„Það var varla hægt að tala við mig í gær“ Valur Páll Eiríksson skrifar 15. mars 2023 08:30 Katrín Ásbjörnsdóttir. Vísir/Sigurjón Katrín Ásbjörnsdóttir getur vart leynt gleði sinni eftir að í ljós kom að hnémeiðsli hennar eru umtalsvert minna alvarleg en búist var við í fyrstu. Hún býst við að verða komin aftur á völlinn með Blikum þegar skammt verður liðið á Bestu deild kvenna í sumar. Katrín varð fyrir tæklingu undir lok fyrri hálfleiks í leik Breiðabliks við fyrrum félag hennar Stjörnunnar í Lengjubikarnum á föstudagskvöldið. Öllum sem sáu leikinn var ljóst að hún var sárþjáð og hélt strax um hnéð. Óttuðust þá margir að um krossbandaslit væru að ræða og þar með fótboltasumarið úr sögunni. „Það heyrðist smellur og læti. Þetta var ofboðslega vont og líka bara svolítið sjokk. Þetta leit ekki vel út og ég talaði við Ása [Ásmund Arnarsson, þjálfara Breiðabliks] þegar ég var komin heim á föstudagskvöldinu eftir leik og sagði við hann að mér litist ekkert á þetta. Ég hélt að þetta yrði mjög alvarlegt,“ Krossband Katrínar skaddaðist hins vegar ekki. Það kom í ljós eftir segulómskoðun í fyrradag en biðin eftir niðurstöðu var Katrínu löng. Það fór umtalsvert betur áhorfðist. „Þetta var bara tognun á liðbandinu og beinmar. Læknirninn talar um fjórar til sex vikur. Það eru sex vikur og fjórir dagar í mót, þannig að þetta eru bara frábærar fréttir,“ segir Katrín sem var eðlilega afar létt og á bágt með að vera hennar á hliðarlínunni verði svo miklu skemmri en útlit var fyrir. Aðspurð hvort hún hafi brosað hringinn frá því að niðurstaðan fékkst segir hún: „Já, það má segja það. Það var varla hægt að tala við mig í gær. Ég fór í myndatökuna og svo var dagurinn rosa erfiður í gær að bíða eftir niðurstöðum. Svo er þetta bara búin að vera gleði síðan þá,“ Fengið góðar móttökur í Kópavogi Katrín gekk í raðir Breiðabliks í vetur frá Stjörnunni en hún hlaut bronsskóinn með Stjörnuliði sem endaði í öðru sæti deildarinnar og hlaut þannig Evrópusæti á kostnað Breiðabliks sem endaði í þriðja. Hún segir töluverð viðbrigði að koma í Kópavoginn en ber Blikaliðinu vel söguna. „Auðvitað eru það [viðbrigði], ég hef aldrei verið hérna áður. En mér hefur aldrei ég fundist ég eins velkomin í félag eins og núna. Það eru allir svo yndislegir við mann og bjóða mann mjög velkominn. Mér líður bara virkilega vel hérna og er mjög spennt fyrir sumrinu.“ segir Katrín. Breiðablik Besta deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira
Katrín varð fyrir tæklingu undir lok fyrri hálfleiks í leik Breiðabliks við fyrrum félag hennar Stjörnunnar í Lengjubikarnum á föstudagskvöldið. Öllum sem sáu leikinn var ljóst að hún var sárþjáð og hélt strax um hnéð. Óttuðust þá margir að um krossbandaslit væru að ræða og þar með fótboltasumarið úr sögunni. „Það heyrðist smellur og læti. Þetta var ofboðslega vont og líka bara svolítið sjokk. Þetta leit ekki vel út og ég talaði við Ása [Ásmund Arnarsson, þjálfara Breiðabliks] þegar ég var komin heim á föstudagskvöldinu eftir leik og sagði við hann að mér litist ekkert á þetta. Ég hélt að þetta yrði mjög alvarlegt,“ Krossband Katrínar skaddaðist hins vegar ekki. Það kom í ljós eftir segulómskoðun í fyrradag en biðin eftir niðurstöðu var Katrínu löng. Það fór umtalsvert betur áhorfðist. „Þetta var bara tognun á liðbandinu og beinmar. Læknirninn talar um fjórar til sex vikur. Það eru sex vikur og fjórir dagar í mót, þannig að þetta eru bara frábærar fréttir,“ segir Katrín sem var eðlilega afar létt og á bágt með að vera hennar á hliðarlínunni verði svo miklu skemmri en útlit var fyrir. Aðspurð hvort hún hafi brosað hringinn frá því að niðurstaðan fékkst segir hún: „Já, það má segja það. Það var varla hægt að tala við mig í gær. Ég fór í myndatökuna og svo var dagurinn rosa erfiður í gær að bíða eftir niðurstöðum. Svo er þetta bara búin að vera gleði síðan þá,“ Fengið góðar móttökur í Kópavogi Katrín gekk í raðir Breiðabliks í vetur frá Stjörnunni en hún hlaut bronsskóinn með Stjörnuliði sem endaði í öðru sæti deildarinnar og hlaut þannig Evrópusæti á kostnað Breiðabliks sem endaði í þriðja. Hún segir töluverð viðbrigði að koma í Kópavoginn en ber Blikaliðinu vel söguna. „Auðvitað eru það [viðbrigði], ég hef aldrei verið hérna áður. En mér hefur aldrei ég fundist ég eins velkomin í félag eins og núna. Það eru allir svo yndislegir við mann og bjóða mann mjög velkominn. Mér líður bara virkilega vel hérna og er mjög spennt fyrir sumrinu.“ segir Katrín.
Breiðablik Besta deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira