Játar að hafa sett konuna í frystinn og er með nauðgunardóma á bakinu Árni Sæberg skrifar 20. mars 2023 23:46 Þessar myndir eru úr öryggismyndavélum verslunar, þar sem maðurinn var sakaður um að hafa stolið mýflugnafælu árið 2019. Lögreglan í Svíþjóð Norskur karlmaður, sem var handtekinn á fimmtudag eftir að lík sambýliskonu hans fannst í frystikistu á sveitabæ hans í Vermalandi í Svíþjóð, hefur játað að hafa vanvirt lík konunnar en neitar að hafa myrt hana. Hann á langan sakaferil að baki og hefur meðal annars hlotið dóma fyrir tvær nauðganir. Greint var frá því á laugadag að karlmaður hefði verið handtekinn eftir að lík konu fannst niðurhlutað í frystikistu heima hjá honum. Hann hefur nú verið úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald. Líkið sem um ræðir er af sambýliskonu mannsins, sem saknað hafði verið frá árinu 2018. Stefan Liliebäck, verjandi hans, segir í samtali við norska fréttamiðilinn NRK að maðurinn hafi játað vanvirðandi meðferð á líkinu en neiti staðfastlega að hafa myrt hana. Hann hafi sagt yfirheyrendum hvernig konan lést og hvernig það hafi komið til að lík hennar endaði sundurhlutað í frystikistunni. Liliebäck segist þó ekki geta greint nánar frá útskýringum hans. Afbrotaferill nær aftur til níunda áratugarins Maðurinn, sem er á sextugsaldri, á að baki langan og fjölbreyttan afbrotaferil sem nær aftur til níunda áratugar síðustu aldar. NRK hefur komist yfir fjölda dóma yfir manninum. Þeir alvarlegustu eru frá tíunda áratugnum, þegar maðurinn var sakfelldur fyrir tvær nauðganir og eina tilraun til nauðgunar. Í öðru tilfellinu sagði kona að maðurinn hefði nauðgað sér við vegkant eftir að berað sig fyrir henni. Seinni nauðgunina, sem maðirinn var sakfelldur fyrir, framdi hann gegn konu á níræðisaldri. Hún sagði á sínum tíma að hann hefði ruðst inn í svefnherbergi hennar, haldið púða yfir vitum hennar og nauðgað henni. Hún hafi óttast um líf sitt þar sem hann hafi verið stór og ægisterkur. Þá segir í frétt NRK að maðurinn hafi verið nauðungarvistaður á viðeigandi stofnun vegna geðrænna vandamála eftir að hafa ítrekað berað sig fyrir fólki. Þar á meðal 76 ára gamalli konu og þrettán ára barni. Auk kynferðisbrota hefur maðurinn einnig verið sakfelldur fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna og án leyfis. Loks var hann kærður fyrir búðarhnupl í verslun ICA í Svíþjóð árið 2019 en ekki sakfelldur fyrir. Honum var þó meinaður aðgangur að verslunum keðjunnar til frambúðar. Svíþjóð Erlend sakamál Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Sjá meira
Greint var frá því á laugadag að karlmaður hefði verið handtekinn eftir að lík konu fannst niðurhlutað í frystikistu heima hjá honum. Hann hefur nú verið úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald. Líkið sem um ræðir er af sambýliskonu mannsins, sem saknað hafði verið frá árinu 2018. Stefan Liliebäck, verjandi hans, segir í samtali við norska fréttamiðilinn NRK að maðurinn hafi játað vanvirðandi meðferð á líkinu en neiti staðfastlega að hafa myrt hana. Hann hafi sagt yfirheyrendum hvernig konan lést og hvernig það hafi komið til að lík hennar endaði sundurhlutað í frystikistunni. Liliebäck segist þó ekki geta greint nánar frá útskýringum hans. Afbrotaferill nær aftur til níunda áratugarins Maðurinn, sem er á sextugsaldri, á að baki langan og fjölbreyttan afbrotaferil sem nær aftur til níunda áratugar síðustu aldar. NRK hefur komist yfir fjölda dóma yfir manninum. Þeir alvarlegustu eru frá tíunda áratugnum, þegar maðurinn var sakfelldur fyrir tvær nauðganir og eina tilraun til nauðgunar. Í öðru tilfellinu sagði kona að maðurinn hefði nauðgað sér við vegkant eftir að berað sig fyrir henni. Seinni nauðgunina, sem maðirinn var sakfelldur fyrir, framdi hann gegn konu á níræðisaldri. Hún sagði á sínum tíma að hann hefði ruðst inn í svefnherbergi hennar, haldið púða yfir vitum hennar og nauðgað henni. Hún hafi óttast um líf sitt þar sem hann hafi verið stór og ægisterkur. Þá segir í frétt NRK að maðurinn hafi verið nauðungarvistaður á viðeigandi stofnun vegna geðrænna vandamála eftir að hafa ítrekað berað sig fyrir fólki. Þar á meðal 76 ára gamalli konu og þrettán ára barni. Auk kynferðisbrota hefur maðurinn einnig verið sakfelldur fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna og án leyfis. Loks var hann kærður fyrir búðarhnupl í verslun ICA í Svíþjóð árið 2019 en ekki sakfelldur fyrir. Honum var þó meinaður aðgangur að verslunum keðjunnar til frambúðar.
Svíþjóð Erlend sakamál Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Sjá meira