Tekist á um tíu milljóna samkomulag í nauðgunarmáli Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. mars 2023 14:14 Landsréttur Vilhelm Gunnarsson Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að vísa skuli frá dómi ákæru á hendur manni fyrir nauðgun. Tekist var á um hvort að skjal með samkomulagi sem maðurinn og fyrrverandi sambýliskona hans gerðu, sem fól í sér að hann greiddi henni tíu milljónir króna fyrir þau brot sem hann hafi framið gegn henni, flokkaðist sem nýtt sönnunargagn eða ekki. Úrskurður Landsréttar var kveðinn upp í byrjun mánaðar en birtur á vefnum í vikunni. Málið má rekja til þess að árið 2020 kom fyrrverandi sambýliskona mannsins á lögreglustöð í Reykjavík og óskaði að leggja fram kæru á hendur manninum fyrir kynferðisbrot í tveimur tilvikum á heimili þeirra árið 2017, þar á meðal nauðgun. Gerðu með sér samkomulag Í október 2021 var manninum tilkynnt að rannsókn á hendur manninum vegna nauðgunar hafi verið felld niður. Maðurinn var þó ákærður fyrir kynferðisbrot gegn fyrrverandi sambýliskonu hans með því að hafa, án samþykkis hennar, tekið ljósmynd af rassi hennar og kynfærum á meðan hún var sofandi. Við rannsókn þess máls var verjandi mannsins spurður út í samkomulag sem að maðurinn og konan höfðu gert með sér um að hann myndi greiða henni tíu milljónir króna fyrir að hafa beitt hana ofbeldi, brot á persónuverndarlögum, blygðunarsemisbrot og nauðgun. Umrætt samkomulag var gert í byrjun febrúar 2021. Skilyrði samkomulagsins var það að konan myndi falla frá kæru á hendur manninum og ekki ræða málið við nokkurn mann. Ef hún bryti samkomulagið þyrfti hún að greiða manninum fjármunina til baka. Verjandi sagði manninn hafa verið undir þrýstingi Í dómi héraðsdóms er haft eftir verjanda mannsins að maðurinn hafi skrifað undir samkomulagið undir miklum þrýstingi frá konunni, sem hafi hótað honun að valda honum mannorðshnekki og tala um kæru á hendur honum á samfélagsmiðlum og við foreldra hans. Í september síðastliðnum, við aðalmeðferð málsins sem ákært var fyrir, lagði maðurinn fram handskrifað skjal, þar sem fram kom efni umrædds samkomulags. Umrætt samkomulag eins og það var birt í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur „10. Feb 2021Ég X kt: [...]heiti því að greiða Akt: [...]10.000.000 (Tíumilljónir) 7000.000 milljónir þann 1. mars 2021 og síðan rest eins fljótt og auðið er en aldrei yfir 6 ára tímabil. Þessi fjárhæð er hugsuð sem miskabætur fyrir þau brot sem ég X hef valdið A. Þau brot eru andlegt ofbeldi í formi hótana og þvingana. Brot á persónuverndarlögum þar sem Xbraust inn á samfélagsmiðla A. Blygðunarbrot þar sem X tók mynd af kynfærum A í leyfisleysi þegar hún var sofandi og nauðgun í endaþarm þegar A var sofandi áfengisdauða. [...]. Þegar þessum samningi verður fullnægt þá heitir Aað taka þetta mál ekki upp aftur né ræða þetta við nokkurn mann. Ef hún brýtur gegn því greiðir hún alla ofangreinda upphæð til baka að fullu. X. A“ Fór þá saksóknari málsins fram á það að málinu yrði frestað svo meta mæti áhrif umrædds samkomulags á málið. Fór svo það að manninum var tilkynnt að ákveðið hafi verið að taka upp rannsóknina á nauðguninni. Í upphafi þessa árs var maðurinn ákærður fyrir nauðgun. Tekist var á um hvort að umrætt skjal með samkomulaginu sem lagt var fram teldist sem nýtt sakargagn eða ekki. Verjandi mannsins, sem fór fram á frávísun ákærunnar um nauðgun, taldi að umrætt skjal væru ekki nýjar upplýsingar. Lögreglu hafi verið kunnugt um tilvist þess við rannsókn málsins. Engu að síður hafi verið ákveðið að fella þann hluta ákærunnar niður. Skilaði sératkvæði Ákæruvaldið benti hins vegar á að þær upplýsingar sem lögregla hafði um samkomulagið hafi byggt á upplýsingum frá verjanda, sem hafi ekki sama vægi og samkomulagið sjálft eða framburður mannsins. Um væri að ræða nýtt skjal sem hefði ríkt sönnunargildi. Héraðsdómur tók undir málflutning verjandans um að ekki væri um ný gögn að ræða. Landsréttur staðfesti þá niðurstöðu Héraðsdóms og var ákærunni því vísað frá. Landsréttardómarinn Símon Sigvaldason skilaði þó sératkvæði í málinu. Taldi hann ljóst að ef lögregla hefði haft umrætt skjal í höndunum hefði rannsókn á nauðguninni ekki verið felld niður. Um væri að ræða nýtt sönnunargagn og taldi hann að fella ætti frávísuna úr gildi. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Úrskurður Landsréttar var kveðinn upp í byrjun mánaðar en birtur á vefnum í vikunni. Málið má rekja til þess að árið 2020 kom fyrrverandi sambýliskona mannsins á lögreglustöð í Reykjavík og óskaði að leggja fram kæru á hendur manninum fyrir kynferðisbrot í tveimur tilvikum á heimili þeirra árið 2017, þar á meðal nauðgun. Gerðu með sér samkomulag Í október 2021 var manninum tilkynnt að rannsókn á hendur manninum vegna nauðgunar hafi verið felld niður. Maðurinn var þó ákærður fyrir kynferðisbrot gegn fyrrverandi sambýliskonu hans með því að hafa, án samþykkis hennar, tekið ljósmynd af rassi hennar og kynfærum á meðan hún var sofandi. Við rannsókn þess máls var verjandi mannsins spurður út í samkomulag sem að maðurinn og konan höfðu gert með sér um að hann myndi greiða henni tíu milljónir króna fyrir að hafa beitt hana ofbeldi, brot á persónuverndarlögum, blygðunarsemisbrot og nauðgun. Umrætt samkomulag var gert í byrjun febrúar 2021. Skilyrði samkomulagsins var það að konan myndi falla frá kæru á hendur manninum og ekki ræða málið við nokkurn mann. Ef hún bryti samkomulagið þyrfti hún að greiða manninum fjármunina til baka. Verjandi sagði manninn hafa verið undir þrýstingi Í dómi héraðsdóms er haft eftir verjanda mannsins að maðurinn hafi skrifað undir samkomulagið undir miklum þrýstingi frá konunni, sem hafi hótað honun að valda honum mannorðshnekki og tala um kæru á hendur honum á samfélagsmiðlum og við foreldra hans. Í september síðastliðnum, við aðalmeðferð málsins sem ákært var fyrir, lagði maðurinn fram handskrifað skjal, þar sem fram kom efni umrædds samkomulags. Umrætt samkomulag eins og það var birt í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur „10. Feb 2021Ég X kt: [...]heiti því að greiða Akt: [...]10.000.000 (Tíumilljónir) 7000.000 milljónir þann 1. mars 2021 og síðan rest eins fljótt og auðið er en aldrei yfir 6 ára tímabil. Þessi fjárhæð er hugsuð sem miskabætur fyrir þau brot sem ég X hef valdið A. Þau brot eru andlegt ofbeldi í formi hótana og þvingana. Brot á persónuverndarlögum þar sem Xbraust inn á samfélagsmiðla A. Blygðunarbrot þar sem X tók mynd af kynfærum A í leyfisleysi þegar hún var sofandi og nauðgun í endaþarm þegar A var sofandi áfengisdauða. [...]. Þegar þessum samningi verður fullnægt þá heitir Aað taka þetta mál ekki upp aftur né ræða þetta við nokkurn mann. Ef hún brýtur gegn því greiðir hún alla ofangreinda upphæð til baka að fullu. X. A“ Fór þá saksóknari málsins fram á það að málinu yrði frestað svo meta mæti áhrif umrædds samkomulags á málið. Fór svo það að manninum var tilkynnt að ákveðið hafi verið að taka upp rannsóknina á nauðguninni. Í upphafi þessa árs var maðurinn ákærður fyrir nauðgun. Tekist var á um hvort að umrætt skjal með samkomulaginu sem lagt var fram teldist sem nýtt sakargagn eða ekki. Verjandi mannsins, sem fór fram á frávísun ákærunnar um nauðgun, taldi að umrætt skjal væru ekki nýjar upplýsingar. Lögreglu hafi verið kunnugt um tilvist þess við rannsókn málsins. Engu að síður hafi verið ákveðið að fella þann hluta ákærunnar niður. Skilaði sératkvæði Ákæruvaldið benti hins vegar á að þær upplýsingar sem lögregla hafði um samkomulagið hafi byggt á upplýsingum frá verjanda, sem hafi ekki sama vægi og samkomulagið sjálft eða framburður mannsins. Um væri að ræða nýtt skjal sem hefði ríkt sönnunargildi. Héraðsdómur tók undir málflutning verjandans um að ekki væri um ný gögn að ræða. Landsréttur staðfesti þá niðurstöðu Héraðsdóms og var ákærunni því vísað frá. Landsréttardómarinn Símon Sigvaldason skilaði þó sératkvæði í málinu. Taldi hann ljóst að ef lögregla hefði haft umrætt skjal í höndunum hefði rannsókn á nauðguninni ekki verið felld niður. Um væri að ræða nýtt sönnunargagn og taldi hann að fella ætti frávísuna úr gildi.
„10. Feb 2021Ég X kt: [...]heiti því að greiða Akt: [...]10.000.000 (Tíumilljónir) 7000.000 milljónir þann 1. mars 2021 og síðan rest eins fljótt og auðið er en aldrei yfir 6 ára tímabil. Þessi fjárhæð er hugsuð sem miskabætur fyrir þau brot sem ég X hef valdið A. Þau brot eru andlegt ofbeldi í formi hótana og þvingana. Brot á persónuverndarlögum þar sem Xbraust inn á samfélagsmiðla A. Blygðunarbrot þar sem X tók mynd af kynfærum A í leyfisleysi þegar hún var sofandi og nauðgun í endaþarm þegar A var sofandi áfengisdauða. [...]. Þegar þessum samningi verður fullnægt þá heitir Aað taka þetta mál ekki upp aftur né ræða þetta við nokkurn mann. Ef hún brýtur gegn því greiðir hún alla ofangreinda upphæð til baka að fullu. X. A“
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira