Rofar til síðdegis en ekki sést til vorsins í kortunum Fanndís Birna Logadóttir skrifar 22. mars 2023 12:30 Loka hefur þurft vegum reglulega í vetur og virðast landsmenn ekki hólpnir enn sem komið er. Vísir/Vilhelm Fjallvegir víða um land voru ófærir í morgun og var mjög blint sums staðar á norðanverðu landinu, Vestur- og Austfjörðum. Draga á úr vindi og éljum um miðjan dag að sögn veðurfræðings Vegagerðarinnar og er meinlítið veður í kortunum næstu daga. Lægðirnar séu þó að gera sig heimkomnar og áfram megi búast við að loka gæti þurft vegum á næstu vikum. Fjallvegir voru víða ófærir í morgunsárið eftir lægðargang síðustu daga. Einhverjir vegir voru opnaðir um hádegisbilið en enn eru lokanir á Vestfjörðum, Norðurlandi, Norðausturlandi, Austfjörðum, Suðausturlandi og Suðurlandi. Þá er varað hálku og skafrenningi víða. „Þegar það hefur náð að hvessa þá skóf og það varð mjög blint sum staðar, til dæmis vestur á fjörðum. Það var ekki mikill snjór til staðar en hann er svo léttur og það var svo hvasst að menn sáu ekkert úr augum. En hins vegar á Austfjörðum þá snjóaði dálítið eins og á Fjarðarheiði og Mývatns- og Möðrudalsöræfum,“ segir Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur Vegagerðarinnar. Vindurinn á þó að ganga niður þegar líða fer á daginn. „Í Öræfunum, þar sem hefur verið bara hvasst en ekki snjókoma, þar verður mikil breyting núna eftir hádegi og sérstaklega um klukkan þrjú og það sama austar, til dæmis á Fjarðaheiði, þar dregur bæði úr vindi og éljum í eftirmiðdaginn og svona smám saman þá fara menn að sjá eitthvað aðeins betur frá sér,“ segir Einar. Hvað næstu daga varðar sé meinlítið veður í kortunum með hefðbundnum éljagangi og norðaustan átt en bakkinn sem hafi legið utan í suðaustan og austanverðu landinu sé að fara til suðurs. Landsmenn hafi verið í nokkru skjóli frá lægðunum hingað til. „Núna eru þær farnar að gera sig aðeins heimakomnar en það stefnir í það næstu daga að þær verði hér fyrir sunnan okkur og það kólni á nýjan leik. Síðan verðum við bara að sjá til hvað gerist um miðja næstu viku, hvort það verði breytingar á þessu tíðarfari sem að hefur verið einkennandi fyrir marsmánuð,“ segir Einar. Ekki sést til vorsins af neinu viti í spám og kemur það ekki í ljós fyrr en um miðja næstu viku. Áfram má gera ráð fyrir að veður hafi áhrif á færð á næstunni. „Það er svo sem hefðbundið að íslensku vori eða vetri að vegir geta teppst, fjallvegirnir, alveg fram yfir páska og þess vegna fram í maí. Þannig við erum ekkert að komast út úr því ástandi, það er ekkert sem bendir til þess,“ segir Einar. Færð á vegum Veður Tengdar fréttir Björguðu tólf manns af Dynjandisheiði Björgunarsveitir frá Þingeyri, Flateyri og Ísafirði voru kallaðar út til aðstoðar fólks á Dynjandisheiði í gærkvöldi. Á staðnum var skollinn á þreifandi bylur og skyggni lítið sem ekkert. 22. mars 2023 07:56 Hellisheiði og Þrengslum lokuð Veginum um Hellisheiði og Þrengsli hefur verið lokað vegna veðurs. Þá hefur hringveginum verið lokað á á milli Skóga og Víkur og milli Lómagnúps og Jökulsárlóns. Hálkublettir eru víða. 21. mars 2023 20:36 Hvassir austanvindar og snjókoma með köflum syðst Allmikið og alldjúpt lægðasvæði er suður af landinu og veldur hvössum austanvindum, jafnvel stormi eða roki syðst. Snjókoma með köflum eða skafrenningur á sunnanverðu landinu og því getur færðin spillst með skömmum fyrirvara. 21. mars 2023 07:04 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Sjá meira
Fjallvegir voru víða ófærir í morgunsárið eftir lægðargang síðustu daga. Einhverjir vegir voru opnaðir um hádegisbilið en enn eru lokanir á Vestfjörðum, Norðurlandi, Norðausturlandi, Austfjörðum, Suðausturlandi og Suðurlandi. Þá er varað hálku og skafrenningi víða. „Þegar það hefur náð að hvessa þá skóf og það varð mjög blint sum staðar, til dæmis vestur á fjörðum. Það var ekki mikill snjór til staðar en hann er svo léttur og það var svo hvasst að menn sáu ekkert úr augum. En hins vegar á Austfjörðum þá snjóaði dálítið eins og á Fjarðarheiði og Mývatns- og Möðrudalsöræfum,“ segir Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur Vegagerðarinnar. Vindurinn á þó að ganga niður þegar líða fer á daginn. „Í Öræfunum, þar sem hefur verið bara hvasst en ekki snjókoma, þar verður mikil breyting núna eftir hádegi og sérstaklega um klukkan þrjú og það sama austar, til dæmis á Fjarðaheiði, þar dregur bæði úr vindi og éljum í eftirmiðdaginn og svona smám saman þá fara menn að sjá eitthvað aðeins betur frá sér,“ segir Einar. Hvað næstu daga varðar sé meinlítið veður í kortunum með hefðbundnum éljagangi og norðaustan átt en bakkinn sem hafi legið utan í suðaustan og austanverðu landinu sé að fara til suðurs. Landsmenn hafi verið í nokkru skjóli frá lægðunum hingað til. „Núna eru þær farnar að gera sig aðeins heimakomnar en það stefnir í það næstu daga að þær verði hér fyrir sunnan okkur og það kólni á nýjan leik. Síðan verðum við bara að sjá til hvað gerist um miðja næstu viku, hvort það verði breytingar á þessu tíðarfari sem að hefur verið einkennandi fyrir marsmánuð,“ segir Einar. Ekki sést til vorsins af neinu viti í spám og kemur það ekki í ljós fyrr en um miðja næstu viku. Áfram má gera ráð fyrir að veður hafi áhrif á færð á næstunni. „Það er svo sem hefðbundið að íslensku vori eða vetri að vegir geta teppst, fjallvegirnir, alveg fram yfir páska og þess vegna fram í maí. Þannig við erum ekkert að komast út úr því ástandi, það er ekkert sem bendir til þess,“ segir Einar.
Færð á vegum Veður Tengdar fréttir Björguðu tólf manns af Dynjandisheiði Björgunarsveitir frá Þingeyri, Flateyri og Ísafirði voru kallaðar út til aðstoðar fólks á Dynjandisheiði í gærkvöldi. Á staðnum var skollinn á þreifandi bylur og skyggni lítið sem ekkert. 22. mars 2023 07:56 Hellisheiði og Þrengslum lokuð Veginum um Hellisheiði og Þrengsli hefur verið lokað vegna veðurs. Þá hefur hringveginum verið lokað á á milli Skóga og Víkur og milli Lómagnúps og Jökulsárlóns. Hálkublettir eru víða. 21. mars 2023 20:36 Hvassir austanvindar og snjókoma með köflum syðst Allmikið og alldjúpt lægðasvæði er suður af landinu og veldur hvössum austanvindum, jafnvel stormi eða roki syðst. Snjókoma með köflum eða skafrenningur á sunnanverðu landinu og því getur færðin spillst með skömmum fyrirvara. 21. mars 2023 07:04 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Sjá meira
Björguðu tólf manns af Dynjandisheiði Björgunarsveitir frá Þingeyri, Flateyri og Ísafirði voru kallaðar út til aðstoðar fólks á Dynjandisheiði í gærkvöldi. Á staðnum var skollinn á þreifandi bylur og skyggni lítið sem ekkert. 22. mars 2023 07:56
Hellisheiði og Þrengslum lokuð Veginum um Hellisheiði og Þrengsli hefur verið lokað vegna veðurs. Þá hefur hringveginum verið lokað á á milli Skóga og Víkur og milli Lómagnúps og Jökulsárlóns. Hálkublettir eru víða. 21. mars 2023 20:36
Hvassir austanvindar og snjókoma með köflum syðst Allmikið og alldjúpt lægðasvæði er suður af landinu og veldur hvössum austanvindum, jafnvel stormi eða roki syðst. Snjókoma með köflum eða skafrenningur á sunnanverðu landinu og því getur færðin spillst með skömmum fyrirvara. 21. mars 2023 07:04