Rofar til síðdegis en ekki sést til vorsins í kortunum Fanndís Birna Logadóttir skrifar 22. mars 2023 12:30 Loka hefur þurft vegum reglulega í vetur og virðast landsmenn ekki hólpnir enn sem komið er. Vísir/Vilhelm Fjallvegir víða um land voru ófærir í morgun og var mjög blint sums staðar á norðanverðu landinu, Vestur- og Austfjörðum. Draga á úr vindi og éljum um miðjan dag að sögn veðurfræðings Vegagerðarinnar og er meinlítið veður í kortunum næstu daga. Lægðirnar séu þó að gera sig heimkomnar og áfram megi búast við að loka gæti þurft vegum á næstu vikum. Fjallvegir voru víða ófærir í morgunsárið eftir lægðargang síðustu daga. Einhverjir vegir voru opnaðir um hádegisbilið en enn eru lokanir á Vestfjörðum, Norðurlandi, Norðausturlandi, Austfjörðum, Suðausturlandi og Suðurlandi. Þá er varað hálku og skafrenningi víða. „Þegar það hefur náð að hvessa þá skóf og það varð mjög blint sum staðar, til dæmis vestur á fjörðum. Það var ekki mikill snjór til staðar en hann er svo léttur og það var svo hvasst að menn sáu ekkert úr augum. En hins vegar á Austfjörðum þá snjóaði dálítið eins og á Fjarðarheiði og Mývatns- og Möðrudalsöræfum,“ segir Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur Vegagerðarinnar. Vindurinn á þó að ganga niður þegar líða fer á daginn. „Í Öræfunum, þar sem hefur verið bara hvasst en ekki snjókoma, þar verður mikil breyting núna eftir hádegi og sérstaklega um klukkan þrjú og það sama austar, til dæmis á Fjarðaheiði, þar dregur bæði úr vindi og éljum í eftirmiðdaginn og svona smám saman þá fara menn að sjá eitthvað aðeins betur frá sér,“ segir Einar. Hvað næstu daga varðar sé meinlítið veður í kortunum með hefðbundnum éljagangi og norðaustan átt en bakkinn sem hafi legið utan í suðaustan og austanverðu landinu sé að fara til suðurs. Landsmenn hafi verið í nokkru skjóli frá lægðunum hingað til. „Núna eru þær farnar að gera sig aðeins heimakomnar en það stefnir í það næstu daga að þær verði hér fyrir sunnan okkur og það kólni á nýjan leik. Síðan verðum við bara að sjá til hvað gerist um miðja næstu viku, hvort það verði breytingar á þessu tíðarfari sem að hefur verið einkennandi fyrir marsmánuð,“ segir Einar. Ekki sést til vorsins af neinu viti í spám og kemur það ekki í ljós fyrr en um miðja næstu viku. Áfram má gera ráð fyrir að veður hafi áhrif á færð á næstunni. „Það er svo sem hefðbundið að íslensku vori eða vetri að vegir geta teppst, fjallvegirnir, alveg fram yfir páska og þess vegna fram í maí. Þannig við erum ekkert að komast út úr því ástandi, það er ekkert sem bendir til þess,“ segir Einar. Færð á vegum Veður Tengdar fréttir Björguðu tólf manns af Dynjandisheiði Björgunarsveitir frá Þingeyri, Flateyri og Ísafirði voru kallaðar út til aðstoðar fólks á Dynjandisheiði í gærkvöldi. Á staðnum var skollinn á þreifandi bylur og skyggni lítið sem ekkert. 22. mars 2023 07:56 Hellisheiði og Þrengslum lokuð Veginum um Hellisheiði og Þrengsli hefur verið lokað vegna veðurs. Þá hefur hringveginum verið lokað á á milli Skóga og Víkur og milli Lómagnúps og Jökulsárlóns. Hálkublettir eru víða. 21. mars 2023 20:36 Hvassir austanvindar og snjókoma með köflum syðst Allmikið og alldjúpt lægðasvæði er suður af landinu og veldur hvössum austanvindum, jafnvel stormi eða roki syðst. Snjókoma með köflum eða skafrenningur á sunnanverðu landinu og því getur færðin spillst með skömmum fyrirvara. 21. mars 2023 07:04 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Fjallvegir voru víða ófærir í morgunsárið eftir lægðargang síðustu daga. Einhverjir vegir voru opnaðir um hádegisbilið en enn eru lokanir á Vestfjörðum, Norðurlandi, Norðausturlandi, Austfjörðum, Suðausturlandi og Suðurlandi. Þá er varað hálku og skafrenningi víða. „Þegar það hefur náð að hvessa þá skóf og það varð mjög blint sum staðar, til dæmis vestur á fjörðum. Það var ekki mikill snjór til staðar en hann er svo léttur og það var svo hvasst að menn sáu ekkert úr augum. En hins vegar á Austfjörðum þá snjóaði dálítið eins og á Fjarðarheiði og Mývatns- og Möðrudalsöræfum,“ segir Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur Vegagerðarinnar. Vindurinn á þó að ganga niður þegar líða fer á daginn. „Í Öræfunum, þar sem hefur verið bara hvasst en ekki snjókoma, þar verður mikil breyting núna eftir hádegi og sérstaklega um klukkan þrjú og það sama austar, til dæmis á Fjarðaheiði, þar dregur bæði úr vindi og éljum í eftirmiðdaginn og svona smám saman þá fara menn að sjá eitthvað aðeins betur frá sér,“ segir Einar. Hvað næstu daga varðar sé meinlítið veður í kortunum með hefðbundnum éljagangi og norðaustan átt en bakkinn sem hafi legið utan í suðaustan og austanverðu landinu sé að fara til suðurs. Landsmenn hafi verið í nokkru skjóli frá lægðunum hingað til. „Núna eru þær farnar að gera sig aðeins heimakomnar en það stefnir í það næstu daga að þær verði hér fyrir sunnan okkur og það kólni á nýjan leik. Síðan verðum við bara að sjá til hvað gerist um miðja næstu viku, hvort það verði breytingar á þessu tíðarfari sem að hefur verið einkennandi fyrir marsmánuð,“ segir Einar. Ekki sést til vorsins af neinu viti í spám og kemur það ekki í ljós fyrr en um miðja næstu viku. Áfram má gera ráð fyrir að veður hafi áhrif á færð á næstunni. „Það er svo sem hefðbundið að íslensku vori eða vetri að vegir geta teppst, fjallvegirnir, alveg fram yfir páska og þess vegna fram í maí. Þannig við erum ekkert að komast út úr því ástandi, það er ekkert sem bendir til þess,“ segir Einar.
Færð á vegum Veður Tengdar fréttir Björguðu tólf manns af Dynjandisheiði Björgunarsveitir frá Þingeyri, Flateyri og Ísafirði voru kallaðar út til aðstoðar fólks á Dynjandisheiði í gærkvöldi. Á staðnum var skollinn á þreifandi bylur og skyggni lítið sem ekkert. 22. mars 2023 07:56 Hellisheiði og Þrengslum lokuð Veginum um Hellisheiði og Þrengsli hefur verið lokað vegna veðurs. Þá hefur hringveginum verið lokað á á milli Skóga og Víkur og milli Lómagnúps og Jökulsárlóns. Hálkublettir eru víða. 21. mars 2023 20:36 Hvassir austanvindar og snjókoma með köflum syðst Allmikið og alldjúpt lægðasvæði er suður af landinu og veldur hvössum austanvindum, jafnvel stormi eða roki syðst. Snjókoma með köflum eða skafrenningur á sunnanverðu landinu og því getur færðin spillst með skömmum fyrirvara. 21. mars 2023 07:04 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Björguðu tólf manns af Dynjandisheiði Björgunarsveitir frá Þingeyri, Flateyri og Ísafirði voru kallaðar út til aðstoðar fólks á Dynjandisheiði í gærkvöldi. Á staðnum var skollinn á þreifandi bylur og skyggni lítið sem ekkert. 22. mars 2023 07:56
Hellisheiði og Þrengslum lokuð Veginum um Hellisheiði og Þrengsli hefur verið lokað vegna veðurs. Þá hefur hringveginum verið lokað á á milli Skóga og Víkur og milli Lómagnúps og Jökulsárlóns. Hálkublettir eru víða. 21. mars 2023 20:36
Hvassir austanvindar og snjókoma með köflum syðst Allmikið og alldjúpt lægðasvæði er suður af landinu og veldur hvössum austanvindum, jafnvel stormi eða roki syðst. Snjókoma með köflum eða skafrenningur á sunnanverðu landinu og því getur færðin spillst með skömmum fyrirvara. 21. mars 2023 07:04