10 ár frá lögfestingu Barnasáttmálans Þóra Jónsdóttir skrifar 13. mars 2023 10:01 13. mars 2023 eru liðin 10 ár frá því að Barnasáttmálinn varð að lögum á Íslandi. Til hamingju kæru börn og við öll, með 10 ára afmæli lögfestingarinnar! Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa Barnasáttmálann að leiðarljósi í öllum sínum störfum. Drjúgur þáttur í starfsemi Barnaheilla er fræðsla um forvarnir gegn ofbeldi gegn börnum. Samtökin byggja þá vinnu aðallega á 19. og 34. grein Barnasáttmálans, sem báðar kveða á um rétt barna til verndar gegn ofbeldi og kynferðisofbeldi, en margar aðrar greinar sáttmálans skipta miklu máli svo börn njóti réttar síns til að vera vernduð gegn ofbeldi. Á 10 ára lögfestingarafmæli Barnasáttmálans má spyrja hvað hafi áunnist. Fyrir fólk almennt úti í samfélaginu kann það að virðast harla lítið, því enn má heyra og lesa erfiðar sögur af ofbeldi sem börn verða fyrir, hvort sem er á heimilum sínum, í skólum, á stofnunum öðrum, eða annars staðar. En ef litið er til breytinga sem hafa orðið og eru að verða á lögum og framkvæmd á þjónustu við börn er augljóst að mikil viðhorfsbreyting hefur átt sér stað í garð réttinda barna. Því ber að fagna og það ákaft. Með breyttum og jákvæðari viðhorfum til barna og réttinda þeirra skapast frjósamur jarðvegur til að rækta betra umhverfi fyrir börn til að vaxa og þroskast í, blómstra! Það sem mestu skiptir er aukin meðvitund á meðal starfsfólks skóla, foreldra og ekki síst barnanna sjálfra. Fræðslu- og forvarnaverkefni Barnaheilla; Verndarar barna, Vinátta og Skoh fræðslan, hafa náð til fjölda skólastarfsfólks, foreldra og barna. Öll verkefnin veita fræðslu um hvernig megi koma auga á merki um að ofbeldi eigi sér stað, hvernig megi koma í veg fyrir ofbeldi og jafnframt hvernig megi bregðast við á styðjandi hátt ef barn segir frá ofbeldi. Það er til mikils að vinna ef hægt er að koma í veg fyrir að barn verði fyrir ofbeldi eða beiti önnur börn ofbeldi. Munum við einhvern tímann geta skapað ofbeldislaust samfélag? Það mun eflaust taka einhverjar kynslóðir í viðbót. En við erum komin á sporið. Þegar við öll höfum lært að iðka mannréttindi barna í daglegu lífi verðum við farin að nálgast það að hlífa börnum með öllu við ofbeldi. Það er falleg framtíðarsýn. Barnaheill hvetja öll sem umgangast börn og ekki síður börnin sjálf að fræðast um Barnasáttmálann og læra að tileinka sér hugmyndir hans og viðhorf og sameinast þannig um vernd barna gegn ofbeldi. Á vefsíðunni www.barnasattmali.is má fræðast um mannréttindi barna, allra barna. Höfundur er verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þóra Jónsdóttir Ofbeldi gegn börnum Réttindi barna Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Landspítali í bráðri hættu Læknar á Landspítala Skoðun Skoðun Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Sjá meira
13. mars 2023 eru liðin 10 ár frá því að Barnasáttmálinn varð að lögum á Íslandi. Til hamingju kæru börn og við öll, með 10 ára afmæli lögfestingarinnar! Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa Barnasáttmálann að leiðarljósi í öllum sínum störfum. Drjúgur þáttur í starfsemi Barnaheilla er fræðsla um forvarnir gegn ofbeldi gegn börnum. Samtökin byggja þá vinnu aðallega á 19. og 34. grein Barnasáttmálans, sem báðar kveða á um rétt barna til verndar gegn ofbeldi og kynferðisofbeldi, en margar aðrar greinar sáttmálans skipta miklu máli svo börn njóti réttar síns til að vera vernduð gegn ofbeldi. Á 10 ára lögfestingarafmæli Barnasáttmálans má spyrja hvað hafi áunnist. Fyrir fólk almennt úti í samfélaginu kann það að virðast harla lítið, því enn má heyra og lesa erfiðar sögur af ofbeldi sem börn verða fyrir, hvort sem er á heimilum sínum, í skólum, á stofnunum öðrum, eða annars staðar. En ef litið er til breytinga sem hafa orðið og eru að verða á lögum og framkvæmd á þjónustu við börn er augljóst að mikil viðhorfsbreyting hefur átt sér stað í garð réttinda barna. Því ber að fagna og það ákaft. Með breyttum og jákvæðari viðhorfum til barna og réttinda þeirra skapast frjósamur jarðvegur til að rækta betra umhverfi fyrir börn til að vaxa og þroskast í, blómstra! Það sem mestu skiptir er aukin meðvitund á meðal starfsfólks skóla, foreldra og ekki síst barnanna sjálfra. Fræðslu- og forvarnaverkefni Barnaheilla; Verndarar barna, Vinátta og Skoh fræðslan, hafa náð til fjölda skólastarfsfólks, foreldra og barna. Öll verkefnin veita fræðslu um hvernig megi koma auga á merki um að ofbeldi eigi sér stað, hvernig megi koma í veg fyrir ofbeldi og jafnframt hvernig megi bregðast við á styðjandi hátt ef barn segir frá ofbeldi. Það er til mikils að vinna ef hægt er að koma í veg fyrir að barn verði fyrir ofbeldi eða beiti önnur börn ofbeldi. Munum við einhvern tímann geta skapað ofbeldislaust samfélag? Það mun eflaust taka einhverjar kynslóðir í viðbót. En við erum komin á sporið. Þegar við öll höfum lært að iðka mannréttindi barna í daglegu lífi verðum við farin að nálgast það að hlífa börnum með öllu við ofbeldi. Það er falleg framtíðarsýn. Barnaheill hvetja öll sem umgangast börn og ekki síður börnin sjálf að fræðast um Barnasáttmálann og læra að tileinka sér hugmyndir hans og viðhorf og sameinast þannig um vernd barna gegn ofbeldi. Á vefsíðunni www.barnasattmali.is má fræðast um mannréttindi barna, allra barna. Höfundur er verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun