Ofsaaksturinn á Glerárgötu ekki tekinn fyrir í Hæstarétti Atli Ísleifsson skrifar 9. mars 2023 07:58 Í dómi kemur fram að maðurinn hafi ekið á allt að 110 kílómetra hraða á kafla Glerárgötunnar á Akureytri þar sem hámarkshraði er 50. Hann ók á gangandi vegfaranda, hjólreiðamann og hund. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur hafnað áfrýjunarbeiðni manns sem sakfelldur var fyrir að aka á gangandi vegfaranda og hjólreiðamann þegar hann ók á ofsahraða norður Glerárgötu á Akureyri í ágúst 2019. Maðurinn var á sínum tíma ákærður fyrir hegningar- og um umferðarlagabrot með því að hafa ekið bíl sínum án nægilegrar aðgæslu og langt yfir leyfilegum ökuhraða. Er talið að hann hafi ekið á allt að 110 kílómetra hraða á kafla þar sem hámarkshraði er 50. Maðurinn missti stjórn á bílnum, ók upp á umferðareyju og aftur út á götuna og í veg fyrir annan bíl sem ekið var í sömu átt og svo á gangandi vegfaranda og hjólreiðamann ásamt hundi hans. Sá sem var gangandi hlaut heilahristing og hjólreiðamaðurinn fjöláverka, brot á lendalið, herðablaðsbrot, spjaldbeinsbrot, mjaðmarbeinsbrot og mörg rifbrot. Fjögurra mánaða fangelsi Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi manninn í fjögurra mánaða fangelsi þar sem fresta skyldi fullnustu refsingarinnar og hún niður falla, héldi hann almennt skilorð í tvö ár. Dómari ákvað að sýkna manninn af þeim ákærulið sem sneri að því að hann hafi verið óhæfur til að stjórna bílnum örugglega vegna áhrifa slævandi lyfja. Landsréttur staðfesti svo dóminn en sýknaði manninn af ákæru um brot gegn 1. málsgrein 168. grein almennra hegningarlaga, þar sem ekki þótti sannað að maðurinn hafi með akstrinum stofnað óákveðnum hagsmunum ótiltekins fjölda vegfarenda í augljósa hættu svo að talið yrði að almannahætta hafi stafað af. Kenndi djúpum hjólförum á veginum um Maðurinn ákvað að leita til Hæstaréttar þar sem hann taldi niðurstöðu héraðsdóms og Landsréttar vera efnislega ranga. Vildi hann meina að hann hafi misst stjórn á bílnum vegna djúpra hjólfara á veginum, á meðan dómarar haft vísað til forsendna um að yfirborð götunnar hafi ekki frábrugðið því sem almennt þekkist á Íslandi eftir vetrarakstur á negldum hjólbörðum. „Einhliða og hlutdræg“ Maðurinn vildi sömuleiðis meina að það hafi verulega almenna þýðingu að fá úrlausn Hæstaréttar um hvort sú aðferð sem lögreglan hafi beitt við að mæla hraða bílsins sé fullnægjandi sönnun í sakamáli. Hann hafi vefengt rannsókn lögreglu á hraða bílsins sem byggðist á myndskeiðum úr eftirlitsmyndavélum og tæknirannsókn lögreglu. Vildi hann meina að hugbúnaðurinn í myndavélunum hafi ekki verið hannaður fyrir hraðamælingar og að slíkt dugi ekki til að komast með óyggjandi hætti að sekt eða sýknu. Auk þess vildi hann meina að rannsókn lögreglu hafi verið „einhliða og hlutdræg“. Hæstiréttur hafnaði beiðninni og taldi að virtum gögnum að ekki yrði séð að það lúti að atriðum sem hafi verulega almenna þýðingu eða að mjög mikilvægt sé af öðrum ástæðum að fá úrlausn Hæstaréttar skilyrði þeirra lagaákvæða sem vísað var til í fyrri dómum. Dómsmál Umferðaröryggi Akureyri Tengdar fréttir Ók á vegfarenda, hjólreiðamann og hund og fær fjögurra mánaða dóm Landsréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli karlmanns sem ók í veg fyrir annan bíl og í kjölfarið á gangandi vegfarenda, hjólreiðamann og hund hans. Landsréttur sýknaði manninn af ákæru um að hafa verið óhæfur til að stjórna bílnum vegna áhrifa slævandi lyfja og sagði almannahættu ekki hafa stafað af. 9. desember 2022 19:35 Tveir á sjúkrahúsi eftir að hafa orðið fyrir bíl á Akureyri Tveir karlmenn slösuðust þegar þeir urðu fyrir bíl á Glerárgötu á Akureyri á sjötta tímanum í kvöld. 18. ágúst 2019 21:21 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Maðurinn var á sínum tíma ákærður fyrir hegningar- og um umferðarlagabrot með því að hafa ekið bíl sínum án nægilegrar aðgæslu og langt yfir leyfilegum ökuhraða. Er talið að hann hafi ekið á allt að 110 kílómetra hraða á kafla þar sem hámarkshraði er 50. Maðurinn missti stjórn á bílnum, ók upp á umferðareyju og aftur út á götuna og í veg fyrir annan bíl sem ekið var í sömu átt og svo á gangandi vegfaranda og hjólreiðamann ásamt hundi hans. Sá sem var gangandi hlaut heilahristing og hjólreiðamaðurinn fjöláverka, brot á lendalið, herðablaðsbrot, spjaldbeinsbrot, mjaðmarbeinsbrot og mörg rifbrot. Fjögurra mánaða fangelsi Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi manninn í fjögurra mánaða fangelsi þar sem fresta skyldi fullnustu refsingarinnar og hún niður falla, héldi hann almennt skilorð í tvö ár. Dómari ákvað að sýkna manninn af þeim ákærulið sem sneri að því að hann hafi verið óhæfur til að stjórna bílnum örugglega vegna áhrifa slævandi lyfja. Landsréttur staðfesti svo dóminn en sýknaði manninn af ákæru um brot gegn 1. málsgrein 168. grein almennra hegningarlaga, þar sem ekki þótti sannað að maðurinn hafi með akstrinum stofnað óákveðnum hagsmunum ótiltekins fjölda vegfarenda í augljósa hættu svo að talið yrði að almannahætta hafi stafað af. Kenndi djúpum hjólförum á veginum um Maðurinn ákvað að leita til Hæstaréttar þar sem hann taldi niðurstöðu héraðsdóms og Landsréttar vera efnislega ranga. Vildi hann meina að hann hafi misst stjórn á bílnum vegna djúpra hjólfara á veginum, á meðan dómarar haft vísað til forsendna um að yfirborð götunnar hafi ekki frábrugðið því sem almennt þekkist á Íslandi eftir vetrarakstur á negldum hjólbörðum. „Einhliða og hlutdræg“ Maðurinn vildi sömuleiðis meina að það hafi verulega almenna þýðingu að fá úrlausn Hæstaréttar um hvort sú aðferð sem lögreglan hafi beitt við að mæla hraða bílsins sé fullnægjandi sönnun í sakamáli. Hann hafi vefengt rannsókn lögreglu á hraða bílsins sem byggðist á myndskeiðum úr eftirlitsmyndavélum og tæknirannsókn lögreglu. Vildi hann meina að hugbúnaðurinn í myndavélunum hafi ekki verið hannaður fyrir hraðamælingar og að slíkt dugi ekki til að komast með óyggjandi hætti að sekt eða sýknu. Auk þess vildi hann meina að rannsókn lögreglu hafi verið „einhliða og hlutdræg“. Hæstiréttur hafnaði beiðninni og taldi að virtum gögnum að ekki yrði séð að það lúti að atriðum sem hafi verulega almenna þýðingu eða að mjög mikilvægt sé af öðrum ástæðum að fá úrlausn Hæstaréttar skilyrði þeirra lagaákvæða sem vísað var til í fyrri dómum.
Dómsmál Umferðaröryggi Akureyri Tengdar fréttir Ók á vegfarenda, hjólreiðamann og hund og fær fjögurra mánaða dóm Landsréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli karlmanns sem ók í veg fyrir annan bíl og í kjölfarið á gangandi vegfarenda, hjólreiðamann og hund hans. Landsréttur sýknaði manninn af ákæru um að hafa verið óhæfur til að stjórna bílnum vegna áhrifa slævandi lyfja og sagði almannahættu ekki hafa stafað af. 9. desember 2022 19:35 Tveir á sjúkrahúsi eftir að hafa orðið fyrir bíl á Akureyri Tveir karlmenn slösuðust þegar þeir urðu fyrir bíl á Glerárgötu á Akureyri á sjötta tímanum í kvöld. 18. ágúst 2019 21:21 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Ók á vegfarenda, hjólreiðamann og hund og fær fjögurra mánaða dóm Landsréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli karlmanns sem ók í veg fyrir annan bíl og í kjölfarið á gangandi vegfarenda, hjólreiðamann og hund hans. Landsréttur sýknaði manninn af ákæru um að hafa verið óhæfur til að stjórna bílnum vegna áhrifa slævandi lyfja og sagði almannahættu ekki hafa stafað af. 9. desember 2022 19:35
Tveir á sjúkrahúsi eftir að hafa orðið fyrir bíl á Akureyri Tveir karlmenn slösuðust þegar þeir urðu fyrir bíl á Glerárgötu á Akureyri á sjötta tímanum í kvöld. 18. ágúst 2019 21:21
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent