Tíu ár af sameiginlegum hagsmunum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar 14. mars 2023 07:01 Þann 9. febrúar ritaði Félag skipstjórnarmanna, ásamt öðrum stéttarfélögum sjómanna, undir kjarasamning við SFS. Kjarasamningar höfðu verið lausir frá árslokum 2019. Allar götur síðan höfðu viðræður átt sér stað um nýjan kjarasamning. Mikil vinna hafði verið lögð í það að bæta allt starfsumhverfi á sjó í nýjum og betri kjarasamningi. Skipstjórnarmenn, sem það kjósa, njóta nú aukinna lífeyrisréttinda til jafns við almenna vinnumarkaðinn. Þeir sem vilja af einhverjum ástæðum ekki bæta í þessi réttindi njóta þá í staðinn hærri útborgaðra launa. Þetta hafa skipstjórnarmenn nú umfram almenna vinnumarkaðinn – þeir hafa frelsi til að velja. Það má telja fagnaðarefni. Þessu til viðbótar hafa skipstjórnarmenn nú í fyrsta skipti tryggingu fyrir því að njóta aldrei lakari kjara en viðgengst á almenna vinnumarkaðinum. Í fyrsta sinn hafa kauptrygging og tímakaup verið tengd með beinum hætti við samninga annarra. Skipstjórnarmenn hafa þannig tryggingu fyrir því að þeir munu á gildistíma kjarasamningsins aldrei sitja eftir þegar hækkanir verða á almenna vinnumarkaðinum. Það má telja fagnaðarefni. Í þessu samhengi má heldur ekki horfa fram hjá því að íslenskir sjómenn fá hlutdeild í sölu unninnar afurðar úr landi. Þar af leiðandi er aflahlutur sjómanna gengistryggður og öll fjárfesting í landvinnslu, sölu- og markaðsstarfi, sem miðar að aukinni verðmætasköpun, skilar sér í hærri launum sjómanna. Þetta hefur orðið til þess að stétt sjómanna er sú hæst launaða hér á landi. Það má telja fagnaðarefni. Fyrrgreindar staðreyndir höfðu áhrif þegar hugað var að gildistíma nýs kjarasamnings og um það var samið að hann yrði til tíu ára. Það er að sönnu óvenjulegt, en fyrir þessu er skýr og eðlileg ástæða. Skipstjórnarmenn hafa með löngum samningi tryggingu fyrir því að þeir njóti alltaf bestu kjara, hvort sem litið er til starfa í landi eða á sjó. Það nægir raunar að horfa til þeirrar stöðu sem nú er í kjaramálum sjómanna til að fá skýra staðfestingu á þessu. Frá því að kjarasamningar voru undirritaðir árið 2017, þá nutu sjómenn þeirra hækkana sem þeir samningar kváðu á um í þrjú ár. Í ríflega þrjú ár eftir það hafa engar hækkanir orðið á kauptryggingu eða tímakaupi, enda ekki tekist að ná samningum, fyrr en nú. Með löngum samningi var því reynt að tryggja sjómenn betur og til lengri tíma. Það má telja fagnaðarefni. Með hliðsjón af fyrrgreindu er ég nokkuð hugsi yfir því að félagsmenn annarra stéttarfélaga sjómanna en skipstjórnarmanna hafi hafnað sambærilegum samningi, og í umræðu í kjölfarið hefur verið vísað til tímalengdar samningsins. Það er erfitt að sjá rökin fyrir þeirri afstöðu þegar tryggingin fyrir viðvarandi bættum kjörum er jafn mikil og að ofan greinir. Úr ranni útgerða má hins vegar heyra þau sjónarmið að skemmri samningar kunni að vera hagfelldari fyrir útgerð og þar liggja aðallega tvær skýringar að baki. Í fyrsta lagi er alls óljóst hvernig samið verður á almenna vinnumarkaðinum og svigrúmið þar til launahækkana frá einum tíma til annars er líklega stöðugra og minna sveiflukennt en svigrúm í fiskveiðum. Efasemdir af hálfu útgerða hafa því alltaf verið töluverðar þegar kemur að beinni tengingu við launahækkanir á almenna vinnumarkaðinum, og raunar er þetta í fyrsta skipti sem höggvið er á þann hnút. Útgerðir taka því á sig þessa áhættu. Í öðru lagi verður ekki fram hjá því litið að tímabil án samninga þýða jú tímabil án aukinna kostnaðarhækkana fyrir útgerðir. Og tímabil án samninga á sjó hafa sögulega verið mörg og löng. Með því að skipta um takt hvað gildistíma kjarasamninga varðar var því reynt að rjúfa þessa óæskilegu hefð. Það má telja fagnaðarefni. Það hefur stundum verið sagt að kjarasamningar sjómanna og hlutaskiptakerfið séu torskilin, jafnvel þeim sem starfa í greininni. Á þessari stundu velti ég fyrir mér hvort niðurstaða atkvæðagreiðslu sjómanna um fyrrgreinda kjarasamninga hafi verið staðfesting þess. Skipstjórnarmenn ganga hins vegar til starfa eftir niðurstöðu föstudagsins með fulla tryggingu fyrir hækkun launa næsta áratug, án nokkurs hökts. Það má telja fagnaðarefni fyrir skipstjórnarmenn og ég óska þeim til hamingju með niðurstöðuna. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðrún Lind Marteinsdóttir Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Sjávarútvegur Mest lesið Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 9. febrúar ritaði Félag skipstjórnarmanna, ásamt öðrum stéttarfélögum sjómanna, undir kjarasamning við SFS. Kjarasamningar höfðu verið lausir frá árslokum 2019. Allar götur síðan höfðu viðræður átt sér stað um nýjan kjarasamning. Mikil vinna hafði verið lögð í það að bæta allt starfsumhverfi á sjó í nýjum og betri kjarasamningi. Skipstjórnarmenn, sem það kjósa, njóta nú aukinna lífeyrisréttinda til jafns við almenna vinnumarkaðinn. Þeir sem vilja af einhverjum ástæðum ekki bæta í þessi réttindi njóta þá í staðinn hærri útborgaðra launa. Þetta hafa skipstjórnarmenn nú umfram almenna vinnumarkaðinn – þeir hafa frelsi til að velja. Það má telja fagnaðarefni. Þessu til viðbótar hafa skipstjórnarmenn nú í fyrsta skipti tryggingu fyrir því að njóta aldrei lakari kjara en viðgengst á almenna vinnumarkaðinum. Í fyrsta sinn hafa kauptrygging og tímakaup verið tengd með beinum hætti við samninga annarra. Skipstjórnarmenn hafa þannig tryggingu fyrir því að þeir munu á gildistíma kjarasamningsins aldrei sitja eftir þegar hækkanir verða á almenna vinnumarkaðinum. Það má telja fagnaðarefni. Í þessu samhengi má heldur ekki horfa fram hjá því að íslenskir sjómenn fá hlutdeild í sölu unninnar afurðar úr landi. Þar af leiðandi er aflahlutur sjómanna gengistryggður og öll fjárfesting í landvinnslu, sölu- og markaðsstarfi, sem miðar að aukinni verðmætasköpun, skilar sér í hærri launum sjómanna. Þetta hefur orðið til þess að stétt sjómanna er sú hæst launaða hér á landi. Það má telja fagnaðarefni. Fyrrgreindar staðreyndir höfðu áhrif þegar hugað var að gildistíma nýs kjarasamnings og um það var samið að hann yrði til tíu ára. Það er að sönnu óvenjulegt, en fyrir þessu er skýr og eðlileg ástæða. Skipstjórnarmenn hafa með löngum samningi tryggingu fyrir því að þeir njóti alltaf bestu kjara, hvort sem litið er til starfa í landi eða á sjó. Það nægir raunar að horfa til þeirrar stöðu sem nú er í kjaramálum sjómanna til að fá skýra staðfestingu á þessu. Frá því að kjarasamningar voru undirritaðir árið 2017, þá nutu sjómenn þeirra hækkana sem þeir samningar kváðu á um í þrjú ár. Í ríflega þrjú ár eftir það hafa engar hækkanir orðið á kauptryggingu eða tímakaupi, enda ekki tekist að ná samningum, fyrr en nú. Með löngum samningi var því reynt að tryggja sjómenn betur og til lengri tíma. Það má telja fagnaðarefni. Með hliðsjón af fyrrgreindu er ég nokkuð hugsi yfir því að félagsmenn annarra stéttarfélaga sjómanna en skipstjórnarmanna hafi hafnað sambærilegum samningi, og í umræðu í kjölfarið hefur verið vísað til tímalengdar samningsins. Það er erfitt að sjá rökin fyrir þeirri afstöðu þegar tryggingin fyrir viðvarandi bættum kjörum er jafn mikil og að ofan greinir. Úr ranni útgerða má hins vegar heyra þau sjónarmið að skemmri samningar kunni að vera hagfelldari fyrir útgerð og þar liggja aðallega tvær skýringar að baki. Í fyrsta lagi er alls óljóst hvernig samið verður á almenna vinnumarkaðinum og svigrúmið þar til launahækkana frá einum tíma til annars er líklega stöðugra og minna sveiflukennt en svigrúm í fiskveiðum. Efasemdir af hálfu útgerða hafa því alltaf verið töluverðar þegar kemur að beinni tengingu við launahækkanir á almenna vinnumarkaðinum, og raunar er þetta í fyrsta skipti sem höggvið er á þann hnút. Útgerðir taka því á sig þessa áhættu. Í öðru lagi verður ekki fram hjá því litið að tímabil án samninga þýða jú tímabil án aukinna kostnaðarhækkana fyrir útgerðir. Og tímabil án samninga á sjó hafa sögulega verið mörg og löng. Með því að skipta um takt hvað gildistíma kjarasamninga varðar var því reynt að rjúfa þessa óæskilegu hefð. Það má telja fagnaðarefni. Það hefur stundum verið sagt að kjarasamningar sjómanna og hlutaskiptakerfið séu torskilin, jafnvel þeim sem starfa í greininni. Á þessari stundu velti ég fyrir mér hvort niðurstaða atkvæðagreiðslu sjómanna um fyrrgreinda kjarasamninga hafi verið staðfesting þess. Skipstjórnarmenn ganga hins vegar til starfa eftir niðurstöðu föstudagsins með fulla tryggingu fyrir hækkun launa næsta áratug, án nokkurs hökts. Það má telja fagnaðarefni fyrir skipstjórnarmenn og ég óska þeim til hamingju með niðurstöðuna. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar