Samkvæmt dagbók lögreglu barst einnig tilkynning um innbrot í Kópavogi. Þá bar brotist inn í fyrirtæki í Breiðholti og í bíl í Kópavogi.
Í dagbók lögreglu kemur einnig fram að einn hafi verið handtekinn eftir líkamsárás í Hlíðunum í gær. Þá var óskað eftir aðstoð lögreglu vegna einstaklings sem var til vandræða inn á veitingastað í Kópavogi.
Nokkrir ökumenn voru stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna og lögreglunni bárust þar að auki nokkrar tilkynningar um umferðaróhöpp. Í einu tilfelli var um bílveltu að ræða.