Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KA 4. sæti Bestu deildar karla í sumar. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir að venju fyrir um gengi liðanna í Bestu deild karla með árlegri spá sinni fyrir mótið. Keppni í deildinni hefst með heilli umferð á annan í páskum, mánudaginn 10. apríl. Breiðablik á titil að verja en liðið varð Íslandsmeistari í annað sinn í fyrra. Íþróttadeild spáir KA 4. sæti Bestu deildarinnar í sumar og Akureyringar endi tveimur sætum neðar en á síðasta tímabili. KA átti frábært tímabil í fyrra. Með Nökkva Þey Þórisson í broddi fylkingar spiluðu KA-menn góðan og árangursríkan fótbolta sem skilaði þeim 2. sæti. Það er næstbesti árangur í sögu KA og vegna hans spilar liðið í Evrópukeppni í sumar, í fyrsta sinn í tuttugu ár. Arnar Grétarsson hætti hjá KA áður en síðasta tímabili lauk og Hallgrímur Jónasson, sem hafði verið aðstoðarþjálfari, tók við. Það þurfti ekki að koma neinum á óvart enda Hallgrímur í miklum metum fyrir norðan. Hallgrímur Jónasson er að hefja sitt fyrsta tímabil sem þjálfari í meistaraflokki.vísir/hulda margrét Þrátt fyrir að vera búnir að missa Nökkva bæta KA-menn brattir til leiks og hafa trú á því að þeir geti barist um titilinn, þótt fáir utan Akureyrar séu sammála því mati. En það væri skrítið að stefna á annað en Íslandsmeistaratitilinn tímabilið eftir að hafa lent í 2. sæti. Til að hjálpa sér í þeirri baráttu hefur KA sótt liðsstyrk til Noregs og Færeyja auk þess sem Harley Willard færði sig um set innan bæjarins. Stærsta spurningarmerkið er hvort KA geti fyllt skarð Nökkva. Afar takmarkaðar líkur eru á að einn maður geri það en samtakamáttur nokkurra miðjumanna og framherja getur fleytt þeim gulu og bláu langt. Svona var síðasta sumar í tölum Væntingarstuðullinn: Enduðu fimm sætum ofar en þeim var spáð (7. sæti) í árlegri spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna fyrir mót. - Sumarið 2022 eftir mánuðum: Apríl: 100 prósent stiga í húsi (6 af 6) Maí: 56 prósent stiga í húsi (10 af 18) Júní: 17 prósent stiga í húsi (1 af 6) Júlí: 83 prósent stiga í húsi (10 af 12) Ágúst: 60 prósent stiga í húsi (9 af 15) September: 78 prósent stiga í húsi (7 af 9) Október: 67 prósent stiga í húsi (10 af 15) Sumarið 2022 eftir hlutum mótsins: Deildarkeppni: 3. sæti (43 stig) Úrslitakeppni: 2. sæti í efri deild (10 stig) - Besti dagur: 29. október 2-0 sigur á Val tryggði liðinu annað sætið sem var besti árangur félagsins í 23 ár. Versti dagur: 20. júní Töpuðu 4-1 á móti Blikum og höfðu þá aðeins náð í eitt stig í síðustu fjórum leikjum. - Tölfræðin Árangur: 2. sæti (53 stig) Sóknarleikur: 7. sæti (43 mörk skoruð) Varnarleikur: 2. sæti (30 mörk fengin á sig) Árangur á heimavelli: 3. sæti (26 stig) Árangur á útivelli: 1. sæti (27 stig) Flestir sigurleikir í röð: 3 (Fjórum sinnum) Flestir tapleikir í röð: 2 (21. til 29. maí) Markahæsti leikmaður: Nökkvi Þeyr Þórisson 17 Flestar stoðsendingar: Sveinn Margeir Hauksson 7 Þáttur í flestum mörkum: Nökkvi Þeyr Þórisson 25 Flest gul spjöld: Rodrigo Gomes 8 Liðið og lykilmenn grafík/hjalti Dušan Brković (f. 1989): Kom inn í lið KA eins og stormsveipur sumarið 2021. Var fljótur að stimpla sig inn sem einn albesti miðvörður deildarinnar og er stór ástæða fyrir góðu gengi Akureyringa undanfarin tvö ár. Þá gerir hann alla í kringum sig betri. Rodrigo Mateo Gomes (f. 1989): Þekkt stærð sem hefur spilað hér á landi síðan 2014. Gekk í raðir KA árið 2020 og hefur síðan verið einn besti djúpi miðjumaður deildarinnar. Stór, sterkur, aðstoðar varnarlínuna vel og er glettilega góður á boltanum. Hallgrímur Mar Steingrímsson (f. 1990): Eftir að hafa verið potturinn, pannan og í raun eldhúsið sjálft í sóknarleik KA undanfarin ár þá steig Hallgrímur Mar aðeins til hliðar á síðustu leiktíð er Nökkvi Þeyr Þórisson blómstaði. Sá er farinn til Belgíu og því tekur Hallgrímur Mar aftur við kyndlinum. vísir/hulda margrét Markaðurinn grafík/hjalti Besta viðbótin fyrir KA virðist hafa verið koma færeyska landsliðsmannsins Pæturs Petersen en þessi 25 ára miðjumaður skoraði tíu mörk fyrir HB Þórshöfn í Betri deildinni í Færeyjum í fyrra, og fjögur mörk í Lengjubikarnum fyrir KA í vetur. KA sótti sér einnig tvo unga leikmenn frá Stafangri í Noregi. Annar er 19 ára kantmaðurinn Ingimar Torbjörnsson Stöle sem á að baki tvo leiki fyrir U19-landslið Íslands en hann hefur búið í Noregi alla sína tíð. Hinn er Norðmaðurinn Kristoffer Paulsen sem kom að láni frá Viking, þar sem hann var á varamannabekknum í fyrra, en hann er hávaxinn varnarmaður og jafnaldri Ingimars. Vinstri bakvörðurinn Birgir Baldvinsson er mættur heim úr láni hjá Leikni og fyllir í skarðið fyrir Bryan Van Den Bogaert, og enski sóknarmaðurinn Harley Willard fær nú að láta ljós sitt skína í efstu deild eftir að hafa raðað inn mörkum í Lengjudeildinni fyrir Þór í fyrra og Víking Ólafsvík þar áður. Hversu langt er síðan að KA .... ... varð Íslandsmeistari: 34 ár (1989) ... varð bikarmeistari: Aldrei ... endaði á topp þrjú: 1 ár (2022) ... féll úr deildinni: 19 ár (2004) ... átti markakóng deildarinnar: 1 ár (Nökkvi Þeyr Þórisson 2022) ... átti besta leikmann deildarinnar: 1 ár (Nökkvi Þeyr Þórisson 2022) ... átti efnilegasta leikmann deildarinnar: Aldrei KA-menn á árum áður Fyrir fimmtíu árum (1973): Keppti undir merkjum ÍBA sem endaði í 6. sæti í A-deild. Fyrir fjörutíu árum (1983): Urðu í öðru sæti í B-deildinni og komust upp. Fyrir þrjátíu árum (1993): Urðu í fjórða sæti í B-deildinni. Fyrir tuttugu árum (2003): Urðu í áttunda sæti í A-deildinni og héldu sér uppi á markatölu. Fyrir tíu árum (2013): Urðu í sjötta sæti í B-deildinni. Að lokum ... Daníel Hafsteinsson átti gott tímabil í fyrra.vísir/hulda margrét KA-menn vilja vera taldir upp með liðunum sem stefna á Íslandsmeistaratitilinn og trúin er til staðar fyrir norðan. En getur KA tekið næsta og stærsta skrefið? Undirbúningstímabilið gaf allavega góð fyrirheit. KA tapaði fyrsta leik sínum í Lengjubikarnum en komst svo í úrslit hans þar sem liðið tapaði fyrir Val í vítaspyrnukeppni. Varnarleikurinn er áfram sterkur og sóknarleikurinn enn beittur þótt Nökkvi sé horfinn á braut. Í liði KA eru líka leikmenn sem geta spilað betur en í fyrra (Elfar Árni Aðalsteinsson og Ásgeir Sigurgeirsson) og leikmenn sem ættu að geta tekið annað skref fram á við (Daníel Hafsteinsson og Sveinn Margeir Hauksson). Í KA-liðinu eru nokkrir lykilmenn sem eru komnir yfir þrítugt og þótt það sé ekki beint á síðasta séns er færi fyrir þá að taka stærsta og erfiðasta skrefið í sumar. Besta deild karla KA Tengdar fréttir Besta-spáin 2023: Norskir vindar blása í Vesturbænum Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KR 5. sæti Bestu deildar karla í sumar. 3. apríl 2023 10:01 Besta-spáin 2023: Sveiflujöfnun óskast Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Stjörnunni 6. sæti Bestu deildar karla í sumar. 31. mars 2023 10:01 Besta-spáin 2023: Endurkoma frelsarans í Fjörðinn Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir FH 7. sæti Bestu deildar karla í sumar. 30. mars 2023 10:00 Besta-spáin 2023: Fagurt og grænt á Eyjunni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍBV 8. sæti Bestu deildar karla í sumar. 29. mars 2023 10:00 Besta-spáin 2023: Sálin hans Jóns í Úlfarsárdalnum Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fram 9. sæti Bestu deildar karla í sumar. 28. mars 2023 10:01 Besta-spáin 2023: Þurfa fimm rétta úr útlendingalottóinu Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Keflavík 10. sæti Bestu deildar karla í sumar. 27. mars 2023 10:00 Besta-spáin 2023: Með sama nesti og sömu skó í Lautarferð Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fylki 11. sæti Bestu deildar karla í sumar. 24. mars 2023 10:01 Besta-spáin 2023: Kórinn þenur raustina Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 12. sæti Bestu deildar karla í sumar. 23. mars 2023 10:00 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir að venju fyrir um gengi liðanna í Bestu deild karla með árlegri spá sinni fyrir mótið. Keppni í deildinni hefst með heilli umferð á annan í páskum, mánudaginn 10. apríl. Breiðablik á titil að verja en liðið varð Íslandsmeistari í annað sinn í fyrra. Íþróttadeild spáir KA 4. sæti Bestu deildarinnar í sumar og Akureyringar endi tveimur sætum neðar en á síðasta tímabili. KA átti frábært tímabil í fyrra. Með Nökkva Þey Þórisson í broddi fylkingar spiluðu KA-menn góðan og árangursríkan fótbolta sem skilaði þeim 2. sæti. Það er næstbesti árangur í sögu KA og vegna hans spilar liðið í Evrópukeppni í sumar, í fyrsta sinn í tuttugu ár. Arnar Grétarsson hætti hjá KA áður en síðasta tímabili lauk og Hallgrímur Jónasson, sem hafði verið aðstoðarþjálfari, tók við. Það þurfti ekki að koma neinum á óvart enda Hallgrímur í miklum metum fyrir norðan. Hallgrímur Jónasson er að hefja sitt fyrsta tímabil sem þjálfari í meistaraflokki.vísir/hulda margrét Þrátt fyrir að vera búnir að missa Nökkva bæta KA-menn brattir til leiks og hafa trú á því að þeir geti barist um titilinn, þótt fáir utan Akureyrar séu sammála því mati. En það væri skrítið að stefna á annað en Íslandsmeistaratitilinn tímabilið eftir að hafa lent í 2. sæti. Til að hjálpa sér í þeirri baráttu hefur KA sótt liðsstyrk til Noregs og Færeyja auk þess sem Harley Willard færði sig um set innan bæjarins. Stærsta spurningarmerkið er hvort KA geti fyllt skarð Nökkva. Afar takmarkaðar líkur eru á að einn maður geri það en samtakamáttur nokkurra miðjumanna og framherja getur fleytt þeim gulu og bláu langt. Svona var síðasta sumar í tölum Væntingarstuðullinn: Enduðu fimm sætum ofar en þeim var spáð (7. sæti) í árlegri spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna fyrir mót. - Sumarið 2022 eftir mánuðum: Apríl: 100 prósent stiga í húsi (6 af 6) Maí: 56 prósent stiga í húsi (10 af 18) Júní: 17 prósent stiga í húsi (1 af 6) Júlí: 83 prósent stiga í húsi (10 af 12) Ágúst: 60 prósent stiga í húsi (9 af 15) September: 78 prósent stiga í húsi (7 af 9) Október: 67 prósent stiga í húsi (10 af 15) Sumarið 2022 eftir hlutum mótsins: Deildarkeppni: 3. sæti (43 stig) Úrslitakeppni: 2. sæti í efri deild (10 stig) - Besti dagur: 29. október 2-0 sigur á Val tryggði liðinu annað sætið sem var besti árangur félagsins í 23 ár. Versti dagur: 20. júní Töpuðu 4-1 á móti Blikum og höfðu þá aðeins náð í eitt stig í síðustu fjórum leikjum. - Tölfræðin Árangur: 2. sæti (53 stig) Sóknarleikur: 7. sæti (43 mörk skoruð) Varnarleikur: 2. sæti (30 mörk fengin á sig) Árangur á heimavelli: 3. sæti (26 stig) Árangur á útivelli: 1. sæti (27 stig) Flestir sigurleikir í röð: 3 (Fjórum sinnum) Flestir tapleikir í röð: 2 (21. til 29. maí) Markahæsti leikmaður: Nökkvi Þeyr Þórisson 17 Flestar stoðsendingar: Sveinn Margeir Hauksson 7 Þáttur í flestum mörkum: Nökkvi Þeyr Þórisson 25 Flest gul spjöld: Rodrigo Gomes 8 Liðið og lykilmenn grafík/hjalti Dušan Brković (f. 1989): Kom inn í lið KA eins og stormsveipur sumarið 2021. Var fljótur að stimpla sig inn sem einn albesti miðvörður deildarinnar og er stór ástæða fyrir góðu gengi Akureyringa undanfarin tvö ár. Þá gerir hann alla í kringum sig betri. Rodrigo Mateo Gomes (f. 1989): Þekkt stærð sem hefur spilað hér á landi síðan 2014. Gekk í raðir KA árið 2020 og hefur síðan verið einn besti djúpi miðjumaður deildarinnar. Stór, sterkur, aðstoðar varnarlínuna vel og er glettilega góður á boltanum. Hallgrímur Mar Steingrímsson (f. 1990): Eftir að hafa verið potturinn, pannan og í raun eldhúsið sjálft í sóknarleik KA undanfarin ár þá steig Hallgrímur Mar aðeins til hliðar á síðustu leiktíð er Nökkvi Þeyr Þórisson blómstaði. Sá er farinn til Belgíu og því tekur Hallgrímur Mar aftur við kyndlinum. vísir/hulda margrét Markaðurinn grafík/hjalti Besta viðbótin fyrir KA virðist hafa verið koma færeyska landsliðsmannsins Pæturs Petersen en þessi 25 ára miðjumaður skoraði tíu mörk fyrir HB Þórshöfn í Betri deildinni í Færeyjum í fyrra, og fjögur mörk í Lengjubikarnum fyrir KA í vetur. KA sótti sér einnig tvo unga leikmenn frá Stafangri í Noregi. Annar er 19 ára kantmaðurinn Ingimar Torbjörnsson Stöle sem á að baki tvo leiki fyrir U19-landslið Íslands en hann hefur búið í Noregi alla sína tíð. Hinn er Norðmaðurinn Kristoffer Paulsen sem kom að láni frá Viking, þar sem hann var á varamannabekknum í fyrra, en hann er hávaxinn varnarmaður og jafnaldri Ingimars. Vinstri bakvörðurinn Birgir Baldvinsson er mættur heim úr láni hjá Leikni og fyllir í skarðið fyrir Bryan Van Den Bogaert, og enski sóknarmaðurinn Harley Willard fær nú að láta ljós sitt skína í efstu deild eftir að hafa raðað inn mörkum í Lengjudeildinni fyrir Þór í fyrra og Víking Ólafsvík þar áður. Hversu langt er síðan að KA .... ... varð Íslandsmeistari: 34 ár (1989) ... varð bikarmeistari: Aldrei ... endaði á topp þrjú: 1 ár (2022) ... féll úr deildinni: 19 ár (2004) ... átti markakóng deildarinnar: 1 ár (Nökkvi Þeyr Þórisson 2022) ... átti besta leikmann deildarinnar: 1 ár (Nökkvi Þeyr Þórisson 2022) ... átti efnilegasta leikmann deildarinnar: Aldrei KA-menn á árum áður Fyrir fimmtíu árum (1973): Keppti undir merkjum ÍBA sem endaði í 6. sæti í A-deild. Fyrir fjörutíu árum (1983): Urðu í öðru sæti í B-deildinni og komust upp. Fyrir þrjátíu árum (1993): Urðu í fjórða sæti í B-deildinni. Fyrir tuttugu árum (2003): Urðu í áttunda sæti í A-deildinni og héldu sér uppi á markatölu. Fyrir tíu árum (2013): Urðu í sjötta sæti í B-deildinni. Að lokum ... Daníel Hafsteinsson átti gott tímabil í fyrra.vísir/hulda margrét KA-menn vilja vera taldir upp með liðunum sem stefna á Íslandsmeistaratitilinn og trúin er til staðar fyrir norðan. En getur KA tekið næsta og stærsta skrefið? Undirbúningstímabilið gaf allavega góð fyrirheit. KA tapaði fyrsta leik sínum í Lengjubikarnum en komst svo í úrslit hans þar sem liðið tapaði fyrir Val í vítaspyrnukeppni. Varnarleikurinn er áfram sterkur og sóknarleikurinn enn beittur þótt Nökkvi sé horfinn á braut. Í liði KA eru líka leikmenn sem geta spilað betur en í fyrra (Elfar Árni Aðalsteinsson og Ásgeir Sigurgeirsson) og leikmenn sem ættu að geta tekið annað skref fram á við (Daníel Hafsteinsson og Sveinn Margeir Hauksson). Í KA-liðinu eru nokkrir lykilmenn sem eru komnir yfir þrítugt og þótt það sé ekki beint á síðasta séns er færi fyrir þá að taka stærsta og erfiðasta skrefið í sumar.
Væntingarstuðullinn: Enduðu fimm sætum ofar en þeim var spáð (7. sæti) í árlegri spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna fyrir mót. - Sumarið 2022 eftir mánuðum: Apríl: 100 prósent stiga í húsi (6 af 6) Maí: 56 prósent stiga í húsi (10 af 18) Júní: 17 prósent stiga í húsi (1 af 6) Júlí: 83 prósent stiga í húsi (10 af 12) Ágúst: 60 prósent stiga í húsi (9 af 15) September: 78 prósent stiga í húsi (7 af 9) Október: 67 prósent stiga í húsi (10 af 15) Sumarið 2022 eftir hlutum mótsins: Deildarkeppni: 3. sæti (43 stig) Úrslitakeppni: 2. sæti í efri deild (10 stig) - Besti dagur: 29. október 2-0 sigur á Val tryggði liðinu annað sætið sem var besti árangur félagsins í 23 ár. Versti dagur: 20. júní Töpuðu 4-1 á móti Blikum og höfðu þá aðeins náð í eitt stig í síðustu fjórum leikjum. - Tölfræðin Árangur: 2. sæti (53 stig) Sóknarleikur: 7. sæti (43 mörk skoruð) Varnarleikur: 2. sæti (30 mörk fengin á sig) Árangur á heimavelli: 3. sæti (26 stig) Árangur á útivelli: 1. sæti (27 stig) Flestir sigurleikir í röð: 3 (Fjórum sinnum) Flestir tapleikir í röð: 2 (21. til 29. maí) Markahæsti leikmaður: Nökkvi Þeyr Þórisson 17 Flestar stoðsendingar: Sveinn Margeir Hauksson 7 Þáttur í flestum mörkum: Nökkvi Þeyr Þórisson 25 Flest gul spjöld: Rodrigo Gomes 8
Hversu langt er síðan að KA .... ... varð Íslandsmeistari: 34 ár (1989) ... varð bikarmeistari: Aldrei ... endaði á topp þrjú: 1 ár (2022) ... féll úr deildinni: 19 ár (2004) ... átti markakóng deildarinnar: 1 ár (Nökkvi Þeyr Þórisson 2022) ... átti besta leikmann deildarinnar: 1 ár (Nökkvi Þeyr Þórisson 2022) ... átti efnilegasta leikmann deildarinnar: Aldrei
KA-menn á árum áður Fyrir fimmtíu árum (1973): Keppti undir merkjum ÍBA sem endaði í 6. sæti í A-deild. Fyrir fjörutíu árum (1983): Urðu í öðru sæti í B-deildinni og komust upp. Fyrir þrjátíu árum (1993): Urðu í fjórða sæti í B-deildinni. Fyrir tuttugu árum (2003): Urðu í áttunda sæti í A-deildinni og héldu sér uppi á markatölu. Fyrir tíu árum (2013): Urðu í sjötta sæti í B-deildinni.
Besta-spáin 2023: Norskir vindar blása í Vesturbænum Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KR 5. sæti Bestu deildar karla í sumar. 3. apríl 2023 10:01
Besta-spáin 2023: Sveiflujöfnun óskast Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Stjörnunni 6. sæti Bestu deildar karla í sumar. 31. mars 2023 10:01
Besta-spáin 2023: Endurkoma frelsarans í Fjörðinn Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir FH 7. sæti Bestu deildar karla í sumar. 30. mars 2023 10:00
Besta-spáin 2023: Fagurt og grænt á Eyjunni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍBV 8. sæti Bestu deildar karla í sumar. 29. mars 2023 10:00
Besta-spáin 2023: Sálin hans Jóns í Úlfarsárdalnum Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fram 9. sæti Bestu deildar karla í sumar. 28. mars 2023 10:01
Besta-spáin 2023: Þurfa fimm rétta úr útlendingalottóinu Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Keflavík 10. sæti Bestu deildar karla í sumar. 27. mars 2023 10:00
Besta-spáin 2023: Með sama nesti og sömu skó í Lautarferð Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fylki 11. sæti Bestu deildar karla í sumar. 24. mars 2023 10:01
Besta-spáin 2023: Kórinn þenur raustina Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 12. sæti Bestu deildar karla í sumar. 23. mars 2023 10:00