Kúamessa í stærsta fjósinu á Suðurlandi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 18. mars 2023 20:31 Sr. Óskar Hafsteinn, prestur í Hruna, sem verður með kúamessu sunnudagskvöldið 19. mars klukkan 20:00 í stærsta og glæsilegasta fjósi á Suðurlandi í Gunnbjarnarholti. Magnús Hlynur Hreiðarsson Heldur óvenjuleg messa verður haldin á morgun, en það er Kúamessa í stærsta fjósinu á Suðurlandi. Tveir kórar munu syngja í messunni. Presturinn hefur mestar áhyggjur af því að verða baulaður niður af kúnum Hér erum við að tala um fjósið í Gunnbjarnarholti í Skeiða og Gnúpverjahreppi þar sem eru um 220 mjólkandi kýr. Séra Óskar Hafsteinn í Hrunaprestakalli, sem er í næstu sveit hefur boðað til Kúamessu í fjósinu sunnudagskvöldið 19. mars klukkan 20:00. „Kirkjan á náttúrulega bara að vera á meðal fólksins, þar sem fólkið er, þar er kirkjan og við búum hérna í öflugu landbúnaðarhéraði og ég er með feiknalega skemmtilegt samstarfsfólk í kringum mig, bæði öfluga kóra og organista og þau eru bara til í allt. Nú er það bara fjósið, sem er okkar vettvangur,“ segir sr. Óskar En kýr og guð, er eitthvað sameiginlegt þar? „Já, ég er búin að vera mér til skemmtunar að skoða svolítið kýr, naut og mjólk og fjós út frá biblíunni og þar kemur ýmislegt skemmtilegt í ljós. Og það má líka rifja það upp að nýja testamentið var upphaflega þýtt á íslensku í fjósi, nema hvað.“ Og Óskar bætir við. „Ég hugsa það að einhverjir ætli að koma í þessa messu til þess að freista þess að sjá baulað á prestinn og ég hugsa að þeim verði að ósk sinni.“ Sr. Óskar á alveg eins von á miklum bauli frá gripunum í fjósinu þegar hann byrjar að messa yfir dýrunum og mannfólkinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Tveir kórar munu syngja í messunni. “Í svona stórt hús þurfum við allavega tvo kóra. Ég hugsa að það verði á milli 40 og 60 söngvarar hérna á sunnudagskvöldið,” segir Óskar. En hvernig á svo fólk að vera klætt í kúamessunni? “Það er gott að vera í föðurlandinu og lopapeysunni, það er svolítið napurt, það er frost úti en við ætlum að syngja okkur til hita. Svo verður kaffi hérna og góð stemming.” Hrunamannahreppur Skeiða- og Gnúpverjahreppur Þjóðkirkjan Landbúnaður Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Sjá meira
Hér erum við að tala um fjósið í Gunnbjarnarholti í Skeiða og Gnúpverjahreppi þar sem eru um 220 mjólkandi kýr. Séra Óskar Hafsteinn í Hrunaprestakalli, sem er í næstu sveit hefur boðað til Kúamessu í fjósinu sunnudagskvöldið 19. mars klukkan 20:00. „Kirkjan á náttúrulega bara að vera á meðal fólksins, þar sem fólkið er, þar er kirkjan og við búum hérna í öflugu landbúnaðarhéraði og ég er með feiknalega skemmtilegt samstarfsfólk í kringum mig, bæði öfluga kóra og organista og þau eru bara til í allt. Nú er það bara fjósið, sem er okkar vettvangur,“ segir sr. Óskar En kýr og guð, er eitthvað sameiginlegt þar? „Já, ég er búin að vera mér til skemmtunar að skoða svolítið kýr, naut og mjólk og fjós út frá biblíunni og þar kemur ýmislegt skemmtilegt í ljós. Og það má líka rifja það upp að nýja testamentið var upphaflega þýtt á íslensku í fjósi, nema hvað.“ Og Óskar bætir við. „Ég hugsa það að einhverjir ætli að koma í þessa messu til þess að freista þess að sjá baulað á prestinn og ég hugsa að þeim verði að ósk sinni.“ Sr. Óskar á alveg eins von á miklum bauli frá gripunum í fjósinu þegar hann byrjar að messa yfir dýrunum og mannfólkinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Tveir kórar munu syngja í messunni. “Í svona stórt hús þurfum við allavega tvo kóra. Ég hugsa að það verði á milli 40 og 60 söngvarar hérna á sunnudagskvöldið,” segir Óskar. En hvernig á svo fólk að vera klætt í kúamessunni? “Það er gott að vera í föðurlandinu og lopapeysunni, það er svolítið napurt, það er frost úti en við ætlum að syngja okkur til hita. Svo verður kaffi hérna og góð stemming.”
Hrunamannahreppur Skeiða- og Gnúpverjahreppur Þjóðkirkjan Landbúnaður Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Sjá meira