Í fyrsta sinn með hausverk yfir því að velja landsliðshópinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. mars 2023 09:01 Arnar Þór Viðarsson ætlar sér að koma íslenska karlalandsliðinu á EM 2024. vísir/sigurjón Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segist spenntur fyrir komandi landsleikjum enda getur hann loksins teflt fram sínu sterkasta liði. Framundan eru leikir gegn Bosníu og Liechtenstein í undankeppni EM 2024. „Þetta var eitt af fyrstu skiptunum sem ég var með virkilegan hausverk yfir því að velja hópinn. Það eru mjög lítið um meiðsli og þau málefni sem hafa hrjáð okkur undanfarin ár eru fyrir aftan okkur. Þetta var í fyrsta skipti sem ég þurfti virkilega að púsla saman hóp,“ sagði Arnar Þór í samtali við Vísi í gær. Landsliðsmennirnir hafa margir hverjir spilað vel með sínum félagsliðum á undanförnum vikum. „Það er ein af forsendunum að mönnum líði vel í sínu félagsliði, er að þeir séu að spila vel. Það er mjög ánægjulegt að sjá að mjög margir af okkar leikmönnum líður vel og eru að spila vel. Hvort sem þeir eru ungir eða efnilegir eða eldri og reyndari, sú blanda er akkúrat núna æskileg,“ sagði Arnar Þór. Einn af óreyndari mönnunum í íslenska hópnum er Sævar Atli Magnússon. Breiðhyltingurinn hefur spilað vel með Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni að undanförnu. „Hann hefur staðið sig mjög vel. Við höfum fylgst mjög vel með honum lengi. Hann kom til dæmis inn í janúarverefnið og stóð sig mjög vel þar. Það var eitt af stóru skrefunum í átt að þessu og svo er hann búinn að vera frábær með Lyngby undanfarnar vikur. Að mínu á hann fyllilega skilið að vera í þessum hóp,“ sagði Arnar Þór. Bæði Bosnía og Liechtenstein eru með nýja þjálfara sem eykur á óvissuna fyrir leikina tvo sem framundan eru. „Það eykur að sjálfsögðu flækjustigið fyrir okkur en það er það líka fyrir andstæðinginn. Þeir hafa lítinn tíma til að undirbúa sig. Ég þekki það frá því ég tók við liðinu, þá hafði ég bara þrjá daga til að undirbúa liðið og það er ekki auðvelt,“ sagði Arnar Þór. „Þetta er í báðar áttir. Við þurfum að undirbúa okkur betur og vera tilbúnir að greina þessa þjálfara, hvað þeir hafa gert áður. Hvort þeir hafi spilað með fjóra eða fimm til baka. Svo er það líka flókið fyrir þá að koma sínum hlutum inn á skömmum tíma,“ sagði Arnar Þór. En hvað væri hann sáttur með mörg stig út úr leikjunum tveimur sem framundan eru? „Við förum inn í alla leiki til að vinna þá. En við gerum okkur grein fyrir því að til dæmis leikurinn gegn Bosníu er mjög mikilvægur og mjög erfiður. Þetta er maraþon, tíu leikir í fimm gluggum. Við erum með ákveðinn stigafjölda í huga sem gæti verið nóg til að ná 2. sætinu. Það gerist ekkert bara í þessum glugga. Við tökum bara leik fyrir leik og ætlum að sjálfsögðu að vinna alla leiki sem við förum inn í,“ sagði Arnar Þór að endingu. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Íslenski boltinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Sjá meira
„Þetta var eitt af fyrstu skiptunum sem ég var með virkilegan hausverk yfir því að velja hópinn. Það eru mjög lítið um meiðsli og þau málefni sem hafa hrjáð okkur undanfarin ár eru fyrir aftan okkur. Þetta var í fyrsta skipti sem ég þurfti virkilega að púsla saman hóp,“ sagði Arnar Þór í samtali við Vísi í gær. Landsliðsmennirnir hafa margir hverjir spilað vel með sínum félagsliðum á undanförnum vikum. „Það er ein af forsendunum að mönnum líði vel í sínu félagsliði, er að þeir séu að spila vel. Það er mjög ánægjulegt að sjá að mjög margir af okkar leikmönnum líður vel og eru að spila vel. Hvort sem þeir eru ungir eða efnilegir eða eldri og reyndari, sú blanda er akkúrat núna æskileg,“ sagði Arnar Þór. Einn af óreyndari mönnunum í íslenska hópnum er Sævar Atli Magnússon. Breiðhyltingurinn hefur spilað vel með Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni að undanförnu. „Hann hefur staðið sig mjög vel. Við höfum fylgst mjög vel með honum lengi. Hann kom til dæmis inn í janúarverefnið og stóð sig mjög vel þar. Það var eitt af stóru skrefunum í átt að þessu og svo er hann búinn að vera frábær með Lyngby undanfarnar vikur. Að mínu á hann fyllilega skilið að vera í þessum hóp,“ sagði Arnar Þór. Bæði Bosnía og Liechtenstein eru með nýja þjálfara sem eykur á óvissuna fyrir leikina tvo sem framundan eru. „Það eykur að sjálfsögðu flækjustigið fyrir okkur en það er það líka fyrir andstæðinginn. Þeir hafa lítinn tíma til að undirbúa sig. Ég þekki það frá því ég tók við liðinu, þá hafði ég bara þrjá daga til að undirbúa liðið og það er ekki auðvelt,“ sagði Arnar Þór. „Þetta er í báðar áttir. Við þurfum að undirbúa okkur betur og vera tilbúnir að greina þessa þjálfara, hvað þeir hafa gert áður. Hvort þeir hafi spilað með fjóra eða fimm til baka. Svo er það líka flókið fyrir þá að koma sínum hlutum inn á skömmum tíma,“ sagði Arnar Þór. En hvað væri hann sáttur með mörg stig út úr leikjunum tveimur sem framundan eru? „Við förum inn í alla leiki til að vinna þá. En við gerum okkur grein fyrir því að til dæmis leikurinn gegn Bosníu er mjög mikilvægur og mjög erfiður. Þetta er maraþon, tíu leikir í fimm gluggum. Við erum með ákveðinn stigafjölda í huga sem gæti verið nóg til að ná 2. sætinu. Það gerist ekkert bara í þessum glugga. Við tökum bara leik fyrir leik og ætlum að sjálfsögðu að vinna alla leiki sem við förum inn í,“ sagði Arnar Þór að endingu.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Íslenski boltinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð