Augsburg náði forystunni strax á annarri mínútu leiksins með marki Mergim Berisha en Bæjarar voru fljótir að jafna metin því Joao Cancelo skoraði á fimmtándu mínútu.
Annar bakvörður var næstur á markalistann því Benjamin Pavard skoraði næstu tvö mörk Bæjara áður en Leroy Sane kom Bayern í 4-1 skömmu fyrir leikhlé.
Berisha skoraði sitt annað mark í leiknum eftir klukkutíma leik en Alphonso Davies svaraði fyrir Bæjara og breytti stöðunni í 5-2. Gestirnir náðu að laga stöðuna í uppbótartíma en nokkuð öruggur 5-3 sigur Bayern staðreynd.