Veður

Norðan­átt og frost að fjór­tán stigum

Atli Ísleifsson skrifar
Áfram er kalt á landinu.
Áfram er kalt á landinu. Veðurstofan

Veðurstofan reiknar með áframhaldandni norðanátt á á landinu í dag, víðast hvar átta til þrettán metrar á sekúndu.

Á Austfjörðum og sunnan Vatnajökuls verða hins vegar norðvestan 15 til 23 metrar á sekúndu og gular viðvaranir taka gildi á þeim svæðum fyrir hádegi og gilda fram á kvöld.

Á vef Veðurstofunnar segir að það verði samfelld snjókoma á Norðaustur- og Austurlandi frameftir degi, annars él á norðanverðu landinu en að mestu bjart sunnan heiða.

Áfram er kalt og má reikna frosti á bilinu tvö til fjórtán stig.

Spákort fyrir klukkan 14 í dag. Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag og miðvikudag: Norðlæg átt, 5-13 m/s, hvassast með austurströndinni. Él á norðurhelming landsins, en bjartviðri syðra. Frost 4 til 12 stig.

Á fimmtudag: Hæg norðaustlæg eða breytileg átt en 8-13 suðaustanlands. Snjókoma um austanvert landið, en lengst af bjart vestantil. Áfram kalt í veðri.

Á föstudag: Suðlæg átt og bjart að mestu, en dálítil úrkoma vestantil. Hiti 0 til 4 stig sunnan- og vestanlands, en annars frost 2 til 7 stig.

Á laugardag: Suðlæg átt og slydda eða snjókoma vestantil, en skýjað með köflum um austanvert landið. Kólnar heldur.

Á sunnudag: Útlit fyrir norðlæga átt, él og kólnandi veður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×