Törbjörn Roos, lögreglumaður hjá lögreglunni í Vermalandi, staðfestir í samtali við Aftonbladet að morðrannsókn sé hafin. Þá segir hann vísbendingar benda til þess að maðurinn, sem hefur verið handtekinn, og hin myrta hafi þekkst. Lögreglan hefur girt sveitabæ mannsins af.
Heimildir Aftonbladet herma að maðurinn hafi játað að hafa myrt konuna á meðan hann undirgekkst ótilgreinda læknismeðferð. Lögreglan hefur ekki viljað staðfesta það.
Aftonbladet hefur eftir nágranna mannsins að hann sé mikill einfari og svari til að mynda almennt ekki þegar honum er heilsað. Hins vegar hafi sést til hans með konu, en það hafi verið fyrir mörgum árum.