Ástæðan er uppátæki hans í deildarleik á dögunum. Mohamed Farouk fékk nefnilega lánaðan síma hjá áhorfenda og dæmdi eftir það mark ógilt.
Lið Al-Nasr hélt að það hefði skorað jöfnunarmark í lok leiks síns á móti Suez í b-deildarleik á síðasta föstudag.
No VAR? This referee used a spectator's phone
— BBC Sport (@BBCSport) March 22, 2023
Mohamed Farouk has been suspended "indefinitely".#BBCFootball
Það er enginn myndbandadómgæsla í egypsku b-deildinni en Farouk fékk símann lánaðan til að horfa á endursýningu af markinu.
Heimaliðið heimtaði hendi á sóknarmanninn og Farouk dæmdi markið af eftir að hafa séð atvikið aftur.
Knattspyrnusamband Egyptalands sendi frá sér yfirlýsingu og þar kom fram að allir dómarnir sem komu að leiknum væru komni í bann um óákveðinn tíma.
Suez skoraði þriðja markið sitt í leiknum skömmu eftir að markið var dæmt af og vann því leikinn 3-1.
Fimmtán mínútur af uppbótatíma voru spilaðar og Farouk þurfti lögreglufylgd að leik loknum.