Birkir er að reyna að losna frá liði sínu eftir jarðskjálftana í Tyrklandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. mars 2023 11:28 Sophie Gordon og Birkir Bjarnason hafa búið í Tyrklandi frá árinu 2021 þegar Birkir gekk í raðir Adana Demirspor. Instagram/@gordonsophie Leikhæsti leikmaðurinn í sögu íslenska landsliðsins er ekki í hópi Arnars Þórs Viðarssonar fyrir fyrstu leiki Íslands í undankeppni EM 2024. Arnar tilkynnti í dag þá leikmenn sem munu taka þátt í leikjunum á móti Bosníu og Liechtenstein. Arnar sagði frá því af hverju hann velur ekki Birki í hópinn að þessu sinni. „Við Birkir ræddum auðvitað saman. Hann er í svolítið erfiðri stöðu hjá sínu félagsliði í Tyrklandi, er að spila lítið, miklu minna en hann vonaðist eftir, og er að reyna að losna frá félaginu en það hefur tekið tíma,“ sagði Arnar Þór í viðtali á heimasíðu KSÍ. Birkir er auðvitað að spila á slóðum jarðskjálftana skelfilegu fyrir rúmum mánuði. „Vegna þeirrar stöðu sem hann er í þá vorum við sammála um að hann yrði ekki með að þessu sinni,“ sagði Arnar Þór en Birkir hefur leikið 113 leiki fyrir íslenska landsliðið og verið með í flestum verkefnum liðsins á síðustu tólf árum. „Birkir er leikjahæsti leikmaður Íslands frá upphafi og hefur enn mikið fram að færa, mikla og ómetanlega reynslu sem nýtist liðinu bæði innan og utan vallar, og hann er þannig leikmaður og karakter að hann setur hagsmuni landsliðsins fram yfir sína eigin,“ sagði Arnar Þór. Arnar velur aftur á móti leikmenn í hópinn sem hafa verið að spila vel sem boðar gott fyrir landsliðið. „Það væri auðvitað hægt að nefna marga, en til að nefna einhverja þá er t.d. Rúnar Alex að spila vel í Tyrklandi og var valinn besti markvörður umferðarinnar nýlega. Arnór Sig og Arnór Ingvi eru að gera flotta hluti í Svíþjóð. Ofsalega gaman að sjá Alfreð Finnboga koma til baka og sjá leikgleðina skína hjá honum. Jói Berg er að spila mjög vel með Burnley. Hörður Björgvin og Sverrir eru lykilmenn í toppliðum í Grikklandi. Jón Dagur í Belgíu, Hákon í Kaupmannahöfn. Og fleiri. Það eru margir að spila mikið, spila vel og njóta sín, sem er ekki síður mikilvægt. Ég hlakka mikið til að vinna með þessu hópi í komandi verkefni,“ sagði Arnar Þór í viðtalinu á heimasíðu KSÍ. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Sjá meira
Arnar tilkynnti í dag þá leikmenn sem munu taka þátt í leikjunum á móti Bosníu og Liechtenstein. Arnar sagði frá því af hverju hann velur ekki Birki í hópinn að þessu sinni. „Við Birkir ræddum auðvitað saman. Hann er í svolítið erfiðri stöðu hjá sínu félagsliði í Tyrklandi, er að spila lítið, miklu minna en hann vonaðist eftir, og er að reyna að losna frá félaginu en það hefur tekið tíma,“ sagði Arnar Þór í viðtali á heimasíðu KSÍ. Birkir er auðvitað að spila á slóðum jarðskjálftana skelfilegu fyrir rúmum mánuði. „Vegna þeirrar stöðu sem hann er í þá vorum við sammála um að hann yrði ekki með að þessu sinni,“ sagði Arnar Þór en Birkir hefur leikið 113 leiki fyrir íslenska landsliðið og verið með í flestum verkefnum liðsins á síðustu tólf árum. „Birkir er leikjahæsti leikmaður Íslands frá upphafi og hefur enn mikið fram að færa, mikla og ómetanlega reynslu sem nýtist liðinu bæði innan og utan vallar, og hann er þannig leikmaður og karakter að hann setur hagsmuni landsliðsins fram yfir sína eigin,“ sagði Arnar Þór. Arnar velur aftur á móti leikmenn í hópinn sem hafa verið að spila vel sem boðar gott fyrir landsliðið. „Það væri auðvitað hægt að nefna marga, en til að nefna einhverja þá er t.d. Rúnar Alex að spila vel í Tyrklandi og var valinn besti markvörður umferðarinnar nýlega. Arnór Sig og Arnór Ingvi eru að gera flotta hluti í Svíþjóð. Ofsalega gaman að sjá Alfreð Finnboga koma til baka og sjá leikgleðina skína hjá honum. Jói Berg er að spila mjög vel með Burnley. Hörður Björgvin og Sverrir eru lykilmenn í toppliðum í Grikklandi. Jón Dagur í Belgíu, Hákon í Kaupmannahöfn. Og fleiri. Það eru margir að spila mikið, spila vel og njóta sín, sem er ekki síður mikilvægt. Ég hlakka mikið til að vinna með þessu hópi í komandi verkefni,“ sagði Arnar Þór í viðtalinu á heimasíðu KSÍ.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Sjá meira