Þá hafa sjö milljónir verið greiddar til Verksýnar, tvær milljónir til Guðna Arnar byggingarþjónustu og 1,5 milljón til VSÓ.
Þetta kemur fram í svörum Reykjavíkurborgar við fyrirspurn fréttastofu.
Hilmar Þór Björnsson arkitekt gagnrýndi á dögunum að verkfræðistofan EFLA skyldi sjá um bæði að greina myglu og bjóða upp á ráðgjöf við að fjarlægja hana.
Mygla og raki í skólum, stofnunum og fyrirtækjum hafa verið fyrirferðamiklar í umræðunni síðustu misseri en Hilmar Þór segir menn vera að gera sér það að starfi og teljulind að leita að myglu í húsum.
„Það er mygla alls staðar og meira að segja i ísskápum okkar flestra. Ég held við eigum taka þessu rólega og anda með nefinu,“ segir Hilmar.
EFLA hefur skoðað yfir 7.000 byggingar á síðustu árum og myglusérfræðingurinn Ríkharður Kristjánsson, starfsmaður EFLU, segist ekki sammála því að það sé vandamál að greining og ráðgjöf sé á höndum sama aðila. Um flókið mál sé að ræða.
Þá segir hann EFLU ekki hafa verið hleypt inn í skólana fyrr en foreldrar kröfðust þess.