Trump sagður spenntur fyrir því að vera handjárnaður Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. mars 2023 08:07 Trump er sagður ætla að setja á svið sirkús ef hann verður handtekinn. AP/Nick Wagner Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, er sagður vera spenntur fyrir því að birtast handjárnaður í dómsal ef svo fer að hann verður handtekinn fyrir þátt sinn í því að hafa greitt klámmyndaleikkonunni Stormy Daniels mútur. Þetta hafa erlendir miðlar eftir heimildarmönnum úr innsta hring Trump. Forsetinn fyrrverandi er sagður hyggjast freista þess að snúa mögulegu dómsmáli í sirkús, meðal annars til að höfða til hörðustu stuðningsmanna sinna. Trump sagði um helgina að hann yrði handtekinn á þriðjudag, í gær, og hvatti stuðningsmenn sína til að efna til mótmæla. Viðbúnaður var víða efldur í kjölfarið, meðal annars í New York. Lögmenn Trump eru sagðir hafa biðlað til hans um að halda sig fjarri og birtast fyrir dómara um fjarfundabúnað. Hann ku hins vegar hafa hafnað þessum umleitunum og er meira að segja sagður hafa fagnað þeim möguleika að verða skotinn; það myndi tryggja honum sigur í forsetakosningunum 2024. Samkvæmt New York Times hafa einstaklingar í innsta hring Trump nokkrar áhyggjur af því hvort hann geri sér raunverulega grein fyrir því hversu alvarlegt málið er. Hann virðist einblína á það að ögra yfirvöldum og höfða til stuðningsmanna sinna. Uppátæki Trump, sem hefðu gert út um pólitíska möguleika annarra, hafa oftar en ekki orðið til þess að vekja eldmóð meðal stuðningsmanna hans og auka innstreymið í kosningasjóð viðskiptajöfursins. Nú hefur hann hins vegar misst stuðning meðal hluta Repúblikanaflokksins og óvíst hverju látalætin skila honum, ekki síst meðal óákveðinna. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Útför páfans á laugardag Erlent Fleiri fréttir Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Sjá meira
Þetta hafa erlendir miðlar eftir heimildarmönnum úr innsta hring Trump. Forsetinn fyrrverandi er sagður hyggjast freista þess að snúa mögulegu dómsmáli í sirkús, meðal annars til að höfða til hörðustu stuðningsmanna sinna. Trump sagði um helgina að hann yrði handtekinn á þriðjudag, í gær, og hvatti stuðningsmenn sína til að efna til mótmæla. Viðbúnaður var víða efldur í kjölfarið, meðal annars í New York. Lögmenn Trump eru sagðir hafa biðlað til hans um að halda sig fjarri og birtast fyrir dómara um fjarfundabúnað. Hann ku hins vegar hafa hafnað þessum umleitunum og er meira að segja sagður hafa fagnað þeim möguleika að verða skotinn; það myndi tryggja honum sigur í forsetakosningunum 2024. Samkvæmt New York Times hafa einstaklingar í innsta hring Trump nokkrar áhyggjur af því hvort hann geri sér raunverulega grein fyrir því hversu alvarlegt málið er. Hann virðist einblína á það að ögra yfirvöldum og höfða til stuðningsmanna sinna. Uppátæki Trump, sem hefðu gert út um pólitíska möguleika annarra, hafa oftar en ekki orðið til þess að vekja eldmóð meðal stuðningsmanna hans og auka innstreymið í kosningasjóð viðskiptajöfursins. Nú hefur hann hins vegar misst stuðning meðal hluta Repúblikanaflokksins og óvíst hverju látalætin skila honum, ekki síst meðal óákveðinna.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Útför páfans á laugardag Erlent Fleiri fréttir Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent