Sviptir hulunni af elstu ljósmynd Íslandssögunnar Snorri Másson skrifar 23. mars 2023 08:56 Í Íslandi í dag var greint frá fundi á elstu varðveittu ljósmyndum sem teknar hafa verið á Íslandi. Myndirnar eru teknar nokkrum vikum áður en myndin sem áður var sögð sú elsta var tekin, vorið 1845. Guðmundur J. Guðmundsson fann ljósmyndirnar í austurrísku tímariti eftir umfangsmikið grúsk, en ekki í góðum gæðum, og það vantar þar ljósmynd sem önnur mynd skyggir á. Rætt er við Guðmund í innslaginu hér að ofan og viðkomandi myndir skoðaðar í viðkomandi tímariti. Nú leitar Guðmundur logandi ljósi að betri myndum af myndunum - og jafnvel frummyndunum sjálfum. Hann hefur haft samband við ótal aðila, ljósmyndarann austurríska, tímaritið sjálft, meinta eigendur myndanna, utanríkisráðuneytið og marga fleiri. Margt hefur verið reynt en ekkert hefur árangur borið. Nú eru Árbæjarsafn og Ljósmyndasafn Reykjavíkur að sögn Guðmundar að vinna að málinu. Guðmundur J. Guðmundsson sagnfræðingur hefur þýtt ferðasögu Idu Pfeiffer um Ísland og telur ljóst að á ljósmynd af ljósmyndum Pfeiffer leynist önnur ljósmynd sem einnig sé tekin í sömu ferð. Hana þurfi að finna - og til þess þurfi að ná tali af ljósmyndaranum.Vísir/Arnar Eins og sjá má á ljósmyndinni er efni aftari ljósmyndarinnar ósjáanlegt vegna hinnar sem er ofan á. Á fremri myndinni telur Guðmundur hins vegar að greina megi kot eða tómthús, líklega í Reykjavík, sem hinn austurríski ferðabókahöfundur Ida Pfeiffer mun hafa tekið fljótlega eftir að hún steig á land í Hafnarfirði árið 1845. Ljósmyndir Idu Pfeiffer. Þær hafa aldrei fyrr en nú birst Íslendingum, en þær hafa birst, í þessari mynd, í austurrísku tímariti. Ida Pfeiffer Vitað var að Ida kunni að ljósmynda, en ekki að hún hefði gert það á Íslandi. „Þegar ég er að undirbúa þýðinguna á bók Idu Pfeiffer um Íslandsferðina, rakst ég á nokkrar greinar og í þeim kom fram að hún lærði að gera daguerrotípur [frumstæð ljósmyndunaraðferð]. Ég taldi nú víst að hún hefði ekki farið með myndavélina til Íslands en síðan rekst ég á í þessari sömu bók að það kemur fram, að hún er með myndavélina. Hún lendir nefnilega í vandræðum því tollarar vissu ekkert hvað þetta var og héldu að þetta væri óskaplegt njósnatækni,“ segir Guðmundur. Í kjölfar þessa kannar Guðmundur málið enn betur og finnur loks grein í austurrísku tímariti um ferðir Idu, þar sem birt er ljósmynd af tveimur ljósmyndum Pfeiffer af Íslandi. Þessi ljósmynd af ljósmyndum er hvorki í fullnægjandi gæðum né getur maður séð báðar myndirnar, en það breytir því ekki hve mjög Guðmundur kættist við þennan fund. „Ég varð alveg ofboðslega spenntur og reyndi að hafa samband í fyrsta lagi við manninn sem skrifaði þessa grein. Hann svaraði ekki. Síðan ljósmyndarann sem tók myndirnar. Hann svaraði ekki,“ segir Guðmundur og sömu sögu var að segja um flesta þá sem hann hefur reynt að ná í. Nú heldur leit hans áfram að ljósmyndum hins austurríska ljósmyndara af ljósmyndum Idu Pfeiffer í samstarfi við viðeigandi yfirvöld. Ida Pfeiffer var trúlega víðförlasta kona sinnar samtíðar. Bækur hennar voru þýddar á fjölmörg tungumál og hvarvetna metsölubækur.Vísir Úr káputexta um Íslandsferð Idu Pfeiffer: Vorið 1845 steig á land í Hafnarfirði kona að nafni Ida Pfeiffer. Hún var ein á ferð, ferðabókahöfundur að viða að sér efni í bók um Norðurlönd. Hún hafði gert sér háar hugmyndir um land og þjóð og varð ekki fyrir vonbrigðum með náttúru landsins. En kynnin af innfæddum ollu henni vonbrigðum. Henni fannst þeir latir, ágjarnir og hinir mestu sóðar. Meðal þeirra staða sem Ida heimsótti voru Reykholt, Þingvellir og Geysir, auk þess sem hún gekk á Heklu, fyrst kvenna að talið er. Ida Pfeiffer var trúlega víðförlasta kona sinnar samtíðar. Bækur hennar voru þýddar á fjölmörg tungumál og hvarvetna metsölubækur. Lýsing hennar á Íslendingum fékk ekki góða dóma íslenskra samtímamanna en er óneitanlega merkileg heimild um upplifun evrópskrar millistéttarkonu á landi og þjóð um miðja nítjándu öld. Ljósmyndirnar sem áður voru taldar þær elstu í sögu landsins. Eftir Alfred des Cloizeaux 1845: Tvær daguerreótýpur frá Reykjavík.Musée des arts et métiers du C.N.A.M.- París. Ljósmyndun Íslensk fræði Ísland í dag Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Rætt er við Guðmund í innslaginu hér að ofan og viðkomandi myndir skoðaðar í viðkomandi tímariti. Nú leitar Guðmundur logandi ljósi að betri myndum af myndunum - og jafnvel frummyndunum sjálfum. Hann hefur haft samband við ótal aðila, ljósmyndarann austurríska, tímaritið sjálft, meinta eigendur myndanna, utanríkisráðuneytið og marga fleiri. Margt hefur verið reynt en ekkert hefur árangur borið. Nú eru Árbæjarsafn og Ljósmyndasafn Reykjavíkur að sögn Guðmundar að vinna að málinu. Guðmundur J. Guðmundsson sagnfræðingur hefur þýtt ferðasögu Idu Pfeiffer um Ísland og telur ljóst að á ljósmynd af ljósmyndum Pfeiffer leynist önnur ljósmynd sem einnig sé tekin í sömu ferð. Hana þurfi að finna - og til þess þurfi að ná tali af ljósmyndaranum.Vísir/Arnar Eins og sjá má á ljósmyndinni er efni aftari ljósmyndarinnar ósjáanlegt vegna hinnar sem er ofan á. Á fremri myndinni telur Guðmundur hins vegar að greina megi kot eða tómthús, líklega í Reykjavík, sem hinn austurríski ferðabókahöfundur Ida Pfeiffer mun hafa tekið fljótlega eftir að hún steig á land í Hafnarfirði árið 1845. Ljósmyndir Idu Pfeiffer. Þær hafa aldrei fyrr en nú birst Íslendingum, en þær hafa birst, í þessari mynd, í austurrísku tímariti. Ida Pfeiffer Vitað var að Ida kunni að ljósmynda, en ekki að hún hefði gert það á Íslandi. „Þegar ég er að undirbúa þýðinguna á bók Idu Pfeiffer um Íslandsferðina, rakst ég á nokkrar greinar og í þeim kom fram að hún lærði að gera daguerrotípur [frumstæð ljósmyndunaraðferð]. Ég taldi nú víst að hún hefði ekki farið með myndavélina til Íslands en síðan rekst ég á í þessari sömu bók að það kemur fram, að hún er með myndavélina. Hún lendir nefnilega í vandræðum því tollarar vissu ekkert hvað þetta var og héldu að þetta væri óskaplegt njósnatækni,“ segir Guðmundur. Í kjölfar þessa kannar Guðmundur málið enn betur og finnur loks grein í austurrísku tímariti um ferðir Idu, þar sem birt er ljósmynd af tveimur ljósmyndum Pfeiffer af Íslandi. Þessi ljósmynd af ljósmyndum er hvorki í fullnægjandi gæðum né getur maður séð báðar myndirnar, en það breytir því ekki hve mjög Guðmundur kættist við þennan fund. „Ég varð alveg ofboðslega spenntur og reyndi að hafa samband í fyrsta lagi við manninn sem skrifaði þessa grein. Hann svaraði ekki. Síðan ljósmyndarann sem tók myndirnar. Hann svaraði ekki,“ segir Guðmundur og sömu sögu var að segja um flesta þá sem hann hefur reynt að ná í. Nú heldur leit hans áfram að ljósmyndum hins austurríska ljósmyndara af ljósmyndum Idu Pfeiffer í samstarfi við viðeigandi yfirvöld. Ida Pfeiffer var trúlega víðförlasta kona sinnar samtíðar. Bækur hennar voru þýddar á fjölmörg tungumál og hvarvetna metsölubækur.Vísir Úr káputexta um Íslandsferð Idu Pfeiffer: Vorið 1845 steig á land í Hafnarfirði kona að nafni Ida Pfeiffer. Hún var ein á ferð, ferðabókahöfundur að viða að sér efni í bók um Norðurlönd. Hún hafði gert sér háar hugmyndir um land og þjóð og varð ekki fyrir vonbrigðum með náttúru landsins. En kynnin af innfæddum ollu henni vonbrigðum. Henni fannst þeir latir, ágjarnir og hinir mestu sóðar. Meðal þeirra staða sem Ida heimsótti voru Reykholt, Þingvellir og Geysir, auk þess sem hún gekk á Heklu, fyrst kvenna að talið er. Ida Pfeiffer var trúlega víðförlasta kona sinnar samtíðar. Bækur hennar voru þýddar á fjölmörg tungumál og hvarvetna metsölubækur. Lýsing hennar á Íslendingum fékk ekki góða dóma íslenskra samtímamanna en er óneitanlega merkileg heimild um upplifun evrópskrar millistéttarkonu á landi og þjóð um miðja nítjándu öld. Ljósmyndirnar sem áður voru taldar þær elstu í sögu landsins. Eftir Alfred des Cloizeaux 1845: Tvær daguerreótýpur frá Reykjavík.Musée des arts et métiers du C.N.A.M.- París.
Úr káputexta um Íslandsferð Idu Pfeiffer: Vorið 1845 steig á land í Hafnarfirði kona að nafni Ida Pfeiffer. Hún var ein á ferð, ferðabókahöfundur að viða að sér efni í bók um Norðurlönd. Hún hafði gert sér háar hugmyndir um land og þjóð og varð ekki fyrir vonbrigðum með náttúru landsins. En kynnin af innfæddum ollu henni vonbrigðum. Henni fannst þeir latir, ágjarnir og hinir mestu sóðar. Meðal þeirra staða sem Ida heimsótti voru Reykholt, Þingvellir og Geysir, auk þess sem hún gekk á Heklu, fyrst kvenna að talið er. Ida Pfeiffer var trúlega víðförlasta kona sinnar samtíðar. Bækur hennar voru þýddar á fjölmörg tungumál og hvarvetna metsölubækur. Lýsing hennar á Íslendingum fékk ekki góða dóma íslenskra samtímamanna en er óneitanlega merkileg heimild um upplifun evrópskrar millistéttarkonu á landi og þjóð um miðja nítjándu öld.
Ljósmyndun Íslensk fræði Ísland í dag Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira