Styrkja Matvælaáætlun SÞ vegna hamfaranna í Malaví Atli Ísleifsson skrifar 17. mars 2023 13:27 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra segir að íslensk stjórnvöld treysti fáum betur en Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna til að koma framlaginu til þeirra sem þurfa mest á því að halda. Vísir/Ívar Fannar Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að verja hálfri milljón Bandaríkjadala, jafnvirði 71 milljón króna, til Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna vegna neyðarástandsins sem skapast hefur í Malaví af völdum hitabeltisstormsins Freddy. Alls hafa verið staðfest 324 dauðsföll í Malaví af völdum óveðursins og 160 þúsund manns hafa misst heimili sín. Í tilkynningu á vef stjórnarráðsins segir að framlagið muni nýtast stjórnvöldum í Malaví til björgunaraðgerða, við flutning á neyðargögnum og til þess að kaupa mat fyrir þær þúsundir sem reiða sig á matvælastuðning eftir hamfarirnar. Haft er eftir Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra að þegar óvænt neyð skapist í samstarfsríki, eins og í þessu tilviki, þá kalli það á skjót viðbrögð. „Við treystum fáum samstarfsaðilum betur en Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna, til að koma framlaginu til þeirra sem þurfa mest á því að halda,“ segir Þórdís Kolbrún. Alls hafa verið staðfest 324 dauðsföll í Malaví af völdum óveðursins og 160 þúsund manns hafa misst heimili sín.EPA Fram kemur að sendiráð Íslands í malavísku höfuðborginni Lilongwe hafi langa og góða reynslu af samstarfi við Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna í Malaví. Stofnunin sé jafnframt áherslustofnun Íslands í mannúðarmálum. „Malaví hefur verið tvíhliða samstarfsland Íslands í 33 ár. Í desember síðastliðnum sótti utanríkisráðherra landið heim og sá meðal annars afrakstur samstarfsverkefna Íslands og Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna í landinu. Í tvíhliða samstarfslöndum reynir Ísland eftir bestu getu að veita neyðaraðstoð þegar hamfarir ganga yfir,“ segir í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Þá er haft eftir Paul Turnbull, umdæmisstjóra Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna, að starfsmenn bregðist við eins og hratt og mögulegt sé við þessar aðstæður. Hversu víðtækar afleiðingar þessar náttúruhamfarir hafi í Malaví komi ekki í ljós fyrr en úttekt á því liggi fyrir, en að ljóst sé að Malaví þurfi verulegan stuðning. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Malaví Sameinuðu þjóðirnar Þróunarsamvinna Utanríkismál Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Fellibylurinn Freddy orðinn sá langlífasti í sögunni Fellibylurinn Freddy hefur skilið eftir sig slóð eyðileggingar í Afríkuríkjunum Malaví og Mósambík en tala látinna á svæðinu fór yfir 200 í gær. 15. mars 2023 07:35 Tæplega hundrað látnir eftir fellibyl í Malaví Fellibylurinn Freddy skall á suðurhluta Malaví í dag og létu 99 manns lífið. Að minnsta kosti 134 dvelja nú á spítala eftir fellibylinn. 13. mars 2023 20:43 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Sjá meira
Alls hafa verið staðfest 324 dauðsföll í Malaví af völdum óveðursins og 160 þúsund manns hafa misst heimili sín. Í tilkynningu á vef stjórnarráðsins segir að framlagið muni nýtast stjórnvöldum í Malaví til björgunaraðgerða, við flutning á neyðargögnum og til þess að kaupa mat fyrir þær þúsundir sem reiða sig á matvælastuðning eftir hamfarirnar. Haft er eftir Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra að þegar óvænt neyð skapist í samstarfsríki, eins og í þessu tilviki, þá kalli það á skjót viðbrögð. „Við treystum fáum samstarfsaðilum betur en Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna, til að koma framlaginu til þeirra sem þurfa mest á því að halda,“ segir Þórdís Kolbrún. Alls hafa verið staðfest 324 dauðsföll í Malaví af völdum óveðursins og 160 þúsund manns hafa misst heimili sín.EPA Fram kemur að sendiráð Íslands í malavísku höfuðborginni Lilongwe hafi langa og góða reynslu af samstarfi við Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna í Malaví. Stofnunin sé jafnframt áherslustofnun Íslands í mannúðarmálum. „Malaví hefur verið tvíhliða samstarfsland Íslands í 33 ár. Í desember síðastliðnum sótti utanríkisráðherra landið heim og sá meðal annars afrakstur samstarfsverkefna Íslands og Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna í landinu. Í tvíhliða samstarfslöndum reynir Ísland eftir bestu getu að veita neyðaraðstoð þegar hamfarir ganga yfir,“ segir í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Þá er haft eftir Paul Turnbull, umdæmisstjóra Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna, að starfsmenn bregðist við eins og hratt og mögulegt sé við þessar aðstæður. Hversu víðtækar afleiðingar þessar náttúruhamfarir hafi í Malaví komi ekki í ljós fyrr en úttekt á því liggi fyrir, en að ljóst sé að Malaví þurfi verulegan stuðning.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Malaví Sameinuðu þjóðirnar Þróunarsamvinna Utanríkismál Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Fellibylurinn Freddy orðinn sá langlífasti í sögunni Fellibylurinn Freddy hefur skilið eftir sig slóð eyðileggingar í Afríkuríkjunum Malaví og Mósambík en tala látinna á svæðinu fór yfir 200 í gær. 15. mars 2023 07:35 Tæplega hundrað látnir eftir fellibyl í Malaví Fellibylurinn Freddy skall á suðurhluta Malaví í dag og létu 99 manns lífið. Að minnsta kosti 134 dvelja nú á spítala eftir fellibylinn. 13. mars 2023 20:43 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Sjá meira
Fellibylurinn Freddy orðinn sá langlífasti í sögunni Fellibylurinn Freddy hefur skilið eftir sig slóð eyðileggingar í Afríkuríkjunum Malaví og Mósambík en tala látinna á svæðinu fór yfir 200 í gær. 15. mars 2023 07:35
Tæplega hundrað látnir eftir fellibyl í Malaví Fellibylurinn Freddy skall á suðurhluta Malaví í dag og létu 99 manns lífið. Að minnsta kosti 134 dvelja nú á spítala eftir fellibylinn. 13. mars 2023 20:43
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent