Óli Björn boðar óbreytt ástand Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar 10. mars 2023 10:01 Aukinn ójöfnuður og neyðarástand á húsnæðismarkaði fer ekki framhjá neinum. Með þetta í huga er áhugavert að lesa hvaða lausnir Óli Björn Kárason hefur á vandanum í nýlegri grein. Lausnir Óla virðast ekki vera aðrar en óbreytt ástand. Staða leigjenda er óásættanleg Meira en fjórðungur leigjenda er með íþyngjandi húsnæðiskostnað og vaxandi fjöldi á erfitt með að ná endum saman eða er í vanskilum með leigu. Framboð leiguhúsnæðis er lítið og eftirspurn er mikil. Ólíkt því sem Óli Björn og aðrir markaðssinnar halda fram hefur framboðið ekki aukist nægilega til að mæta mikilli eftirspurn undanfarin áratug. Óbreytt húsnæðisstefna er því ekki í boði lengur, hún er einfaldlega gjaldþrota. Til lengri tíma er lausnin að byggja meira. Fjölga þarf íbúðum í almenna íbúðakerfinu ásamt því að lífeyrissjóðir þurfa að koma að uppbyggingu leiguhúsnæðis. Til skamms tíma er þörf á neyðaraðgerðum. Við núverandi aðstæður eru skammtímaleigusamningar ráðandi. Gjarnan eru gerðir verðtryggðir samningar til eins árs og svo tekur leiguverð mikilli hækkun við endurnýjun, oft með skömmum fyrirvara. Við þessu þarf að bregðast. Það leiguþak sem Óli Björn lýsir í grein sinni er leið til að slá ryki í augu fólks. Það hefur ekki verið almennt ákall um leiguþak. Hins vegar hefur verið kallað eftir því að gerðar verði breytingar þannig að leigjendur njóti aukins húsnæðisöryggis og meiri fyrirsjáanleika. Þessu markmiði má ná með því að gera ótímabundna samninga ráðandi. Þar sé leigufjárhæð frjáls í upphafi samnings en leigusala séu takmörk sett um hækkun innan samningstíma eða að hækkanir þurfi að rökstyðja með kostnaðarhækkunum. Slíkar leigubremsur eru til staðar í fjölda OECD ríkja án neikvæðra áhrifa á framboðshlið. Slíkar leigubremsur eru ekki róttækt inngrip í leigumarkað. Til viðbótar er ástæða til að leiðrétta Óla Björn um að bótakerfið hafi verið þanið út í aðgerðum stjórnvalda í tengslum við kjarasamninga. Þetta er einfaldlega rangt. Húsnæðisbætur voru vissulega hækkaðar, en fjárhæðum hafði verið haldið óbreyttum á árunum 2017-2021 og því rýrnað verulega að raungildi. Sama gildir um vaxtabótakerfið þar sem fjárhæðir hafa að mestu verið óbreyttar í meira en áratug, þrátt fyrir að gríðarlegar vaxtahækkanir hafi dunið á heimilunum. Aðgerðir stjórnvalda í tengslum við kjarasamninga voru skref í rétta átt, en gera þarf betur ef ætlunin er að ná markmiðum um að draga úr íþyngjandi húsnæðiskostnaði. Betra, einfaldara og réttlátara skattkerfi. Því ber að fagna að Óli Björn vilji einfaldara og réttlátara tekjuskattskerfi. Þó er full ástæða að minna Óla á að stóru áskoranirnar í skattkerfinu liggja ekki í tekjuskattskerfinu, þar voru gerðar töluverðar umbætur í tengslum við Lífskjarasamningana 2019. Vandamálin í skattkerfinu liggja í því hversu ólíkt atvinnutekjur og fjármagnstekjur eru meðhöndlaðar sem gerir að verkum að skattbyrði fer lækkandi með auknum tekjum hjá þeim allra tekjuhæstu vegna aukins vægis fjármagnstekna2. Lykillinn að réttlátara skattkerfi liggur því í að jafna skattbyrði milli ólíkra tekna, koma á raunverulegum auðlindagjöldum og fylla upp í glufur í skattkerfinu sem gera hinum best settu kleift að telja fram atvinnutekjur sem fjármagnstekjur. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein ASÍ Kristján Þórður Snæbjarnarson Húsnæðismál Leigumarkaður Skattar og tollar Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Sjá meira
Aukinn ójöfnuður og neyðarástand á húsnæðismarkaði fer ekki framhjá neinum. Með þetta í huga er áhugavert að lesa hvaða lausnir Óli Björn Kárason hefur á vandanum í nýlegri grein. Lausnir Óla virðast ekki vera aðrar en óbreytt ástand. Staða leigjenda er óásættanleg Meira en fjórðungur leigjenda er með íþyngjandi húsnæðiskostnað og vaxandi fjöldi á erfitt með að ná endum saman eða er í vanskilum með leigu. Framboð leiguhúsnæðis er lítið og eftirspurn er mikil. Ólíkt því sem Óli Björn og aðrir markaðssinnar halda fram hefur framboðið ekki aukist nægilega til að mæta mikilli eftirspurn undanfarin áratug. Óbreytt húsnæðisstefna er því ekki í boði lengur, hún er einfaldlega gjaldþrota. Til lengri tíma er lausnin að byggja meira. Fjölga þarf íbúðum í almenna íbúðakerfinu ásamt því að lífeyrissjóðir þurfa að koma að uppbyggingu leiguhúsnæðis. Til skamms tíma er þörf á neyðaraðgerðum. Við núverandi aðstæður eru skammtímaleigusamningar ráðandi. Gjarnan eru gerðir verðtryggðir samningar til eins árs og svo tekur leiguverð mikilli hækkun við endurnýjun, oft með skömmum fyrirvara. Við þessu þarf að bregðast. Það leiguþak sem Óli Björn lýsir í grein sinni er leið til að slá ryki í augu fólks. Það hefur ekki verið almennt ákall um leiguþak. Hins vegar hefur verið kallað eftir því að gerðar verði breytingar þannig að leigjendur njóti aukins húsnæðisöryggis og meiri fyrirsjáanleika. Þessu markmiði má ná með því að gera ótímabundna samninga ráðandi. Þar sé leigufjárhæð frjáls í upphafi samnings en leigusala séu takmörk sett um hækkun innan samningstíma eða að hækkanir þurfi að rökstyðja með kostnaðarhækkunum. Slíkar leigubremsur eru til staðar í fjölda OECD ríkja án neikvæðra áhrifa á framboðshlið. Slíkar leigubremsur eru ekki róttækt inngrip í leigumarkað. Til viðbótar er ástæða til að leiðrétta Óla Björn um að bótakerfið hafi verið þanið út í aðgerðum stjórnvalda í tengslum við kjarasamninga. Þetta er einfaldlega rangt. Húsnæðisbætur voru vissulega hækkaðar, en fjárhæðum hafði verið haldið óbreyttum á árunum 2017-2021 og því rýrnað verulega að raungildi. Sama gildir um vaxtabótakerfið þar sem fjárhæðir hafa að mestu verið óbreyttar í meira en áratug, þrátt fyrir að gríðarlegar vaxtahækkanir hafi dunið á heimilunum. Aðgerðir stjórnvalda í tengslum við kjarasamninga voru skref í rétta átt, en gera þarf betur ef ætlunin er að ná markmiðum um að draga úr íþyngjandi húsnæðiskostnaði. Betra, einfaldara og réttlátara skattkerfi. Því ber að fagna að Óli Björn vilji einfaldara og réttlátara tekjuskattskerfi. Þó er full ástæða að minna Óla á að stóru áskoranirnar í skattkerfinu liggja ekki í tekjuskattskerfinu, þar voru gerðar töluverðar umbætur í tengslum við Lífskjarasamningana 2019. Vandamálin í skattkerfinu liggja í því hversu ólíkt atvinnutekjur og fjármagnstekjur eru meðhöndlaðar sem gerir að verkum að skattbyrði fer lækkandi með auknum tekjum hjá þeim allra tekjuhæstu vegna aukins vægis fjármagnstekna2. Lykillinn að réttlátara skattkerfi liggur því í að jafna skattbyrði milli ólíkra tekna, koma á raunverulegum auðlindagjöldum og fylla upp í glufur í skattkerfinu sem gera hinum best settu kleift að telja fram atvinnutekjur sem fjármagnstekjur. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun