Martröð fyrir Noreg: „Hélt að það væri fyrsti apríl“ Sindri Sverrisson skrifar 21. mars 2023 12:31 Erling Braut Haaland hefur bókstaflega raðað inn mörkum að undanförnu fyrir Manchester City. EPA-EFE/Adam Vaughan „Þetta er það versta sem gat gerst,“ segir sérfræðingur TV 2 í Noregi um þau tíðindi dagsins að framherjinn Erling Braut Haaland væri dottinn út úr norska landsliðshópnum í fótbolta vegna meiðsla. Haaland hefur verið í miklum ham að undanförnu með Manchester City og skorað samtals níu mörk í síðustu þremur leikjum. Hann var mættur á æfingu norska landsliðsins á Marbella á Spáni í gær en líkt og fleiri tók hann ekki þátt í hefðbundinni liðsæfingu heldur æfði einn. Í frétt Nettavisen segir að Haaland hafi verið hinn hressasti á æfingunni og að ekkert hafi bent til þess að hann glímdi við meiðsli, en nú er hann farinn aftur til Englands vegna meiðsla í nára. Ståle Solbakken, landsliðsþjálfari Noregs, þarf því að treysta á mörk frá öðrum leikmönnum gegn Spáni og Georgíu, í fyrstu leikjunum í undankeppni EM 2024. „Þetta er það versta sem gat gerst. Martröð Solbakkens. Möguleikar Noregs snarminnka við að vera án hans í þessum tveimur leikjum, í mikilvægustu viku Solbakkens sem landsliðsþjálfara,“ sagði Jesper Mathisen, sérfræðingur TV 2 um fótboltalandsliðið. „Þetta er rosalegt áfall. Tilkynningin kom og ég þurfti að kíkja á dagatalið til að sjá hvort mars hefði flogið hjá. Ég hélt að það væri 1. apríl,“ sagði Mathisen. Enn hellingur af sjálfstrausti og hæfleikum í hópnum Solbakken sagði ljóst að aðrir leikmenn þyrftu einfaldlega að fylla í skarðið sem Haaland skilur eftir sig. „Erling átti erfitt með að kyngja því að geta ekki verið með og barist fyrir liðið. Sem betur fer er enn hellingur af sjálfstrausti, hæfileikum og samheldni í þessum hópi til að ná í stig í næstu leikjum. Við munum ekki hengja haus heldur höldum áfram að vera eins vel undirbúnir og við getum á laugardag og þriðjudag,“ sagði landsliðsþjálfarinn. Enski boltinn EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Enski boltinn „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti Samdi við kríuna um að koma sér á brott Golf NBA stjarna borin út Körfubolti Fleiri fréttir Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjá meira
Haaland hefur verið í miklum ham að undanförnu með Manchester City og skorað samtals níu mörk í síðustu þremur leikjum. Hann var mættur á æfingu norska landsliðsins á Marbella á Spáni í gær en líkt og fleiri tók hann ekki þátt í hefðbundinni liðsæfingu heldur æfði einn. Í frétt Nettavisen segir að Haaland hafi verið hinn hressasti á æfingunni og að ekkert hafi bent til þess að hann glímdi við meiðsli, en nú er hann farinn aftur til Englands vegna meiðsla í nára. Ståle Solbakken, landsliðsþjálfari Noregs, þarf því að treysta á mörk frá öðrum leikmönnum gegn Spáni og Georgíu, í fyrstu leikjunum í undankeppni EM 2024. „Þetta er það versta sem gat gerst. Martröð Solbakkens. Möguleikar Noregs snarminnka við að vera án hans í þessum tveimur leikjum, í mikilvægustu viku Solbakkens sem landsliðsþjálfara,“ sagði Jesper Mathisen, sérfræðingur TV 2 um fótboltalandsliðið. „Þetta er rosalegt áfall. Tilkynningin kom og ég þurfti að kíkja á dagatalið til að sjá hvort mars hefði flogið hjá. Ég hélt að það væri 1. apríl,“ sagði Mathisen. Enn hellingur af sjálfstrausti og hæfleikum í hópnum Solbakken sagði ljóst að aðrir leikmenn þyrftu einfaldlega að fylla í skarðið sem Haaland skilur eftir sig. „Erling átti erfitt með að kyngja því að geta ekki verið með og barist fyrir liðið. Sem betur fer er enn hellingur af sjálfstrausti, hæfileikum og samheldni í þessum hópi til að ná í stig í næstu leikjum. Við munum ekki hengja haus heldur höldum áfram að vera eins vel undirbúnir og við getum á laugardag og þriðjudag,“ sagði landsliðsþjálfarinn.
Enski boltinn EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Enski boltinn „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti Samdi við kríuna um að koma sér á brott Golf NBA stjarna borin út Körfubolti Fleiri fréttir Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti