Uppsögn vegna persónulegra lána dæmd ólögleg Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. mars 2023 11:46 Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Fyrrverandi aðstoðarverslunarstjóri í verslun í Reykjavík fær 2,5 milljónir króna í bætur vegna ólögmætar uppsagnar. Starfsmaðurinn hafði slegið persónuleg lán hjá öðrum starfsmönnum í aðdraganda uppsagnarinnar. Héraðsdómur telur að ekki hafi verið rétt staðið að starfslokum starfsmannsins. Málið má rekja til þess að umræddur aðstoðarverslunarstjóri var kallaður til fundar með mannauðsstjóra fyrirtækisins, sem er ótilgreint í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Þar bauð mannauðsstjórinn starfsmanninum að skrifa undir starfslokasamning, sem fæli í sér að hún myndi ljúka störfum samdægurs. Tekist var á það um fyrir dómi hvort að umræddur starfslokasamningur hafi falið í sér ólögmæta uppsögn eða ekki. Aðstoðarverslunarstjórinn fyrrverandi taldi svo vera. Hún hafi verið grunlaus um að ræða ætti starfsflok á umræddum fundi. Þá hafi hún verið í andlegu ójafnvægi á þeim tíma er starfslokasamningurinn var undirritaður, þvó hafi hún hafi verið ófær um að meðtaka með skýrum hætti aðstæður á umræddum fundi. Starfslokin rakin til persónulegra lána til starfsmannsins frá öðrum starfsmönnum Upplifun starsmannsins hafi verið sú að ekki væri annað í boði en að skrifa undir umræddan starfslokasamning. Í dómi héraðsdóms kemur fram að óumdeilt sé að starfslok starfsmannsins eigi rætur að rekja til hegðunar hans sjálfs og samskiptum við aðra starfsmenn. Í dóminum kemur fram að starfsmaðurinn hafi um skamma hríð, í aðdraganda uppsagnarinnar, slegið nokkur persónuleg lán hjá öðrum starfsmönnum verslunarinnar. Að öðru leyti hafi hann staðið sig vel þau fimm ár sem viðkomandi hafði starfað hjá fyrirtækinu. Ekki staðið rétt að starfslokunum Í mati dómsins um það hvort að undirritun starfslokasamnings hafi falið í sér uppsögn segir að skammur aðdragandi fundarins og undirbúningur hans, og hversu skamman tíma fundurinn tók, tæpan hálftíma, hafi starfsmanninum í raun verið sagt upp. Þá þurfti dómurinn að meta hvort að umrædd uppsögn hafi verið ólögleg. Segir í dómi héraðsdóms að rökrétt skref vinnuveitandans við umræddri hegðun starfsmannsins um að óska eftir lánum frá samstarfsmönnum hefði verið að ræða við viðkomandi. Óska eftir því að starfsmaðurinn léti af slíkri hegðun og endurgreiddi lánin. Þá hafi einnig getað komið til greina að veita starfsmanninum áminningu. Að auki hafi ekki verið leitað annarra leiða til þess að leysa málið, en að segja starfsmanninum upp. Komst dómurinn því að þeirri niðurstöðu að ekki hafi verið rétt staðið að uppsögninni. Var starfsmanninum því dæmdar 1,8 milljónir króna í bætur vegna fjártjóns og 700 þúsund krónur í miskabætur vegna málsins. Verslun Dómsmál Vinnumarkaður Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Fleiri fréttir Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Sjá meira
Málið má rekja til þess að umræddur aðstoðarverslunarstjóri var kallaður til fundar með mannauðsstjóra fyrirtækisins, sem er ótilgreint í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Þar bauð mannauðsstjórinn starfsmanninum að skrifa undir starfslokasamning, sem fæli í sér að hún myndi ljúka störfum samdægurs. Tekist var á það um fyrir dómi hvort að umræddur starfslokasamningur hafi falið í sér ólögmæta uppsögn eða ekki. Aðstoðarverslunarstjórinn fyrrverandi taldi svo vera. Hún hafi verið grunlaus um að ræða ætti starfsflok á umræddum fundi. Þá hafi hún verið í andlegu ójafnvægi á þeim tíma er starfslokasamningurinn var undirritaður, þvó hafi hún hafi verið ófær um að meðtaka með skýrum hætti aðstæður á umræddum fundi. Starfslokin rakin til persónulegra lána til starfsmannsins frá öðrum starfsmönnum Upplifun starsmannsins hafi verið sú að ekki væri annað í boði en að skrifa undir umræddan starfslokasamning. Í dómi héraðsdóms kemur fram að óumdeilt sé að starfslok starfsmannsins eigi rætur að rekja til hegðunar hans sjálfs og samskiptum við aðra starfsmenn. Í dóminum kemur fram að starfsmaðurinn hafi um skamma hríð, í aðdraganda uppsagnarinnar, slegið nokkur persónuleg lán hjá öðrum starfsmönnum verslunarinnar. Að öðru leyti hafi hann staðið sig vel þau fimm ár sem viðkomandi hafði starfað hjá fyrirtækinu. Ekki staðið rétt að starfslokunum Í mati dómsins um það hvort að undirritun starfslokasamnings hafi falið í sér uppsögn segir að skammur aðdragandi fundarins og undirbúningur hans, og hversu skamman tíma fundurinn tók, tæpan hálftíma, hafi starfsmanninum í raun verið sagt upp. Þá þurfti dómurinn að meta hvort að umrædd uppsögn hafi verið ólögleg. Segir í dómi héraðsdóms að rökrétt skref vinnuveitandans við umræddri hegðun starfsmannsins um að óska eftir lánum frá samstarfsmönnum hefði verið að ræða við viðkomandi. Óska eftir því að starfsmaðurinn léti af slíkri hegðun og endurgreiddi lánin. Þá hafi einnig getað komið til greina að veita starfsmanninum áminningu. Að auki hafi ekki verið leitað annarra leiða til þess að leysa málið, en að segja starfsmanninum upp. Komst dómurinn því að þeirri niðurstöðu að ekki hafi verið rétt staðið að uppsögninni. Var starfsmanninum því dæmdar 1,8 milljónir króna í bætur vegna fjártjóns og 700 þúsund krónur í miskabætur vegna málsins.
Verslun Dómsmál Vinnumarkaður Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Fleiri fréttir Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Sjá meira