Teitur Björn mun taka sæti Haraldar: „Nokkuð óvænt“ Atli Ísleifsson skrifar 17. mars 2023 10:58 Teitur Björn Einarsson sat á þingi á árunum 2016 til 2017. Aðsend Teitur Björn Einarsson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins og aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar, mun taka sæti Haraldar Benediktssonar á Alþingi eftir að sá síðarnefndi tekur við stöðu bæjarstjóra Akraness á næstu vikum. Teitur Björn segist spenntur fyrir verkefninu. „Þetta er nokkuð óvænt, en ég er ánægður fyrir hönd íbúa Akraness að fá svona öflugan mann til bæjarstjóra. Ég óska að sjálfsögðu honum velfarnaðar í hans störfum,“ segir Teitur Björn í samtali við Vísi. Greint var frá því í morgun að bæjarstjórn Akraness hafi samið við Harald um að taka að sér starfi bæjarstjóri þegar Sævar Freyr Þráinsson tekur við starfi forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur. Sævar Freyr hættir sem bæjarstjóri í lok þessa mánaðar. „Verkefnið er spennandi og ég er fullur tilhlökkunar. Ég hlakka sömuleiðis til samstarfs við íbúa Norðvesturkjördæmis,“ segir Teitur Björn. Teitur Björn mun láta af störfum sem aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar samhliða þessum breytingum. Það muni skýrast fljótlega hvenær hann taki sæti Haraldar. Teitur Björn Einarsson er fyrsti varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi þar sem flokkurinn náði inn tveimur mönnum í kosningunum 2021 – Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra og Harald Benediktsson. Teitur Björn var í september síðastliðinn ráðinn aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar og var þá greint frá því að hann myndi sinna verkefnum á sviði sjálfbærni og þjóðaröryggismála auk þess að vinna að samhæfingu mála ásamt öðrum aðstoðarmönnum. Hann hefur áður starfað sem aðstoðarmaður dómsmálaráðherra og fjármálaráðherra og sem lögmaður hjá Íslensku lögfræðistofunni. Þá sat á Alþingi á árunum 2016 til 2017. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Akranes Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Þingmaður ráðinn bæjarstjóri Akraness Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur verið ráðinn bæjarstjóri Akraneskaupstaðar. Hann tekur við stöðunni af Sævari Frey Þráinssyni sem nýverið var ráðinn forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur. 17. mars 2023 10:24 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Fleiri fréttir Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Sjá meira
„Þetta er nokkuð óvænt, en ég er ánægður fyrir hönd íbúa Akraness að fá svona öflugan mann til bæjarstjóra. Ég óska að sjálfsögðu honum velfarnaðar í hans störfum,“ segir Teitur Björn í samtali við Vísi. Greint var frá því í morgun að bæjarstjórn Akraness hafi samið við Harald um að taka að sér starfi bæjarstjóri þegar Sævar Freyr Þráinsson tekur við starfi forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur. Sævar Freyr hættir sem bæjarstjóri í lok þessa mánaðar. „Verkefnið er spennandi og ég er fullur tilhlökkunar. Ég hlakka sömuleiðis til samstarfs við íbúa Norðvesturkjördæmis,“ segir Teitur Björn. Teitur Björn mun láta af störfum sem aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar samhliða þessum breytingum. Það muni skýrast fljótlega hvenær hann taki sæti Haraldar. Teitur Björn Einarsson er fyrsti varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi þar sem flokkurinn náði inn tveimur mönnum í kosningunum 2021 – Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra og Harald Benediktsson. Teitur Björn var í september síðastliðinn ráðinn aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar og var þá greint frá því að hann myndi sinna verkefnum á sviði sjálfbærni og þjóðaröryggismála auk þess að vinna að samhæfingu mála ásamt öðrum aðstoðarmönnum. Hann hefur áður starfað sem aðstoðarmaður dómsmálaráðherra og fjármálaráðherra og sem lögmaður hjá Íslensku lögfræðistofunni. Þá sat á Alþingi á árunum 2016 til 2017.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Akranes Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Þingmaður ráðinn bæjarstjóri Akraness Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur verið ráðinn bæjarstjóri Akraneskaupstaðar. Hann tekur við stöðunni af Sævari Frey Þráinssyni sem nýverið var ráðinn forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur. 17. mars 2023 10:24 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Fleiri fréttir Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Sjá meira
Þingmaður ráðinn bæjarstjóri Akraness Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur verið ráðinn bæjarstjóri Akraneskaupstaðar. Hann tekur við stöðunni af Sævari Frey Þráinssyni sem nýverið var ráðinn forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur. 17. mars 2023 10:24