Ragnar Þór Ingólfsson er baráttumaður og hann er okkar maður Helga Ingólfsdóttir skrifar 10. mars 2023 08:00 Frá árinu 2017 hefur Ragnar Þór Ingólfsson verið formaður VR. Öll árin hefur gustað hressilega um Ragnar Þór í jákvæðri merkingu þess orðs en maðurinn er einfaldlega margra manna maki þegar kemur að því að vinna að baráttumálum félagsfólks og samfélagsins okkar. VR undir hans forystu hefur beitt sér fyrir fjölbreyttri fræðslu til félagsmanna, stutt við ýmis hagsmunasamtök og staðið reglulega fyrir ýmsum átaksverkefnum um fjölbreytt hagsmunamál á liðnum árum. Sem formaður VR, stærsta stéttarfélags landsins hefur hann þó mest beitt sér fyrir kjaramálum félagsmanna svo eftir hefur verið tekið.Þar hafa húsnæðismálin verið áberandi og þótt margt hafi áunnist er enn verk að vinna þannig að launafólk hafi nægilegt aðgengi að húsnæði til leigu eða kaups á viðráðanlegu verði. Húsnæði er grunnþörf og ástandið er óviðunandi og enn verk að vinna. Við gerð Lífskjarasamningsins árið 2019 stóð Ragnar í stafni ásamt fleiri formönnum stéttarfélaga og sambanda innan ASÍ í kröfugerð gagnvart stjórnvöldum og niðurstaðan var að Lífskjarasamningurinn fól í sér verulegar umbætur m.a. skattkerfisbreytingar, breytingar á lífeyrissjóðakerfinu og frekari uppbyggingu óhagnaðardrifinna íbúða og hlutdeildarlána til að styðja við fyrstu kaup. Í desember 2022 var skrifað undir stuttan kjarasamning umlaunahækkun eða eiginlega leiðréttingu á kaupmætti launa vegna þess hve verðbólga hefur rokið upp og jafnframt eru viðræður um næsta kjarasamning hafnar. Stuttir kjarasamningar hafa nú náðst við allan almenna vinnumarkaðinn. Vonir standa til þess að næsti kjarasamningur verði langtímasamningur og við undirbúning horfa margir til Lífskjarasamningsins til viðmiðunar og það er ljóst að ein af forsendum fyrir þvi að ná fram kröfum á stjórnvöld í langtímasamningi er að samstaða ríki innan verkalýðshreyfingarinnar. Í miðstjórn ASÍ þar sem ég er verið fulltrúi fyrir VR frá 2018 hefur farið fram vönduð og góð vinna frá frestun þings ASÍ í október til þess að tryggja að hreyfingin fari þétt og sameinuð fram í kröfugerð gagnvart stjórnvöldum í næstu samningalotu og sú vinna er að skila góðum árangri. Ég hef átt því láni að fagna að vera í stjórn VR á liðnum árum og ég hvet félagsmenn VR til þess að styðja Ragnar Þór til formennsku næstu tvö árin vegna þess að hann hefur staðið sig afburða vel sem formaður síðustu 6 ár og látið sig varða fjölmörg hagsmunamál félagsfólks og ég veit líka að hann er réttur maður í næstu samningaviðræður VR við SA sem þegar eru hafnar. Þar mun reyna á kraft, þor og reynslu það hefur Ragnar Þór. Höfum það alveg á hreinu að Ragnar Þór er baráttumaður og hann er okkar maður. Höfundur er frambjóðandi til stjórnar VR Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Frá árinu 2017 hefur Ragnar Þór Ingólfsson verið formaður VR. Öll árin hefur gustað hressilega um Ragnar Þór í jákvæðri merkingu þess orðs en maðurinn er einfaldlega margra manna maki þegar kemur að því að vinna að baráttumálum félagsfólks og samfélagsins okkar. VR undir hans forystu hefur beitt sér fyrir fjölbreyttri fræðslu til félagsmanna, stutt við ýmis hagsmunasamtök og staðið reglulega fyrir ýmsum átaksverkefnum um fjölbreytt hagsmunamál á liðnum árum. Sem formaður VR, stærsta stéttarfélags landsins hefur hann þó mest beitt sér fyrir kjaramálum félagsmanna svo eftir hefur verið tekið.Þar hafa húsnæðismálin verið áberandi og þótt margt hafi áunnist er enn verk að vinna þannig að launafólk hafi nægilegt aðgengi að húsnæði til leigu eða kaups á viðráðanlegu verði. Húsnæði er grunnþörf og ástandið er óviðunandi og enn verk að vinna. Við gerð Lífskjarasamningsins árið 2019 stóð Ragnar í stafni ásamt fleiri formönnum stéttarfélaga og sambanda innan ASÍ í kröfugerð gagnvart stjórnvöldum og niðurstaðan var að Lífskjarasamningurinn fól í sér verulegar umbætur m.a. skattkerfisbreytingar, breytingar á lífeyrissjóðakerfinu og frekari uppbyggingu óhagnaðardrifinna íbúða og hlutdeildarlána til að styðja við fyrstu kaup. Í desember 2022 var skrifað undir stuttan kjarasamning umlaunahækkun eða eiginlega leiðréttingu á kaupmætti launa vegna þess hve verðbólga hefur rokið upp og jafnframt eru viðræður um næsta kjarasamning hafnar. Stuttir kjarasamningar hafa nú náðst við allan almenna vinnumarkaðinn. Vonir standa til þess að næsti kjarasamningur verði langtímasamningur og við undirbúning horfa margir til Lífskjarasamningsins til viðmiðunar og það er ljóst að ein af forsendum fyrir þvi að ná fram kröfum á stjórnvöld í langtímasamningi er að samstaða ríki innan verkalýðshreyfingarinnar. Í miðstjórn ASÍ þar sem ég er verið fulltrúi fyrir VR frá 2018 hefur farið fram vönduð og góð vinna frá frestun þings ASÍ í október til þess að tryggja að hreyfingin fari þétt og sameinuð fram í kröfugerð gagnvart stjórnvöldum í næstu samningalotu og sú vinna er að skila góðum árangri. Ég hef átt því láni að fagna að vera í stjórn VR á liðnum árum og ég hvet félagsmenn VR til þess að styðja Ragnar Þór til formennsku næstu tvö árin vegna þess að hann hefur staðið sig afburða vel sem formaður síðustu 6 ár og látið sig varða fjölmörg hagsmunamál félagsfólks og ég veit líka að hann er réttur maður í næstu samningaviðræður VR við SA sem þegar eru hafnar. Þar mun reyna á kraft, þor og reynslu það hefur Ragnar Þór. Höfum það alveg á hreinu að Ragnar Þór er baráttumaður og hann er okkar maður. Höfundur er frambjóðandi til stjórnar VR
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun