Þingfesta ákæru gegn 25 mönnum vegna árásarinnar á Bankastræti Club Kjartan Kjartansson skrifar 21. mars 2023 08:51 Hluti sakborninga í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Vísir/Vilhelm Ákæra á hendur 25 karlmönnum á aldrinum átján til 36 ára vegna árásarinnar á skemmtistaðnum Bankastræti Club í nóvember verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Nítján ára karlmaður er ákærður fyrir tilraun til manndráps og tíu félagar hans fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. Hópur grímuklæddra karlmana ruddist inn á Bankastræti Club við Bankastræti 5 í miðborg Reykjavíkur að kvöldi fimmtudagsins 17. nóvember. Þar réðst hersingin á þrjá karlmenn á neðri hæð staðarins. Málið vakti óhug í samfélaginu og hafði lögregla aukin viðbúnað í kjölfarið. Karlmaðurinn sem er ákærður fyrir tilraun til manndráps var nýorðinn nítján ára gamall þegar árásin var gerð. Honum er gefið að sök að hafa veist að fórnarlömbunum þremur með hnífi. Einn manninn stakk hann tvisvar í öxlina, tvisvar í brjóstkassann, tvisvar í læri og einu sinni í framhandlegg. Annan stakk hann í vinstri síðuna og þann þriðja einu sinni í framhandlegg og einu sinni í hægra lægri. Margir sakborninganna huldu andlit sín með grímum, sólgleraugum og hettupeysum.Vísir/Vilhelm Spörkuðu og slógu mennina í gólfinu Tíu félagar hans eru ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. Þeir létu högg og spörk dynja á fórnarlömbunum þremur og stöppuðu á þeim þar sem þau lágu í gólfinu. Einn árásarmannanna var vopnaður hafnaboltakylfu samkvæmt ákærunni. Fjórtán manns til viðbótar eru ákærðir fyrir hlutdeild í ofbeldisbrotum félaga sinna ellefu. Þeir eru sagðir hafa ruðst inn á staðinn vitandi hvað til stóð og tekið þátt í að ógna fórnarlömbunum með því að vera viðstaddir á meðan á atlögunni stóð. Þannig hafi þeir veitt félögum sínum liðsinni í verki og verið liðsauki við þá. Árásin náðist á upptöku úr öryggismyndavél á skemmtistaðnum sem lekið var úr upplýsingakerfi lögreglu. Einn þessara fjórtán er jafnframt ákærður fyrir brot á vopnalögum og ávana- og fíkniefnabrot. Við húsleit á heimili hans í Árbæ fundust hnífar af ýmsu tagi, hnúajárn, hafnaboltakylfa, úðavopn og loftskammbyssa auk kókaíns. Fórnarlömb árásarinnar krefja árásarmennina um skaðabætur upp á fimm milljónir króna hvert. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu stendur til að þingfesta málið í fjórum hollum. Það fyrsta byrjar klukkan 10, svo 11:30, aftur klukkan 13 og að lokum klukkan 15. Sakborningar í málinu eru á þriðja tug. Þeir elstu eru á fertugsaldri en þeir yngstu eru aðeins átján ára gamlir.Vísir/Vilhelm Hnífstunguárás á Bankastræti Club Dómsmál Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Fleiri fréttir Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Sjá meira
Hópur grímuklæddra karlmana ruddist inn á Bankastræti Club við Bankastræti 5 í miðborg Reykjavíkur að kvöldi fimmtudagsins 17. nóvember. Þar réðst hersingin á þrjá karlmenn á neðri hæð staðarins. Málið vakti óhug í samfélaginu og hafði lögregla aukin viðbúnað í kjölfarið. Karlmaðurinn sem er ákærður fyrir tilraun til manndráps var nýorðinn nítján ára gamall þegar árásin var gerð. Honum er gefið að sök að hafa veist að fórnarlömbunum þremur með hnífi. Einn manninn stakk hann tvisvar í öxlina, tvisvar í brjóstkassann, tvisvar í læri og einu sinni í framhandlegg. Annan stakk hann í vinstri síðuna og þann þriðja einu sinni í framhandlegg og einu sinni í hægra lægri. Margir sakborninganna huldu andlit sín með grímum, sólgleraugum og hettupeysum.Vísir/Vilhelm Spörkuðu og slógu mennina í gólfinu Tíu félagar hans eru ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. Þeir létu högg og spörk dynja á fórnarlömbunum þremur og stöppuðu á þeim þar sem þau lágu í gólfinu. Einn árásarmannanna var vopnaður hafnaboltakylfu samkvæmt ákærunni. Fjórtán manns til viðbótar eru ákærðir fyrir hlutdeild í ofbeldisbrotum félaga sinna ellefu. Þeir eru sagðir hafa ruðst inn á staðinn vitandi hvað til stóð og tekið þátt í að ógna fórnarlömbunum með því að vera viðstaddir á meðan á atlögunni stóð. Þannig hafi þeir veitt félögum sínum liðsinni í verki og verið liðsauki við þá. Árásin náðist á upptöku úr öryggismyndavél á skemmtistaðnum sem lekið var úr upplýsingakerfi lögreglu. Einn þessara fjórtán er jafnframt ákærður fyrir brot á vopnalögum og ávana- og fíkniefnabrot. Við húsleit á heimili hans í Árbæ fundust hnífar af ýmsu tagi, hnúajárn, hafnaboltakylfa, úðavopn og loftskammbyssa auk kókaíns. Fórnarlömb árásarinnar krefja árásarmennina um skaðabætur upp á fimm milljónir króna hvert. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu stendur til að þingfesta málið í fjórum hollum. Það fyrsta byrjar klukkan 10, svo 11:30, aftur klukkan 13 og að lokum klukkan 15. Sakborningar í málinu eru á þriðja tug. Þeir elstu eru á fertugsaldri en þeir yngstu eru aðeins átján ára gamlir.Vísir/Vilhelm
Hnífstunguárás á Bankastræti Club Dómsmál Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Fleiri fréttir Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Sjá meira