Fjölbreytileiki regnbogans Birna Guðný Björnsdóttir skrifar 10. mars 2023 13:00 Ég hef verið kölluð ýmsum ljótum nöfnum síðan ég tók upp á því að skrifa greinar og birta þær í skoðunarhorni Vísis. Allt af fólki sem þekkir mig ekki neitt en hefur samt leyft sér að mynda sér skoðanir á mér í tvívídd. Ég viðurkenni að þetta særði mig smá fyrst um sinn, en ég var fljót að að átta mig á því að viðkomandi persónur eru ekki hluti af mínu matrixi. Öll mín vinna með laukinn í egóinu, hefur verið svo hnitmiðuð við að losa mig við allt sem vekur hjá mér óhamingjusemi, að utanaðkomandi fólk með slíkan hugsunargang, stimplast ekki sem punktur inn í matrixinu. Ég vil þessu fólki ekkert illa, mér stendur bara á sama um þau áhrif sem þau eru að reyna að hafa á mitt líf. Undanfarið hef ég þó velt því fyrir mér hvort ég hafi rangt fyrir mér. Eru það rétt viðbrögð við að fá á sig fúkyrði að standa á sama? Fyrir það fyrsta þá vitum við öll að þetta getur haft áhrif á þá sem þykja vænt um mann. Skrítna ég hef þó þótt það ein mikilvægasta lexía sem ég get kennt fólki í kringum mig, þ.e. að þau láti ekki óhamingjusemi annarra hafa áhrif á sína eigin hamingju. Þau vita betur, því þau þekkja mig í þrívídd. Mér hefur þótt þetta eiginlega mikilvægara veganesti fyrir börnin, en að troða myndum í andlitið á þeim, af svörtum lungum, til að aftra þeim frá fikti við sígarettur. En af hverju skyldi ég kalla þetta óhamingjusemi annarra? Felst í þessu eitthvað meira en ljótleiki mannskepnunnar við að vilja skaða aðra? Er þetta leið hennar til að þykjast vera merkilegri en næsti maður? Og af hverju er þessi þörf til staðar að vera merkilegri en annar? Liggur það í því óöryggi að vera ekki meðtekinn fyrir sínar eigin skoðanir? Stendur þá ekki eftir spurningin hvernig getur þú verið hamingjusamur ef þú ert óöruggur með þau gildi og viðmið sem þú stendur fyrir? Kannski nær þetta lengra í einhverjum tilvikum. Eftir allt sjálfshatur getur sprottið upp þegar menn horfa upp á aðra vera nógu hugrakka til að gera bara sitt, en hafa ekki kjark til að gera það sama. Þá er stutt í næstu spor að slá frá sér til þess aðila, sem kallar fram þessa bölvuðu vanlíðan. En ég verð að segja. Ef orð mín valda pirringi og reiði hjá öðrum, er það þá ekki fyrsta vísbending um að nú sé kannski kominn tími til að endurhugsa sínar eigin skoðanir. Ef orðin stuða gæti ástæðan verið sú að innst inni sé til staðar hræðsla um að ég gæti haft rétt fyrir mér? Ef við nánari íhugun þið sannfærist um að ég hafi bara rangt fyrir mér, þá er það bara allt í lagi líka. Þá detta ummæli mín bara dauð og ómerk niður og eiga ekki að hafa áhrif á ykkar líðan. Og ef ummæli mín fá ykkur til að setjast niður, íhuga og vilja svara með vitrænum hætti þá bara enn betra. Heimurinn verður auðugri með auknum skoðanaskiptum, sérstaklega þegar hægt er að halda þeim efnislegum og í virðingu við menn og málefni. Eitt fallegasta hrósið sem ég hef fengið síðan ég hóf að skrifa skoðanagreinar á Vísi kom í formi pistils sem ég vona að hafi komið frá Davíð Oddsyni. Davíð Oddson er svo mikill herramaður að hann gerði þetta rétt. Ég var kannski ekki alveg sammála honum um skaðsemi sósíalisma, því ég er meira svona að reyna að finna jafnvægið, en vá hvað maðurinn er góður penni. Það er alltaf unun að lesa greinar frá honum, sérstaklega þegar hann snýst til jákvæðni. Það að opna munninn og tjá mig á opinberum vettvangi hefur verið hluti af mínu heilunarferli. Unga litla stelpan sem langaði til að gera heiminn að betra stað, hefur svo sannarlega fengið að finna fyrir því hvað heimurinn getur verið ljótur. Og kannski var ástæðan fyrir þeirri þrautagöngu að byggja upp víðfeðman reynslubanka, því ég hef alltaf haldið áfram og alltaf séð gleðina í voninni, þakklát fyrir það sem ég hef svo sannarlega fengið. Jafnvel þó að sönn hamingja hafi ekki fundist fyrr en ég fór að sýna sjálfri mér virðingu og leyfði mér að horfast í augu við sjálfa mig. Eitt af verkefnunum hefur tvímælalaust verið að opna röddina og standa með litlu stelpunni, sem frá unga aldri hefur verið sagt að vera bara tuskan, fela sig og þegja, því það væri nú fyrir bestu. Og nú er þetta rödd sem mig langar ekkert til að kæfa niður. Því mér þykir gaman að velta hlutum fyrir mér, möndla saman læsilegum texta og reyna að búa til litla brandara hér og þar, sem oft hljóma skemmtilegri í kollinum heldur en þegar þeir hafa verið ritaðir niður. En ef orð mín valda niðurrifi frá óhamingjusömum röddum, er það þá rétt hjá mér að halda áfram að tjá minn hug? Hafa groddaleg ummæli og ljótur munnsafnaður letjandi áhrif á önnur vitni? Vitni sem hafa löngun til að opna sína verðuga rödd en skortir þó hugrekki til að opna sig fyrir þeim leiðindum sem því fylgir. Er ég þá orðin hluti af vandanum með því að halda mér ekki inn í kassanum eða ber ég núna samfélagslega ábyrgð á því að draga eineltis hrella til ábyrgðar, til að skapa rými fyrir raddir sem eflaust eru margar hverjar fallegri en mín? Það er voða auðvelt að skella fram þeirri staðhæfingu að maður eigi ekki að gefast upp fyrir hrottunum og halda bara áfram á sinni braut, því þá er hugrekkið orðið fyrirmynd fyrir aðra til að standa upp. Ég viðurkenni að ég efast samt um að það sé nóg, því ég veit að ljót orð hafa áhrif á viðkvæmar sálir. Hugsandi um alla þá einstaklingana þarna úti sem þykir það ósköp eðlilegur þáttur að tjá sig með ljótum orðum, þá er erfitt að sjá ekki, hversu margir eru stutt komnir í skuggavinnunni. Bætið svo við öllum þeim sem lesa yfir orðin og gleðjast í sinni þögn, já ég held að það sé mikil þörf á að við horfum öll til heilunarvinnu á komandi árum. Kannski að hugrekkið sé nóg ef við verðum öll meðvitaðri um mikilvægi heilunar og erum reiðubúin að standa upp og hjálpa óhamingjusömum sálum að sjá, að með ljótum orðum, gera þau ekkert annað en að sýna öðrum í kringum sig þeirra eigin getuleysi við að vinna í sjálfum sér. Já, leið mín til sjálfseflingar hefur verið smá óvenjuleg, en mér myndi ekki koma til hugar að breyta henni. Ég hef heyrt og séð forsætisráðherra, fjármálaráðherra, menningar- og viðskiptaráðherra, seðlabankastjóra, Sólveigu, Ragnar, Villa, Eyjólf Árna og Simma Vill, öll spinna upp hugsanir út frá orðum sem hafa komið frá mér. Og fyrir það er ég þakklát. Þakklátust er ég þó yfir því að hafa fengið að sjá aðra pikka upp fræ úr mínum greinum, og skapa í kringum þau þeirra eigin listaverk. Og nú veit ég ekki hvort ég hafi haft áhrif þar á, en perla síðasta árs, fyrir mér, kom í formi viðtals við gamlan bekkjabróður. Kannski er ég að troða þessum orðum inn í þessa grein því mig hefur langað í smá tíma að skrifa þetta, en Daníel Rafn Guðmundsson. Þú varst falleg sál, með fallegt hjarta í barnæsku, þú varst falleg sál þegar þú lagðir verndarhendi yfir mig í ruglinu á Tunglinu og þú ert geislandi gimsteinn núna. Næst þegar bíllinn minn bilar þá mun ég pottþétt koma með hann í viðgerð til þín í Hemil. Hvort að orð mín hafi áhrif á aðra, er kannski oftúlkun. En með hverri grein sem ég les sem fjallar um sömu hugsanir og ég hef sett fram, með sömu orðum og talsmáta, þá eykst trú mín á mikilvægi þess að tjá hug sinn í orðum. Tilhugsunin um að sum fræ hjá mér fái að dafna hjá öðrum veitir mér mikla gleði og sömuleiðis er það mér mikil skemmtun að lesa greinar eftir aðra og sjá hvort að þar leynist einhver falleg fræ fyrir mig til að hlúa að. Ég veit að ég er að leyfa mér að vera smá rómantískur kjáni, en með því að leyfa mér að opna munninn, þá finnst mér eins og ég sé hluti af keðjunni í fjölbreytileika regnbogans. Ég óska þess svo innilega að ótti við álit annarra og ljótur munnsöfnuður, aftri ekki því að dásamlegar raddir taki þátt og hefji upp söng. Fegurð og litadýrð regnbogans verður þess meiri eftir því sem fleiri taka þátt. Takk fyrir mig kæru lesendur. Ég hvet ykkur eindregið til að hoppa á einum fæti, tíu sinnum á dag. Hver veit, kannski að það geti fært ykkur smá gleði í hönd. En bara ef þið getið, farið nú ekki að slasa ykkur. Höfundur er með MAcc í reikningshaldi og endurskoðun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birna Guðný Björnsdóttir Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Skoðun Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Sjá meira
Ég hef verið kölluð ýmsum ljótum nöfnum síðan ég tók upp á því að skrifa greinar og birta þær í skoðunarhorni Vísis. Allt af fólki sem þekkir mig ekki neitt en hefur samt leyft sér að mynda sér skoðanir á mér í tvívídd. Ég viðurkenni að þetta særði mig smá fyrst um sinn, en ég var fljót að að átta mig á því að viðkomandi persónur eru ekki hluti af mínu matrixi. Öll mín vinna með laukinn í egóinu, hefur verið svo hnitmiðuð við að losa mig við allt sem vekur hjá mér óhamingjusemi, að utanaðkomandi fólk með slíkan hugsunargang, stimplast ekki sem punktur inn í matrixinu. Ég vil þessu fólki ekkert illa, mér stendur bara á sama um þau áhrif sem þau eru að reyna að hafa á mitt líf. Undanfarið hef ég þó velt því fyrir mér hvort ég hafi rangt fyrir mér. Eru það rétt viðbrögð við að fá á sig fúkyrði að standa á sama? Fyrir það fyrsta þá vitum við öll að þetta getur haft áhrif á þá sem þykja vænt um mann. Skrítna ég hef þó þótt það ein mikilvægasta lexía sem ég get kennt fólki í kringum mig, þ.e. að þau láti ekki óhamingjusemi annarra hafa áhrif á sína eigin hamingju. Þau vita betur, því þau þekkja mig í þrívídd. Mér hefur þótt þetta eiginlega mikilvægara veganesti fyrir börnin, en að troða myndum í andlitið á þeim, af svörtum lungum, til að aftra þeim frá fikti við sígarettur. En af hverju skyldi ég kalla þetta óhamingjusemi annarra? Felst í þessu eitthvað meira en ljótleiki mannskepnunnar við að vilja skaða aðra? Er þetta leið hennar til að þykjast vera merkilegri en næsti maður? Og af hverju er þessi þörf til staðar að vera merkilegri en annar? Liggur það í því óöryggi að vera ekki meðtekinn fyrir sínar eigin skoðanir? Stendur þá ekki eftir spurningin hvernig getur þú verið hamingjusamur ef þú ert óöruggur með þau gildi og viðmið sem þú stendur fyrir? Kannski nær þetta lengra í einhverjum tilvikum. Eftir allt sjálfshatur getur sprottið upp þegar menn horfa upp á aðra vera nógu hugrakka til að gera bara sitt, en hafa ekki kjark til að gera það sama. Þá er stutt í næstu spor að slá frá sér til þess aðila, sem kallar fram þessa bölvuðu vanlíðan. En ég verð að segja. Ef orð mín valda pirringi og reiði hjá öðrum, er það þá ekki fyrsta vísbending um að nú sé kannski kominn tími til að endurhugsa sínar eigin skoðanir. Ef orðin stuða gæti ástæðan verið sú að innst inni sé til staðar hræðsla um að ég gæti haft rétt fyrir mér? Ef við nánari íhugun þið sannfærist um að ég hafi bara rangt fyrir mér, þá er það bara allt í lagi líka. Þá detta ummæli mín bara dauð og ómerk niður og eiga ekki að hafa áhrif á ykkar líðan. Og ef ummæli mín fá ykkur til að setjast niður, íhuga og vilja svara með vitrænum hætti þá bara enn betra. Heimurinn verður auðugri með auknum skoðanaskiptum, sérstaklega þegar hægt er að halda þeim efnislegum og í virðingu við menn og málefni. Eitt fallegasta hrósið sem ég hef fengið síðan ég hóf að skrifa skoðanagreinar á Vísi kom í formi pistils sem ég vona að hafi komið frá Davíð Oddsyni. Davíð Oddson er svo mikill herramaður að hann gerði þetta rétt. Ég var kannski ekki alveg sammála honum um skaðsemi sósíalisma, því ég er meira svona að reyna að finna jafnvægið, en vá hvað maðurinn er góður penni. Það er alltaf unun að lesa greinar frá honum, sérstaklega þegar hann snýst til jákvæðni. Það að opna munninn og tjá mig á opinberum vettvangi hefur verið hluti af mínu heilunarferli. Unga litla stelpan sem langaði til að gera heiminn að betra stað, hefur svo sannarlega fengið að finna fyrir því hvað heimurinn getur verið ljótur. Og kannski var ástæðan fyrir þeirri þrautagöngu að byggja upp víðfeðman reynslubanka, því ég hef alltaf haldið áfram og alltaf séð gleðina í voninni, þakklát fyrir það sem ég hef svo sannarlega fengið. Jafnvel þó að sönn hamingja hafi ekki fundist fyrr en ég fór að sýna sjálfri mér virðingu og leyfði mér að horfast í augu við sjálfa mig. Eitt af verkefnunum hefur tvímælalaust verið að opna röddina og standa með litlu stelpunni, sem frá unga aldri hefur verið sagt að vera bara tuskan, fela sig og þegja, því það væri nú fyrir bestu. Og nú er þetta rödd sem mig langar ekkert til að kæfa niður. Því mér þykir gaman að velta hlutum fyrir mér, möndla saman læsilegum texta og reyna að búa til litla brandara hér og þar, sem oft hljóma skemmtilegri í kollinum heldur en þegar þeir hafa verið ritaðir niður. En ef orð mín valda niðurrifi frá óhamingjusömum röddum, er það þá rétt hjá mér að halda áfram að tjá minn hug? Hafa groddaleg ummæli og ljótur munnsafnaður letjandi áhrif á önnur vitni? Vitni sem hafa löngun til að opna sína verðuga rödd en skortir þó hugrekki til að opna sig fyrir þeim leiðindum sem því fylgir. Er ég þá orðin hluti af vandanum með því að halda mér ekki inn í kassanum eða ber ég núna samfélagslega ábyrgð á því að draga eineltis hrella til ábyrgðar, til að skapa rými fyrir raddir sem eflaust eru margar hverjar fallegri en mín? Það er voða auðvelt að skella fram þeirri staðhæfingu að maður eigi ekki að gefast upp fyrir hrottunum og halda bara áfram á sinni braut, því þá er hugrekkið orðið fyrirmynd fyrir aðra til að standa upp. Ég viðurkenni að ég efast samt um að það sé nóg, því ég veit að ljót orð hafa áhrif á viðkvæmar sálir. Hugsandi um alla þá einstaklingana þarna úti sem þykir það ósköp eðlilegur þáttur að tjá sig með ljótum orðum, þá er erfitt að sjá ekki, hversu margir eru stutt komnir í skuggavinnunni. Bætið svo við öllum þeim sem lesa yfir orðin og gleðjast í sinni þögn, já ég held að það sé mikil þörf á að við horfum öll til heilunarvinnu á komandi árum. Kannski að hugrekkið sé nóg ef við verðum öll meðvitaðri um mikilvægi heilunar og erum reiðubúin að standa upp og hjálpa óhamingjusömum sálum að sjá, að með ljótum orðum, gera þau ekkert annað en að sýna öðrum í kringum sig þeirra eigin getuleysi við að vinna í sjálfum sér. Já, leið mín til sjálfseflingar hefur verið smá óvenjuleg, en mér myndi ekki koma til hugar að breyta henni. Ég hef heyrt og séð forsætisráðherra, fjármálaráðherra, menningar- og viðskiptaráðherra, seðlabankastjóra, Sólveigu, Ragnar, Villa, Eyjólf Árna og Simma Vill, öll spinna upp hugsanir út frá orðum sem hafa komið frá mér. Og fyrir það er ég þakklát. Þakklátust er ég þó yfir því að hafa fengið að sjá aðra pikka upp fræ úr mínum greinum, og skapa í kringum þau þeirra eigin listaverk. Og nú veit ég ekki hvort ég hafi haft áhrif þar á, en perla síðasta árs, fyrir mér, kom í formi viðtals við gamlan bekkjabróður. Kannski er ég að troða þessum orðum inn í þessa grein því mig hefur langað í smá tíma að skrifa þetta, en Daníel Rafn Guðmundsson. Þú varst falleg sál, með fallegt hjarta í barnæsku, þú varst falleg sál þegar þú lagðir verndarhendi yfir mig í ruglinu á Tunglinu og þú ert geislandi gimsteinn núna. Næst þegar bíllinn minn bilar þá mun ég pottþétt koma með hann í viðgerð til þín í Hemil. Hvort að orð mín hafi áhrif á aðra, er kannski oftúlkun. En með hverri grein sem ég les sem fjallar um sömu hugsanir og ég hef sett fram, með sömu orðum og talsmáta, þá eykst trú mín á mikilvægi þess að tjá hug sinn í orðum. Tilhugsunin um að sum fræ hjá mér fái að dafna hjá öðrum veitir mér mikla gleði og sömuleiðis er það mér mikil skemmtun að lesa greinar eftir aðra og sjá hvort að þar leynist einhver falleg fræ fyrir mig til að hlúa að. Ég veit að ég er að leyfa mér að vera smá rómantískur kjáni, en með því að leyfa mér að opna munninn, þá finnst mér eins og ég sé hluti af keðjunni í fjölbreytileika regnbogans. Ég óska þess svo innilega að ótti við álit annarra og ljótur munnsöfnuður, aftri ekki því að dásamlegar raddir taki þátt og hefji upp söng. Fegurð og litadýrð regnbogans verður þess meiri eftir því sem fleiri taka þátt. Takk fyrir mig kæru lesendur. Ég hvet ykkur eindregið til að hoppa á einum fæti, tíu sinnum á dag. Hver veit, kannski að það geti fært ykkur smá gleði í hönd. En bara ef þið getið, farið nú ekki að slasa ykkur. Höfundur er með MAcc í reikningshaldi og endurskoðun.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun