Stirður eftir alla löngu boltana hjá nýja þjálfaranum Valur Páll Eiríksson skrifar 21. mars 2023 09:01 Rúnar Alex Rúnarsson hefur þurft að aðlaga leik sinn undir stjórn nýs þjálfara. Hann kveðst hins vegar spenntur fyrir komandi landsliðsverkefni. Getty/Robbie Jay Barratt Rúnar Alex Rúnarsson, landsliðsmarkvörður Íslands, tók ekki þátt á æfingu liðsins í München í Þýskalandi í gær þar sem hann var nýlentur eftir leik liðs hans Alanyaspor kvöldið áður. Þar hefur hann þurft að aðlagast leikstíl nýs þjálfara. Aðspurður um gengið í Tyrklandi undanfarnar vikur segir Rúnar Alex: „Upp og ofan. Þjálfarinn hætti mjög óvænt og það var mikil eftirsjá af honum. Við byrjuðum mjög vel með nýja þjálfaranum þar sem við vinnum 1-0 mjög góðan sigur og svo höfum við tapað síðustu tveimur og erum komnir í smá baráttu núna. Sem er ekkert dramatískt þannig en það hefði mátt ganga betur,“ segir Rúnar Alex sem segir ákveðnar áherslubreytingar hafa orðið eftir þjálfaraskiptin. „Við vorum með mjög nútímalegan þjálfara sem spilaði úr öllu og notaði mína styrkleika mjög mikið. Það hentaði mér mjög vel og var í raun langstærsta ástæðan fyrir því að ég fór út til Tyrklands til að byrja með,“ „Svo kemur nýr þjálfari sem er bara gamli skólinn. Við erum að verjast töluvert meira núna og spila löngum boltum. Það er allt í lagi, maður lærir bara að spila öðruvísi og glíma við það. Ég reyni þá að bæta mig á öðrum sviðum undir nýjum þjálfara,“ segir Rúnar Alex. Aðspurður um hvort mörg löng spörk sitji í honum eftir leikinn í fyrrakvöld segir hann: „Já, maður var að spila í gærkvöldi og lenti stuttu fyrir æfingu svo það er bara skynsamlegast. En vissulega voru þónokkuð mörg útspörk í gær sem sitja svolítið í mér.“ Klippa: Rúnar Alex Spenntur að byrja á erfiðum leik Ísland hefur leik í undankeppni EM 2024 í Þýskalandi á fimmtudaginn kemur er liðið mætir Bosníu í bænum Senica. Leiðin liggur eftir það til Liechtenstein á sunnudag. Rúnar kveðst spenntur fyrir nýtti undankeppni. „Ég er mjög spenntur að byrja á erfiðum leik. Ég held að það verði gott fyrir okkur og við höfum alltaf verið góðir gegn góðum þjóðum. Ég held það geti verið mjög gott fyrir okkur að byrja á vonandi góðum úrslitum og taka það með okkur inn í þessa undankeppni,“ „Við viljum fara á EM og þá verðum við að fá stig úr sem flestum leikjum. Þá er gott að byrja á því að fá úrslit í Bosníu og byggja ofan á það,“ segir Rúnar Alex. Fleira kemur fram í viðtalinu við Rúnar Alex sem má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan. Ísland mætir Bosníu á fimmtudag og Liectenstein á sunnudag. Vísir mun fylgja liðinu vel eftir í kringum leikina tvo. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Tottenham - FCK | Viktor og Rúnar í Lundúnum Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira
Aðspurður um gengið í Tyrklandi undanfarnar vikur segir Rúnar Alex: „Upp og ofan. Þjálfarinn hætti mjög óvænt og það var mikil eftirsjá af honum. Við byrjuðum mjög vel með nýja þjálfaranum þar sem við vinnum 1-0 mjög góðan sigur og svo höfum við tapað síðustu tveimur og erum komnir í smá baráttu núna. Sem er ekkert dramatískt þannig en það hefði mátt ganga betur,“ segir Rúnar Alex sem segir ákveðnar áherslubreytingar hafa orðið eftir þjálfaraskiptin. „Við vorum með mjög nútímalegan þjálfara sem spilaði úr öllu og notaði mína styrkleika mjög mikið. Það hentaði mér mjög vel og var í raun langstærsta ástæðan fyrir því að ég fór út til Tyrklands til að byrja með,“ „Svo kemur nýr þjálfari sem er bara gamli skólinn. Við erum að verjast töluvert meira núna og spila löngum boltum. Það er allt í lagi, maður lærir bara að spila öðruvísi og glíma við það. Ég reyni þá að bæta mig á öðrum sviðum undir nýjum þjálfara,“ segir Rúnar Alex. Aðspurður um hvort mörg löng spörk sitji í honum eftir leikinn í fyrrakvöld segir hann: „Já, maður var að spila í gærkvöldi og lenti stuttu fyrir æfingu svo það er bara skynsamlegast. En vissulega voru þónokkuð mörg útspörk í gær sem sitja svolítið í mér.“ Klippa: Rúnar Alex Spenntur að byrja á erfiðum leik Ísland hefur leik í undankeppni EM 2024 í Þýskalandi á fimmtudaginn kemur er liðið mætir Bosníu í bænum Senica. Leiðin liggur eftir það til Liechtenstein á sunnudag. Rúnar kveðst spenntur fyrir nýtti undankeppni. „Ég er mjög spenntur að byrja á erfiðum leik. Ég held að það verði gott fyrir okkur og við höfum alltaf verið góðir gegn góðum þjóðum. Ég held það geti verið mjög gott fyrir okkur að byrja á vonandi góðum úrslitum og taka það með okkur inn í þessa undankeppni,“ „Við viljum fara á EM og þá verðum við að fá stig úr sem flestum leikjum. Þá er gott að byrja á því að fá úrslit í Bosníu og byggja ofan á það,“ segir Rúnar Alex. Fleira kemur fram í viðtalinu við Rúnar Alex sem má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan. Ísland mætir Bosníu á fimmtudag og Liectenstein á sunnudag. Vísir mun fylgja liðinu vel eftir í kringum leikina tvo.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Tottenham - FCK | Viktor og Rúnar í Lundúnum Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira