. Maður er meyr. Þetta er stór bikar. Það segja þjálfarar sem verða deildarmeistarar á meðan hinir segja að þetta skipti engu máli. Þetta er risa titill. Við erum ekki búnar að tapa síðan í október sem er rosalegt afrek. Ég er yfir mig glaður og verð glaður á eftir.” „Það er hægt að fara í svona verkefni með daufa stemningu en þær voru allar ákveðnar að njóta dagsins. Að brosa var grunnreglan, eins í bridds landsliðinu í gamla daga. Hún smitar svo rosalega. Ég ætla að leyfa þeim að taka aðeins á því í kvöld en svo er ein dolla eftir og það er sú stóra. Við erum ekkert hættar.” „Þetta er ákveðinn núllpunktur. Nú byrja allir jafnt og allir klárir en við verðum þarna í baráttunni, pottþétt,” sagði sigurreifur Sigurður. Handbolti Olís-deild kvenna ÍBV UMF Selfoss Vestmannaeyjar Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Sjá meira
Þetta er annar titill Eyjakvenna á stuttum tíma, en liðið tryggði sér bikarmeistaratitilinn með sigri gegn Val á dögunum. ÍBV hefur verið lang heitasta lið deildarinnar undanfarna mánuði og er vel að titlinum komið, en liðið hefur nú unnið tuttugu leiki í röð í öllum keppnum. Eyjakonur byrjuðu leikinn af miklum krafti og náðu fljótt up fjögurra marka forskoti. Þær hleyptu Selfyssingum í raun aldrei inn í leikinn eftir það þrátt fyrir að gestirnir hafi hangið í ÍBV framan af fyrri hálfleik. Eyjakonur leiddu þó með sex mörkum þegar liðin gengu til búningsherbergja, staðan 21-15. Selfyssingar voru svo aldrei nálægt því að ógna forskoti heimakvenna í síðari hálfleik og þegar rúmar tuttugu mínútur voru enn eftir til leiksloka náðu Eyjakonur tíu marka forskoti. Sá munur átti bara eftir að aukast og niðurstaðan varð öruggur 14 marka sigur ÍBV, 41-27. Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir var markahæst í liði ÍBV með 11 mörk gegn uppeldisfélagi sínu, en Katla María Magnúsdóttir var markahæsti leikmaður vallarins með 14 mörk fyrir Selfyssinga. Á sama tíma vann Valur góðan sjö marka sigur gegn HK, 21-28, en Valskonur þurftu að treysta á að Selfyssingar næðu að stela stigi af ÍBV til að halda enn í vonina um deildarmeistaratitilinn. Sigurður: Þetta er risatitill Sigurður Bragason var erðlilega kátur í leikslok.Vísir/Diego „Ég er rosa stoltur,” sagði Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV og nýkrýndur deildarmeistari. „Ég er stoltur af teyminu, stoltur af stelpunum, stoltur af fólkinu. Maður er meyr. Þetta er stór bikar. Það segja þjálfarar sem verða deildarmeistarar á meðan hinir segja að þetta skipti engu máli. Þetta er risa titill. Við erum ekki búnar að tapa síðan í október sem er rosalegt afrek. Ég er yfir mig glaður og verð glaður á eftir.” „Það er hægt að fara í svona verkefni með daufa stemningu en þær voru allar ákveðnar að njóta dagsins. Að brosa var grunnreglan, eins í bridds landsliðinu í gamla daga. Hún smitar svo rosalega. Ég ætla að leyfa þeim að taka aðeins á því í kvöld en svo er ein dolla eftir og það er sú stóra. Við erum ekkert hættar.” „Þetta er ákveðinn núllpunktur. Nú byrja allir jafnt og allir klárir en við verðum þarna í baráttunni, pottþétt,” sagði sigurreifur Sigurður.
Handbolti Olís-deild kvenna ÍBV UMF Selfoss Vestmannaeyjar Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Sjá meira