Öðrum banka lokað en innistæður að fullu tryggðar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. mars 2023 08:49 Útibú Signature Bankans í New York. Lokman Vural Elibol/Anadolu Agency via Getty Images Etirlitsaðilar í New York ríki Bandaríkjanna hafa tekið yfir bankann Signature Bank, sem kominn var í sambærileg vandræði og SVB-bankinn sem lokað var fyrir helgi. Innistæður allra innistæðueiganda verða að fullu tryggðar svo tryggja megi trú á bandaríska bankakerfið. Bankarnir voru umsvifamiklir á rafmyntamarkaði. Þetta var niðurstaða fundarhalda helgarinnar hjá yfirvöldum og eftirlitsaðilum í Bandaríkjunum, þar sem rætt var um hvernig ætti að bregðast við falli Silicon Valley bankans á föstudaginn. Viðskiptavinir bankans geyma um það bil 175 milljarða Bandaríkjadala þar, 24 þúsund milljarða íslenskra króna Innistæðutrygging í Bandaríkjunum tryggir alla jafna innistæður upp á allt að 250 þúsund dollara. Í sameiginlegri tilkynningu frá bandaríska Fjármálaráðuneytinu, bandaríska Seðlabankanum og Innistæðutryggingum Bandaríkjanna sem birt seint í gærkvöldi, segir að eftir að hafa ráðfært sig við Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, hafi verið ákveðið allar innistæður innistæðueiganda í Silicon Valley bankanum verði að fullu tryggðar. Innistæðueigendur þeirra geti nálgast þær í dag. Tveir bankar hafa nú fallið í Bandaríkjunum með stuttu millibiliJaap Arriens/NurPhoto via Getty Images Í sömu tilkynningu var einnig greint frá því að yfirvöld í New York ríki hefðu tekið yfir Signature-bankann, af sömu ástæðu og tekið var yfir Silicon Valley-bankann. Sömu innistæðutryggingar munu gilda um báða bankana. Viðskiptavinir Signature-bankans geyma um 88 milljarða dollara í bankanum, um tólf þúsund milljarða íslenskra króna. Bankarnir tveir eiga það sameiginlegt að hafa verið umsvifamiklir í þjónustu við fyrirtæki og fjármálastofnanir sem sýsla með rafmyntir. HSBC kaupir breskt útibú SVB á eitt pund Þá mun Seðlabankinn bjóða upp á lánalínur til annarra fjármálastofnana í Bandaríkjunum sem kunni að vera í vandræðum. Í frétt Reuters segir að um neyðaraðgerð sé að ræða sem ætluð sé að treysta trú almennings í Bandaríkjunum á bankakerfinu þar í landi og koma í veg fyrir frekari vandræði í fjármálakerfinu. Þá var tilkynnt í morgun að breski bankinn HSBC muni kaupa breska útibú Silicon Valley bankans á eitt pund, tæplega tvö hundruð krónur. Þar með tekur breski bankinn yfir allar skuldbindingar útibúsins. Er vísað í að þetta sé gert til þess að tryggja framtíð tæknigeirans í Bretlandi, sem hefur átt í miklum viðskiptum við Silicon Valley bankann. Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Stærsti bankinn til að fara á hausinn síðan árið 2008 Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa tekið yfir allar eigur Silicon Valley-bankans (SVB) en bankinn er sá sextándi stærsti í Bandaríkjunum. Viðskiptavinir bankans geyma um það bil 175 milljarða Bandaríkjadala þar, 24 þúsund milljarða íslenskra króna. 10. mars 2023 20:45 Mest lesið Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Fleiri fréttir Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Sjá meira
Þetta var niðurstaða fundarhalda helgarinnar hjá yfirvöldum og eftirlitsaðilum í Bandaríkjunum, þar sem rætt var um hvernig ætti að bregðast við falli Silicon Valley bankans á föstudaginn. Viðskiptavinir bankans geyma um það bil 175 milljarða Bandaríkjadala þar, 24 þúsund milljarða íslenskra króna Innistæðutrygging í Bandaríkjunum tryggir alla jafna innistæður upp á allt að 250 þúsund dollara. Í sameiginlegri tilkynningu frá bandaríska Fjármálaráðuneytinu, bandaríska Seðlabankanum og Innistæðutryggingum Bandaríkjanna sem birt seint í gærkvöldi, segir að eftir að hafa ráðfært sig við Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, hafi verið ákveðið allar innistæður innistæðueiganda í Silicon Valley bankanum verði að fullu tryggðar. Innistæðueigendur þeirra geti nálgast þær í dag. Tveir bankar hafa nú fallið í Bandaríkjunum með stuttu millibiliJaap Arriens/NurPhoto via Getty Images Í sömu tilkynningu var einnig greint frá því að yfirvöld í New York ríki hefðu tekið yfir Signature-bankann, af sömu ástæðu og tekið var yfir Silicon Valley-bankann. Sömu innistæðutryggingar munu gilda um báða bankana. Viðskiptavinir Signature-bankans geyma um 88 milljarða dollara í bankanum, um tólf þúsund milljarða íslenskra króna. Bankarnir tveir eiga það sameiginlegt að hafa verið umsvifamiklir í þjónustu við fyrirtæki og fjármálastofnanir sem sýsla með rafmyntir. HSBC kaupir breskt útibú SVB á eitt pund Þá mun Seðlabankinn bjóða upp á lánalínur til annarra fjármálastofnana í Bandaríkjunum sem kunni að vera í vandræðum. Í frétt Reuters segir að um neyðaraðgerð sé að ræða sem ætluð sé að treysta trú almennings í Bandaríkjunum á bankakerfinu þar í landi og koma í veg fyrir frekari vandræði í fjármálakerfinu. Þá var tilkynnt í morgun að breski bankinn HSBC muni kaupa breska útibú Silicon Valley bankans á eitt pund, tæplega tvö hundruð krónur. Þar með tekur breski bankinn yfir allar skuldbindingar útibúsins. Er vísað í að þetta sé gert til þess að tryggja framtíð tæknigeirans í Bretlandi, sem hefur átt í miklum viðskiptum við Silicon Valley bankann.
Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Stærsti bankinn til að fara á hausinn síðan árið 2008 Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa tekið yfir allar eigur Silicon Valley-bankans (SVB) en bankinn er sá sextándi stærsti í Bandaríkjunum. Viðskiptavinir bankans geyma um það bil 175 milljarða Bandaríkjadala þar, 24 þúsund milljarða íslenskra króna. 10. mars 2023 20:45 Mest lesið Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Fleiri fréttir Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Sjá meira
Stærsti bankinn til að fara á hausinn síðan árið 2008 Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa tekið yfir allar eigur Silicon Valley-bankans (SVB) en bankinn er sá sextándi stærsti í Bandaríkjunum. Viðskiptavinir bankans geyma um það bil 175 milljarða Bandaríkjadala þar, 24 þúsund milljarða íslenskra króna. 10. mars 2023 20:45