Ragnar Þór Ingólfsson er baráttumaður og hann er okkar maður Helga Ingólfsdóttir skrifar 10. mars 2023 08:00 Frá árinu 2017 hefur Ragnar Þór Ingólfsson verið formaður VR. Öll árin hefur gustað hressilega um Ragnar Þór í jákvæðri merkingu þess orðs en maðurinn er einfaldlega margra manna maki þegar kemur að því að vinna að baráttumálum félagsfólks og samfélagsins okkar. VR undir hans forystu hefur beitt sér fyrir fjölbreyttri fræðslu til félagsmanna, stutt við ýmis hagsmunasamtök og staðið reglulega fyrir ýmsum átaksverkefnum um fjölbreytt hagsmunamál á liðnum árum. Sem formaður VR, stærsta stéttarfélags landsins hefur hann þó mest beitt sér fyrir kjaramálum félagsmanna svo eftir hefur verið tekið.Þar hafa húsnæðismálin verið áberandi og þótt margt hafi áunnist er enn verk að vinna þannig að launafólk hafi nægilegt aðgengi að húsnæði til leigu eða kaups á viðráðanlegu verði. Húsnæði er grunnþörf og ástandið er óviðunandi og enn verk að vinna. Við gerð Lífskjarasamningsins árið 2019 stóð Ragnar í stafni ásamt fleiri formönnum stéttarfélaga og sambanda innan ASÍ í kröfugerð gagnvart stjórnvöldum og niðurstaðan var að Lífskjarasamningurinn fól í sér verulegar umbætur m.a. skattkerfisbreytingar, breytingar á lífeyrissjóðakerfinu og frekari uppbyggingu óhagnaðardrifinna íbúða og hlutdeildarlána til að styðja við fyrstu kaup. Í desember 2022 var skrifað undir stuttan kjarasamning umlaunahækkun eða eiginlega leiðréttingu á kaupmætti launa vegna þess hve verðbólga hefur rokið upp og jafnframt eru viðræður um næsta kjarasamning hafnar. Stuttir kjarasamningar hafa nú náðst við allan almenna vinnumarkaðinn. Vonir standa til þess að næsti kjarasamningur verði langtímasamningur og við undirbúning horfa margir til Lífskjarasamningsins til viðmiðunar og það er ljóst að ein af forsendum fyrir þvi að ná fram kröfum á stjórnvöld í langtímasamningi er að samstaða ríki innan verkalýðshreyfingarinnar. Í miðstjórn ASÍ þar sem ég er verið fulltrúi fyrir VR frá 2018 hefur farið fram vönduð og góð vinna frá frestun þings ASÍ í október til þess að tryggja að hreyfingin fari þétt og sameinuð fram í kröfugerð gagnvart stjórnvöldum í næstu samningalotu og sú vinna er að skila góðum árangri. Ég hef átt því láni að fagna að vera í stjórn VR á liðnum árum og ég hvet félagsmenn VR til þess að styðja Ragnar Þór til formennsku næstu tvö árin vegna þess að hann hefur staðið sig afburða vel sem formaður síðustu 6 ár og látið sig varða fjölmörg hagsmunamál félagsfólks og ég veit líka að hann er réttur maður í næstu samningaviðræður VR við SA sem þegar eru hafnar. Þar mun reyna á kraft, þor og reynslu það hefur Ragnar Þór. Höfum það alveg á hreinu að Ragnar Þór er baráttumaður og hann er okkar maður. Höfundur er frambjóðandi til stjórnar VR Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Frá árinu 2017 hefur Ragnar Þór Ingólfsson verið formaður VR. Öll árin hefur gustað hressilega um Ragnar Þór í jákvæðri merkingu þess orðs en maðurinn er einfaldlega margra manna maki þegar kemur að því að vinna að baráttumálum félagsfólks og samfélagsins okkar. VR undir hans forystu hefur beitt sér fyrir fjölbreyttri fræðslu til félagsmanna, stutt við ýmis hagsmunasamtök og staðið reglulega fyrir ýmsum átaksverkefnum um fjölbreytt hagsmunamál á liðnum árum. Sem formaður VR, stærsta stéttarfélags landsins hefur hann þó mest beitt sér fyrir kjaramálum félagsmanna svo eftir hefur verið tekið.Þar hafa húsnæðismálin verið áberandi og þótt margt hafi áunnist er enn verk að vinna þannig að launafólk hafi nægilegt aðgengi að húsnæði til leigu eða kaups á viðráðanlegu verði. Húsnæði er grunnþörf og ástandið er óviðunandi og enn verk að vinna. Við gerð Lífskjarasamningsins árið 2019 stóð Ragnar í stafni ásamt fleiri formönnum stéttarfélaga og sambanda innan ASÍ í kröfugerð gagnvart stjórnvöldum og niðurstaðan var að Lífskjarasamningurinn fól í sér verulegar umbætur m.a. skattkerfisbreytingar, breytingar á lífeyrissjóðakerfinu og frekari uppbyggingu óhagnaðardrifinna íbúða og hlutdeildarlána til að styðja við fyrstu kaup. Í desember 2022 var skrifað undir stuttan kjarasamning umlaunahækkun eða eiginlega leiðréttingu á kaupmætti launa vegna þess hve verðbólga hefur rokið upp og jafnframt eru viðræður um næsta kjarasamning hafnar. Stuttir kjarasamningar hafa nú náðst við allan almenna vinnumarkaðinn. Vonir standa til þess að næsti kjarasamningur verði langtímasamningur og við undirbúning horfa margir til Lífskjarasamningsins til viðmiðunar og það er ljóst að ein af forsendum fyrir þvi að ná fram kröfum á stjórnvöld í langtímasamningi er að samstaða ríki innan verkalýðshreyfingarinnar. Í miðstjórn ASÍ þar sem ég er verið fulltrúi fyrir VR frá 2018 hefur farið fram vönduð og góð vinna frá frestun þings ASÍ í október til þess að tryggja að hreyfingin fari þétt og sameinuð fram í kröfugerð gagnvart stjórnvöldum í næstu samningalotu og sú vinna er að skila góðum árangri. Ég hef átt því láni að fagna að vera í stjórn VR á liðnum árum og ég hvet félagsmenn VR til þess að styðja Ragnar Þór til formennsku næstu tvö árin vegna þess að hann hefur staðið sig afburða vel sem formaður síðustu 6 ár og látið sig varða fjölmörg hagsmunamál félagsfólks og ég veit líka að hann er réttur maður í næstu samningaviðræður VR við SA sem þegar eru hafnar. Þar mun reyna á kraft, þor og reynslu það hefur Ragnar Þór. Höfum það alveg á hreinu að Ragnar Þór er baráttumaður og hann er okkar maður. Höfundur er frambjóðandi til stjórnar VR
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar