Barátta upp á líf og dauða tekin heldur alvarlega Valur Páll Eiríksson skrifar 22. mars 2023 12:00 Sævar Atli Magnússon Vísir/Valur Páll Sævar Atli Magnússon er í fyrsta sinn í A-landsliðshópi í keppnisleikjum fyrir komandi verkefni gegn Bosníu og Liechtenstein í undankeppni EM 2024. Hann og liðsfélagi hans Alfreð Finnbogason mæta marðir og barðir til leiks eftir síðasta leik Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni. „Ég er mjög stoltur af því að vera hérna og mjög spenntur. Þetta á eftir að verða mjög skemmtilegt og ég ætla að reyna að nýta þennan tíma í að læra mikið frá öðrum leikmönnum og njóta þess að vera hérna,“ segir Sævar Atli um landsliðskallið. Sævar segir þá að íslenska liðið þurfi að vera skynsamir í komandi leik við Bosníu annað kvöld. „Við verðum að vera skynsamir og stjórna leiknum. Án bolta verður mikið verkefni því þeir eru með frábæra leikmenn eins og Edin Dzeko. Við verðum að vera klókir á öllum sviðum leiksins“. Klippa: Mætir vígalegur til leiks Lemstraðir Lyngbymenn Það þurfti að sauma átta spor í andlit Sævars eftir leik liðs hans Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni um helgina og sér vel á kauða. „Ég skalla hann í hnakkann og fékk mikinn verk. Ég ætlaði að standa upp og halda áfram en þá gjörsamlega fossblæðir úr enninu,“ segir Sævar. Alfreð Finnbogason fær væna klípu í andlitið.Mynd/Lyngby Alfreð Finnbogason er liðsfélagi Sævars Atla hjá Lyngby en hann fékk einnig höfuðhögg í leiknum og er litlu betur útleikinn í framan. Líkt og sjá má á meðfylgjandi mynd fékk hann væna klípu frá andstæðingnum. „Það gerðist bara fimm mínútum áður. Þetta var á móti liði sem gefur ekkert eftir í einvígum og við mættum þeim þar. Við Íslendingarnir fengum aðeins að finna fyrir því,“ Lyngby er á botni dönsku úrvalsdeildarinnar og berst fyrir lífi sínu í deildinni. Aðspurður hvort þeir félagar taki þá baráttu ekki skrefinu of langt segir Sævar: „Nei, heldur betur ekki. Ég vona bara að þetta sé það sem koma skal, því við erum í áhugaverðu verkefni þarna í Lyngby. Við erum að elta og erum búnir að ná einu liði og erum í ellefta sæti núna en það er hellingur eftir,“ Fleira kemur fram í viðtalinu við Sævar sem má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan. Ísland mætir Bosníu annað kvöld og Liectenstein á sunnudag. Vísir mun fylgja liðinu vel eftir í kringum leikina tvo. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Tottenham - FCK | Viktor og Rúnar í Lundúnum Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira
„Ég er mjög stoltur af því að vera hérna og mjög spenntur. Þetta á eftir að verða mjög skemmtilegt og ég ætla að reyna að nýta þennan tíma í að læra mikið frá öðrum leikmönnum og njóta þess að vera hérna,“ segir Sævar Atli um landsliðskallið. Sævar segir þá að íslenska liðið þurfi að vera skynsamir í komandi leik við Bosníu annað kvöld. „Við verðum að vera skynsamir og stjórna leiknum. Án bolta verður mikið verkefni því þeir eru með frábæra leikmenn eins og Edin Dzeko. Við verðum að vera klókir á öllum sviðum leiksins“. Klippa: Mætir vígalegur til leiks Lemstraðir Lyngbymenn Það þurfti að sauma átta spor í andlit Sævars eftir leik liðs hans Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni um helgina og sér vel á kauða. „Ég skalla hann í hnakkann og fékk mikinn verk. Ég ætlaði að standa upp og halda áfram en þá gjörsamlega fossblæðir úr enninu,“ segir Sævar. Alfreð Finnbogason fær væna klípu í andlitið.Mynd/Lyngby Alfreð Finnbogason er liðsfélagi Sævars Atla hjá Lyngby en hann fékk einnig höfuðhögg í leiknum og er litlu betur útleikinn í framan. Líkt og sjá má á meðfylgjandi mynd fékk hann væna klípu frá andstæðingnum. „Það gerðist bara fimm mínútum áður. Þetta var á móti liði sem gefur ekkert eftir í einvígum og við mættum þeim þar. Við Íslendingarnir fengum aðeins að finna fyrir því,“ Lyngby er á botni dönsku úrvalsdeildarinnar og berst fyrir lífi sínu í deildinni. Aðspurður hvort þeir félagar taki þá baráttu ekki skrefinu of langt segir Sævar: „Nei, heldur betur ekki. Ég vona bara að þetta sé það sem koma skal, því við erum í áhugaverðu verkefni þarna í Lyngby. Við erum að elta og erum búnir að ná einu liði og erum í ellefta sæti núna en það er hellingur eftir,“ Fleira kemur fram í viðtalinu við Sævar sem má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan. Ísland mætir Bosníu annað kvöld og Liectenstein á sunnudag. Vísir mun fylgja liðinu vel eftir í kringum leikina tvo.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Tottenham - FCK | Viktor og Rúnar í Lundúnum Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira