Sjö ára sonur Kardashians, Saint, sem hún á með rapparanum Kanye West, er stuðningsmaður Arsenal.
Mamman fór með hann á leikinn á Emirates í gær en því miður fyrir hann töpuðu Skytturnar í vítakeppni, 5-3.

Kardashian var þó víst ekki bara á Emirates til að fylgjast með leiknum heldur einnig til að taka upp einhvers konar heimildarmynd.
Sporting og Arsenal skildu jöfn í fyrri leiknum í Lissabon, 2-2. Leikurinn í gær endaði líka með jafntefli, 1-1, og því réðust úrslit einvígisins í vítakeppni. Þar höfðu Portúgalarnir betur, 5-3, og þeir verða því í pottinum þegar dregið verður í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar í dag.