Frávísun í hryðjuverkamálinu staðfest með minnsta mun Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. mars 2023 15:53 Sindri Snær ásamt Sveini Andra Sveinssyni, verjanda sínum, þegar málið var tekið fyrir í héraðsdómi. Vísir/vilhelm Landsréttur hefur staðfest frávísun á þeim köflum ákæru á hendur tveimur karlmönnum á þrítugsaldri er fjallar um hryðjuverk, tilraun til hryðjuverka og hlutdeild í tilraun til hryðjuverka. Tveir dómarar Landsréttar vildu staðfesta frávísun úr héraðsdómi en einn vildi fella úrskurðinn úr héraði úr gildi. Héraðssaksóknari hefur þrjá mánuði til að gefa út nýja ákæru. Tveir eru ákærðir í málinu, Sindri Snær Birgisson og Ísidór Nathansson. Taldi Landsréttur slíka ágalla á tilgreiningu hinnar ætluðu refsiverðu háttsemi er varðaði hryðjuverk að erfitt væri að halda uppi vörnum fyrir þá Sindra og Ísidór. Ákæran væri því haldin slíkum annmörkum að hún fullnægði ekki skilyrðum. Símon Sigvaldason einn þriggja Landsréttardómara sagði vissulega galla á ákærunni en þó ekki slíkir að vísa þyrfti frá dómi. Hann taldi að fella ætti úr gildi úrskurðinn úr héraði. Sögðu hættuástandi hafa verið aflýst Tæpir fjórir mánuðir eru liðnir síðan ríkislögreglustjóri handtók tvo karlmenn og lýsti því yfir að hættuástandi hefði verið aflýst. Á blaðamannafundi var greint frá því að mennirnir hefðu verið grunaðir um skipulagningu hryðjuverka. Klippa: Blaðamannafundur lögreglu vegna gruns um hryðjuverk Lagt var hald á skotvopn og eru Sindri Snær og Ísidór sömuleiðis ákærðir fyrir vopnalagabrot. Þeir hafa þegar játað aðkomu sína að stórum hluta hvað vopnalagabrotin varðar. Hins vegar er héraðssaksóknari í tómum vandræðum þegar kemur að ákærunni fyrir hryðjuverk, tilraun til hryðjuverka og hlutdeild í þeim. Um þann vandræðagang er meðal annars fjallað í fréttinni hér að neðan og atburðarásina í heild. Sindri Snær og Ísidór hafa nefnilega gengið lausir í margar vikur þrátt fyrir að sæta ákæru vegna hryðjuverka. Þeirri ákæru hefur nú verið vísað frá með meirihluta Landsréttar, atkvæðum tveggja dómara gegn atkvæði eins. Tveir dómarar sammála Kristinn Halldórsson og Ragnheiður Bragadóttir Landsréttardómarar segja í niðurstöðu sinni að ákæruvaldinu hafi þurft að tilgreina mun skýrar og nákvæmar í ákærunni hvaða orðfæri og yfirlýsingar í samskiptum Sindra og Ísidórs sýndu að Sindri Snær hefði tekið ákvörðun um að fremja hryðjuverk. Þá skorti verulega á að ákæruvaldið gerði í ákæru grein fyrir þeim undirbúningsathöfnum Sindra Snæs sem þar var vísað til og hvernig þær athafnir tengdust ætlaðri ákvörðun um að fremja hryðjuverk. Í því samhengi telst hlutdeild Ísidórs í brotum Sindra Snæs ekki lýst með nógu skýrum hætti. Auk þess sé enga frekari lýsingu eða útlistun að finna í ákæru á ætluðum hvatningarorðum og undirróðri varnaraðila Ísidórs eða í því efni og upplýsingum sem hann á að hafa miðlað til Sindra Snæs. Ekki heldur hvernig efnið og upplýsingarnar tengdust ætluðum áformum Sindra um að fremja hryðjuverk. Símon á öndverðum meiði Símon Sigvaldason Landsréttardómari sagði að betra hefði verið ef fram hefði komið í ákæru einhver dæmi um orðfæri eða yfirlýsingar sindra Snæs um ásetning til að fremja hryðjuverk. Ákæran væri þó nægjanlega skýr um þá háttsemi Sindra Snæs. Þá benti Símon á að í ákærunni væri ákveðnum undirbúningsathöfnum Sindra lýst. Hann hefði útbúið, framleitt og aflað sér skotvopna, íhluta í skotvopn, skotfæra og varnarbúnað, og keypt árásarriffla sem hann hafi breytt í hálfsjálfvirka. Ljóst sé til hvers er vísað varðandi undirbúning. Hann hafi einnig sótt og tileinkað sér efni frá þekktum aðilum sem hafi framið hryðjuverk og orðið sér úti um upplýsingar um hvernig útbúa megi sprengjur og dróna. Þessi efni séu meðal ganga málsins. Loks hafi hann reynt að verða sér út um lögregluskilríki, lögreglufatnað eða lögreglubúnað sem hafi verið í því skyni að fremja hryðjuverk, eins og segir í ákærunni. Þrátt fyrir annmarka væri ákæran nægjanlega skýr um hvað Sindra Snæ væri gefið að sök. Héraðsdómi væri unnt að leggja efnisdóm á þann hluta málsins og ekki skilyrði fyrir frávísun. Hið sama gildi um meinta hlutdeild Ísidórs í málinu. Af þeim sökum ætti að fella frávísunarúrskurðinn úr héraðsdómi úr gildi. Ætla að leggjast yfir úrskurðinn Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari segir embættið munu leggjast yfir úrskurð Landsréttar sem sé ágætlega rökstuddur og ígrundaður, þótt rétturinn hafi verið klofinn. Farið verði yfir úrskurðinn með það í huga hvort gefin verði út ný ákæra sem taki mið af viðbrögðum Landsréttar eða við svo búið verði látið standa. Ólafur segir Landsrétt ekki ganga jafn langt og héraðsdómur í frávísuninni. Nú þurfi að meta hvort ástæða sé til að reyna aftur með endurbættri ákæru og til þess hafi embættið þrjá mánuði. Þó verði reynt að flýta þeirri vinnu enda vilji saksóknari ekki draga sakborninga á því alltof lengi. Hann segir þann hluta ákæru sem snúi að vopnalagabroti standa og fara sinn veg í héraðsdómi. „Ég segi nú bara eins og Júlíus Sesar í skilaboðum til senatsins í Róm eftir sigurinn á Farnakes II konungi Pontus í orrustunni við Zela í maí 47 f.K.: Veni, vidi, vici,“ segir Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Sindra Snæs í færslu á Facebook sem mætti útleggjast á íslensku: Kom, sá og sigraði. Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Dómsmál Lögreglan Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Grunaður um að hafa farið inn á heimili og brotið á barni Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Sjá meira
Tveir eru ákærðir í málinu, Sindri Snær Birgisson og Ísidór Nathansson. Taldi Landsréttur slíka ágalla á tilgreiningu hinnar ætluðu refsiverðu háttsemi er varðaði hryðjuverk að erfitt væri að halda uppi vörnum fyrir þá Sindra og Ísidór. Ákæran væri því haldin slíkum annmörkum að hún fullnægði ekki skilyrðum. Símon Sigvaldason einn þriggja Landsréttardómara sagði vissulega galla á ákærunni en þó ekki slíkir að vísa þyrfti frá dómi. Hann taldi að fella ætti úr gildi úrskurðinn úr héraði. Sögðu hættuástandi hafa verið aflýst Tæpir fjórir mánuðir eru liðnir síðan ríkislögreglustjóri handtók tvo karlmenn og lýsti því yfir að hættuástandi hefði verið aflýst. Á blaðamannafundi var greint frá því að mennirnir hefðu verið grunaðir um skipulagningu hryðjuverka. Klippa: Blaðamannafundur lögreglu vegna gruns um hryðjuverk Lagt var hald á skotvopn og eru Sindri Snær og Ísidór sömuleiðis ákærðir fyrir vopnalagabrot. Þeir hafa þegar játað aðkomu sína að stórum hluta hvað vopnalagabrotin varðar. Hins vegar er héraðssaksóknari í tómum vandræðum þegar kemur að ákærunni fyrir hryðjuverk, tilraun til hryðjuverka og hlutdeild í þeim. Um þann vandræðagang er meðal annars fjallað í fréttinni hér að neðan og atburðarásina í heild. Sindri Snær og Ísidór hafa nefnilega gengið lausir í margar vikur þrátt fyrir að sæta ákæru vegna hryðjuverka. Þeirri ákæru hefur nú verið vísað frá með meirihluta Landsréttar, atkvæðum tveggja dómara gegn atkvæði eins. Tveir dómarar sammála Kristinn Halldórsson og Ragnheiður Bragadóttir Landsréttardómarar segja í niðurstöðu sinni að ákæruvaldinu hafi þurft að tilgreina mun skýrar og nákvæmar í ákærunni hvaða orðfæri og yfirlýsingar í samskiptum Sindra og Ísidórs sýndu að Sindri Snær hefði tekið ákvörðun um að fremja hryðjuverk. Þá skorti verulega á að ákæruvaldið gerði í ákæru grein fyrir þeim undirbúningsathöfnum Sindra Snæs sem þar var vísað til og hvernig þær athafnir tengdust ætlaðri ákvörðun um að fremja hryðjuverk. Í því samhengi telst hlutdeild Ísidórs í brotum Sindra Snæs ekki lýst með nógu skýrum hætti. Auk þess sé enga frekari lýsingu eða útlistun að finna í ákæru á ætluðum hvatningarorðum og undirróðri varnaraðila Ísidórs eða í því efni og upplýsingum sem hann á að hafa miðlað til Sindra Snæs. Ekki heldur hvernig efnið og upplýsingarnar tengdust ætluðum áformum Sindra um að fremja hryðjuverk. Símon á öndverðum meiði Símon Sigvaldason Landsréttardómari sagði að betra hefði verið ef fram hefði komið í ákæru einhver dæmi um orðfæri eða yfirlýsingar sindra Snæs um ásetning til að fremja hryðjuverk. Ákæran væri þó nægjanlega skýr um þá háttsemi Sindra Snæs. Þá benti Símon á að í ákærunni væri ákveðnum undirbúningsathöfnum Sindra lýst. Hann hefði útbúið, framleitt og aflað sér skotvopna, íhluta í skotvopn, skotfæra og varnarbúnað, og keypt árásarriffla sem hann hafi breytt í hálfsjálfvirka. Ljóst sé til hvers er vísað varðandi undirbúning. Hann hafi einnig sótt og tileinkað sér efni frá þekktum aðilum sem hafi framið hryðjuverk og orðið sér úti um upplýsingar um hvernig útbúa megi sprengjur og dróna. Þessi efni séu meðal ganga málsins. Loks hafi hann reynt að verða sér út um lögregluskilríki, lögreglufatnað eða lögreglubúnað sem hafi verið í því skyni að fremja hryðjuverk, eins og segir í ákærunni. Þrátt fyrir annmarka væri ákæran nægjanlega skýr um hvað Sindra Snæ væri gefið að sök. Héraðsdómi væri unnt að leggja efnisdóm á þann hluta málsins og ekki skilyrði fyrir frávísun. Hið sama gildi um meinta hlutdeild Ísidórs í málinu. Af þeim sökum ætti að fella frávísunarúrskurðinn úr héraðsdómi úr gildi. Ætla að leggjast yfir úrskurðinn Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari segir embættið munu leggjast yfir úrskurð Landsréttar sem sé ágætlega rökstuddur og ígrundaður, þótt rétturinn hafi verið klofinn. Farið verði yfir úrskurðinn með það í huga hvort gefin verði út ný ákæra sem taki mið af viðbrögðum Landsréttar eða við svo búið verði látið standa. Ólafur segir Landsrétt ekki ganga jafn langt og héraðsdómur í frávísuninni. Nú þurfi að meta hvort ástæða sé til að reyna aftur með endurbættri ákæru og til þess hafi embættið þrjá mánuði. Þó verði reynt að flýta þeirri vinnu enda vilji saksóknari ekki draga sakborninga á því alltof lengi. Hann segir þann hluta ákæru sem snúi að vopnalagabroti standa og fara sinn veg í héraðsdómi. „Ég segi nú bara eins og Júlíus Sesar í skilaboðum til senatsins í Róm eftir sigurinn á Farnakes II konungi Pontus í orrustunni við Zela í maí 47 f.K.: Veni, vidi, vici,“ segir Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Sindra Snæs í færslu á Facebook sem mætti útleggjast á íslensku: Kom, sá og sigraði.
Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Dómsmál Lögreglan Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Grunaður um að hafa farið inn á heimili og brotið á barni Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Sjá meira