Fréttaveitan RIA, sem er í eigu rússneska ríkisins, segir að Pútín hafi heimsótt skóla í Sevastopol, höfuðborg Krímskaga, og listamiðstöð.
Dómarar Alþjóðlega sakamáladómstólsins gáfu í gær út handtökuskipun á hendur Pútín en hann er sakaður um að bera ábyrgð á því að fjölmörgum börnum hafi rænt í Úkraínu og þau flutt til Rússlands.
Sjá einnig: Biden segir augljóst að Pútín sé sekur um stríðsglæpi
Rússar gefa lítið fyrir handtökuskipunina og segja hana engu máli skipta.
Rússar réðust inn í Krímskaga árið 2018 og hernámu. Þann 18. mars það ár innlimuðu þeir skagann með ólöglegum hætti. Úkraínumenn hafa heitið því að reka Rússa frá öllum hernumdum svæðum í Úkraínu og er Krímskagi þar á meðal.
Er hann var staddur á Krímskaga í dag sagði Pútín að allt yrði gert til að „verjast öllum ógnum“ sem beinast að Krímskaga um þessar mundir.
The war criminal putin arrived in occupied Crimea and visited the opening of the art school in Sevastopol.
— Maria Drutska (@maria_drutska) March 18, 2023
What else is on to-do list before The Hague? pic.twitter.com/lPPO9qpFbN