Martin er kominn til baka eftir að hafa slitið krossband í hné í leik með Valencia í maí. Hann er byrjaður að æfa á fullu og á Twitter-síðu sinni birti Valencia myndband af honum skjóta á körfu.
Guess who's back...
— Valencia Basket Club (@valenciabasket) March 9, 2023
¡Hola, @hermannsson15!
J28 @EuroLeague
@RMBaloncesto
Jueves, 20:45
@DAZN_ES
@Pinturas_Isaval pic.twitter.com/g1oNsYHPzm
Martin byrjar ekki á neinum smá leik, heldur gegn Real Madrid í EuroLeague. Real Madrid er í 3. sæti deildarinnar en Valencia í því tíunda. Samherjar Martins hafa tapað þremur leikjum í röð í EuroLeague og alls tapað fjórtán en unnið þrettán í vetur.
Martin, sem er 28 ára, er á sínu þriðja tímabili með Valencia en hann kom til liðsins frá Alba Berlin 2020.