Ragnar Þór Ingólfsson er baráttumaður og hann er okkar maður Helga Ingólfsdóttir skrifar 10. mars 2023 08:00 Frá árinu 2017 hefur Ragnar Þór Ingólfsson verið formaður VR. Öll árin hefur gustað hressilega um Ragnar Þór í jákvæðri merkingu þess orðs en maðurinn er einfaldlega margra manna maki þegar kemur að því að vinna að baráttumálum félagsfólks og samfélagsins okkar. VR undir hans forystu hefur beitt sér fyrir fjölbreyttri fræðslu til félagsmanna, stutt við ýmis hagsmunasamtök og staðið reglulega fyrir ýmsum átaksverkefnum um fjölbreytt hagsmunamál á liðnum árum. Sem formaður VR, stærsta stéttarfélags landsins hefur hann þó mest beitt sér fyrir kjaramálum félagsmanna svo eftir hefur verið tekið.Þar hafa húsnæðismálin verið áberandi og þótt margt hafi áunnist er enn verk að vinna þannig að launafólk hafi nægilegt aðgengi að húsnæði til leigu eða kaups á viðráðanlegu verði. Húsnæði er grunnþörf og ástandið er óviðunandi og enn verk að vinna. Við gerð Lífskjarasamningsins árið 2019 stóð Ragnar í stafni ásamt fleiri formönnum stéttarfélaga og sambanda innan ASÍ í kröfugerð gagnvart stjórnvöldum og niðurstaðan var að Lífskjarasamningurinn fól í sér verulegar umbætur m.a. skattkerfisbreytingar, breytingar á lífeyrissjóðakerfinu og frekari uppbyggingu óhagnaðardrifinna íbúða og hlutdeildarlána til að styðja við fyrstu kaup. Í desember 2022 var skrifað undir stuttan kjarasamning umlaunahækkun eða eiginlega leiðréttingu á kaupmætti launa vegna þess hve verðbólga hefur rokið upp og jafnframt eru viðræður um næsta kjarasamning hafnar. Stuttir kjarasamningar hafa nú náðst við allan almenna vinnumarkaðinn. Vonir standa til þess að næsti kjarasamningur verði langtímasamningur og við undirbúning horfa margir til Lífskjarasamningsins til viðmiðunar og það er ljóst að ein af forsendum fyrir þvi að ná fram kröfum á stjórnvöld í langtímasamningi er að samstaða ríki innan verkalýðshreyfingarinnar. Í miðstjórn ASÍ þar sem ég er verið fulltrúi fyrir VR frá 2018 hefur farið fram vönduð og góð vinna frá frestun þings ASÍ í október til þess að tryggja að hreyfingin fari þétt og sameinuð fram í kröfugerð gagnvart stjórnvöldum í næstu samningalotu og sú vinna er að skila góðum árangri. Ég hef átt því láni að fagna að vera í stjórn VR á liðnum árum og ég hvet félagsmenn VR til þess að styðja Ragnar Þór til formennsku næstu tvö árin vegna þess að hann hefur staðið sig afburða vel sem formaður síðustu 6 ár og látið sig varða fjölmörg hagsmunamál félagsfólks og ég veit líka að hann er réttur maður í næstu samningaviðræður VR við SA sem þegar eru hafnar. Þar mun reyna á kraft, þor og reynslu það hefur Ragnar Þór. Höfum það alveg á hreinu að Ragnar Þór er baráttumaður og hann er okkar maður. Höfundur er frambjóðandi til stjórnar VR Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Sjá meira
Frá árinu 2017 hefur Ragnar Þór Ingólfsson verið formaður VR. Öll árin hefur gustað hressilega um Ragnar Þór í jákvæðri merkingu þess orðs en maðurinn er einfaldlega margra manna maki þegar kemur að því að vinna að baráttumálum félagsfólks og samfélagsins okkar. VR undir hans forystu hefur beitt sér fyrir fjölbreyttri fræðslu til félagsmanna, stutt við ýmis hagsmunasamtök og staðið reglulega fyrir ýmsum átaksverkefnum um fjölbreytt hagsmunamál á liðnum árum. Sem formaður VR, stærsta stéttarfélags landsins hefur hann þó mest beitt sér fyrir kjaramálum félagsmanna svo eftir hefur verið tekið.Þar hafa húsnæðismálin verið áberandi og þótt margt hafi áunnist er enn verk að vinna þannig að launafólk hafi nægilegt aðgengi að húsnæði til leigu eða kaups á viðráðanlegu verði. Húsnæði er grunnþörf og ástandið er óviðunandi og enn verk að vinna. Við gerð Lífskjarasamningsins árið 2019 stóð Ragnar í stafni ásamt fleiri formönnum stéttarfélaga og sambanda innan ASÍ í kröfugerð gagnvart stjórnvöldum og niðurstaðan var að Lífskjarasamningurinn fól í sér verulegar umbætur m.a. skattkerfisbreytingar, breytingar á lífeyrissjóðakerfinu og frekari uppbyggingu óhagnaðardrifinna íbúða og hlutdeildarlána til að styðja við fyrstu kaup. Í desember 2022 var skrifað undir stuttan kjarasamning umlaunahækkun eða eiginlega leiðréttingu á kaupmætti launa vegna þess hve verðbólga hefur rokið upp og jafnframt eru viðræður um næsta kjarasamning hafnar. Stuttir kjarasamningar hafa nú náðst við allan almenna vinnumarkaðinn. Vonir standa til þess að næsti kjarasamningur verði langtímasamningur og við undirbúning horfa margir til Lífskjarasamningsins til viðmiðunar og það er ljóst að ein af forsendum fyrir þvi að ná fram kröfum á stjórnvöld í langtímasamningi er að samstaða ríki innan verkalýðshreyfingarinnar. Í miðstjórn ASÍ þar sem ég er verið fulltrúi fyrir VR frá 2018 hefur farið fram vönduð og góð vinna frá frestun þings ASÍ í október til þess að tryggja að hreyfingin fari þétt og sameinuð fram í kröfugerð gagnvart stjórnvöldum í næstu samningalotu og sú vinna er að skila góðum árangri. Ég hef átt því láni að fagna að vera í stjórn VR á liðnum árum og ég hvet félagsmenn VR til þess að styðja Ragnar Þór til formennsku næstu tvö árin vegna þess að hann hefur staðið sig afburða vel sem formaður síðustu 6 ár og látið sig varða fjölmörg hagsmunamál félagsfólks og ég veit líka að hann er réttur maður í næstu samningaviðræður VR við SA sem þegar eru hafnar. Þar mun reyna á kraft, þor og reynslu það hefur Ragnar Þór. Höfum það alveg á hreinu að Ragnar Þór er baráttumaður og hann er okkar maður. Höfundur er frambjóðandi til stjórnar VR
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun