Carlson sagðist hata Trump út af lífinu Samúel Karl Ólason skrifar 8. mars 2023 22:44 Tucker Carlson og Donald Trump á golfvelli Trumps í Bedminster í New Jersey síðasta sumar. AP/Seth Wenig Sjónvarpsmaðurinn Tucker Carlson, sem er einn af stærstu stjörnum Fox News í Bandaríkjunum, hefur nokkrum sinnum talað illa um Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, við vini sína og samstarfsmenn. Í eitt sinn sagðist Carlson hata Trump út af lífinu. Þetta kemur fram í dómsskjölum sem opinberuð hafa verið vegna málshöfðunar Dominion Voting Systems gegn Fox. Dominion framleiðir kosningavélar sem notaðar eru víða í Bandaríkjunum en fyrirtækið hefur höfðað mál gegn fólki sem tók undir umfangsmiklar ásakanir um að fyrirtækið hafi staðið í kosningasvindli. Forsvarsmenn Dominion hafa sakað Fox um meiðyrði og krefjast þess að sjónvarpsstöðin greiði 1,6 milljarð dala í skaðabætur. Vegna málsins komu lögmenn Dominion höndum yfir tölvupósta og skilaboð starfsmanna Fox sem sýna að forsvarsmenn sjónvarpsstöðvarinnar voru slegnir yfir því hve mikið stuðningsmenn Trump reiddust út í Fox á kosninganótt 2020. Fox var fyrsta fréttastofan til að lýsa því yfir á kosningakvöld 2020 að Biden hefði unnið í Arizona og þar með að Trump yrði ekki forseti áfram. Trump og bandamenn hans urðu bálreiðir og Trump gagnrýndi stöðina harðlega. Margir fylgjendur Trumps reiddust einnig og fjöldi þeirra sneri sér þess í stað að Newsmax og OANN, sem eru enn lengra til hægri en Fox á hinu pólitíska rófi. Til að reyna að fá þessa áhorfendur til baka, ýttu forsvarsmenn og þáttastjórnendur Fox undir lygar Donalds Trump, fyrrverandi forseta um að umfangsmikið kosningasvindl hafi kostað hann sigur. Eins og fram kemur í frétt AP fréttaveitunnar gerðist það næstum því á sama tíma að Trump hrósaði Carlson fyrir umdeilda umfjöllun hans um árásina á þinghúsið þann 6. janúar árið 2021 og skilaboð Carlsons voru gerð opinber. Skilaboð þar sem sjónvarpsmaðurinn sagðist hata Trump út af lífinu. Þinglögreglan og þingmenn beggja flokka hafa gagnrýnt umfjöllun Carlsons harðlega. Í þættinum reyndi Carson að hvítþvo árásina þegar stuðningsmenn Trumps reyndu að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna 2020. Sjá einnig: Repúblikanar og lögregla gagnrýna Carlson og Fox News Í skilaboðum sem Tucker Carlson sendi ótilgreindum aðila þann 4. janúar 2021 sagði Carlson: „Við erum svo nærri því að geta hunsað Trump flest kvöld“ og að hann „Gæti ekki beðið eftir því“. Í öðrum skilaboðum sagði þáttastjórnandinn að forsetatíð Trumps hefði verið hrottaleg og að hann hefði engum árangri skilað. Það væri bara ekkert hægt að tala um það, því enginn vildi heyra það. Þá sagði Carlson í öðrum skilaboðum að hann teldi að Trump gæti „auðveldlega gert útaf við okkur ef við spilum illa úr spilunum“. Í sjónvarpsþætti sínum hefur Carlson þó ítrekað lofað Trump í hástert og meðal annars kallað hann besta forseta Bandaríkjanna. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump gefur út lag ásamt kór innrásarmanna Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur gefið út smáskífu ásamt kór manna sem hafa verið fangelsaðir fyrir að taka þátt í innrásinni í bandaríska þingið þann 6. janúar árið 2021. 4. mars 2023 08:00 Geta stefnt Trump vegna árásarinnar á þinghúsið Lögreglumönnum og þingmönnum er heimilt að stefna Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, vegna árásar stuðningsmanna hans á þinghúsið, að mati bandaríska dómsmálaráðuneytisins. Trump heldur því fram að hann njóti friðhelgi fyrir slíkum kröfum. 3. mars 2023 08:50 Segir fjölmiðlafólk öfundsjúkt út í Tucker Carlson Kevin McCarthy, forseti Fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, varði í gær þá ákvörðun sína að veita Tucker Carlson, hinum umdeilda þáttastjórnenda hjá Fox, einum aðgang að myndefni úr öryggismyndavélum þinghússins frá árásinni á þinghúsið þann 6. janúar 2021. Annað fjölmiðlafólk hefur einnig krafist aðgangs að myndefninu en McCarthy segir þau vera „öfundsjúk“. 1. mars 2023 13:01 Lögðu til ákærur í máli Trumps í Georgíu: „Þetta er ekki stuttur listi“ Ákærudómstóll í Georgíu sem rannsakað hefur Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, og bandamenn hans vegna afskipta þeirra af framkvæmd kosninga í ríkinu, hefur lagt til að nokkrir sem að málinu koma verði ákærðir. 22. febrúar 2023 10:24 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Sjá meira
Þetta kemur fram í dómsskjölum sem opinberuð hafa verið vegna málshöfðunar Dominion Voting Systems gegn Fox. Dominion framleiðir kosningavélar sem notaðar eru víða í Bandaríkjunum en fyrirtækið hefur höfðað mál gegn fólki sem tók undir umfangsmiklar ásakanir um að fyrirtækið hafi staðið í kosningasvindli. Forsvarsmenn Dominion hafa sakað Fox um meiðyrði og krefjast þess að sjónvarpsstöðin greiði 1,6 milljarð dala í skaðabætur. Vegna málsins komu lögmenn Dominion höndum yfir tölvupósta og skilaboð starfsmanna Fox sem sýna að forsvarsmenn sjónvarpsstöðvarinnar voru slegnir yfir því hve mikið stuðningsmenn Trump reiddust út í Fox á kosninganótt 2020. Fox var fyrsta fréttastofan til að lýsa því yfir á kosningakvöld 2020 að Biden hefði unnið í Arizona og þar með að Trump yrði ekki forseti áfram. Trump og bandamenn hans urðu bálreiðir og Trump gagnrýndi stöðina harðlega. Margir fylgjendur Trumps reiddust einnig og fjöldi þeirra sneri sér þess í stað að Newsmax og OANN, sem eru enn lengra til hægri en Fox á hinu pólitíska rófi. Til að reyna að fá þessa áhorfendur til baka, ýttu forsvarsmenn og þáttastjórnendur Fox undir lygar Donalds Trump, fyrrverandi forseta um að umfangsmikið kosningasvindl hafi kostað hann sigur. Eins og fram kemur í frétt AP fréttaveitunnar gerðist það næstum því á sama tíma að Trump hrósaði Carlson fyrir umdeilda umfjöllun hans um árásina á þinghúsið þann 6. janúar árið 2021 og skilaboð Carlsons voru gerð opinber. Skilaboð þar sem sjónvarpsmaðurinn sagðist hata Trump út af lífinu. Þinglögreglan og þingmenn beggja flokka hafa gagnrýnt umfjöllun Carlsons harðlega. Í þættinum reyndi Carson að hvítþvo árásina þegar stuðningsmenn Trumps reyndu að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna 2020. Sjá einnig: Repúblikanar og lögregla gagnrýna Carlson og Fox News Í skilaboðum sem Tucker Carlson sendi ótilgreindum aðila þann 4. janúar 2021 sagði Carlson: „Við erum svo nærri því að geta hunsað Trump flest kvöld“ og að hann „Gæti ekki beðið eftir því“. Í öðrum skilaboðum sagði þáttastjórnandinn að forsetatíð Trumps hefði verið hrottaleg og að hann hefði engum árangri skilað. Það væri bara ekkert hægt að tala um það, því enginn vildi heyra það. Þá sagði Carlson í öðrum skilaboðum að hann teldi að Trump gæti „auðveldlega gert útaf við okkur ef við spilum illa úr spilunum“. Í sjónvarpsþætti sínum hefur Carlson þó ítrekað lofað Trump í hástert og meðal annars kallað hann besta forseta Bandaríkjanna.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump gefur út lag ásamt kór innrásarmanna Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur gefið út smáskífu ásamt kór manna sem hafa verið fangelsaðir fyrir að taka þátt í innrásinni í bandaríska þingið þann 6. janúar árið 2021. 4. mars 2023 08:00 Geta stefnt Trump vegna árásarinnar á þinghúsið Lögreglumönnum og þingmönnum er heimilt að stefna Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, vegna árásar stuðningsmanna hans á þinghúsið, að mati bandaríska dómsmálaráðuneytisins. Trump heldur því fram að hann njóti friðhelgi fyrir slíkum kröfum. 3. mars 2023 08:50 Segir fjölmiðlafólk öfundsjúkt út í Tucker Carlson Kevin McCarthy, forseti Fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, varði í gær þá ákvörðun sína að veita Tucker Carlson, hinum umdeilda þáttastjórnenda hjá Fox, einum aðgang að myndefni úr öryggismyndavélum þinghússins frá árásinni á þinghúsið þann 6. janúar 2021. Annað fjölmiðlafólk hefur einnig krafist aðgangs að myndefninu en McCarthy segir þau vera „öfundsjúk“. 1. mars 2023 13:01 Lögðu til ákærur í máli Trumps í Georgíu: „Þetta er ekki stuttur listi“ Ákærudómstóll í Georgíu sem rannsakað hefur Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, og bandamenn hans vegna afskipta þeirra af framkvæmd kosninga í ríkinu, hefur lagt til að nokkrir sem að málinu koma verði ákærðir. 22. febrúar 2023 10:24 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Sjá meira
Trump gefur út lag ásamt kór innrásarmanna Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur gefið út smáskífu ásamt kór manna sem hafa verið fangelsaðir fyrir að taka þátt í innrásinni í bandaríska þingið þann 6. janúar árið 2021. 4. mars 2023 08:00
Geta stefnt Trump vegna árásarinnar á þinghúsið Lögreglumönnum og þingmönnum er heimilt að stefna Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, vegna árásar stuðningsmanna hans á þinghúsið, að mati bandaríska dómsmálaráðuneytisins. Trump heldur því fram að hann njóti friðhelgi fyrir slíkum kröfum. 3. mars 2023 08:50
Segir fjölmiðlafólk öfundsjúkt út í Tucker Carlson Kevin McCarthy, forseti Fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, varði í gær þá ákvörðun sína að veita Tucker Carlson, hinum umdeilda þáttastjórnenda hjá Fox, einum aðgang að myndefni úr öryggismyndavélum þinghússins frá árásinni á þinghúsið þann 6. janúar 2021. Annað fjölmiðlafólk hefur einnig krafist aðgangs að myndefninu en McCarthy segir þau vera „öfundsjúk“. 1. mars 2023 13:01
Lögðu til ákærur í máli Trumps í Georgíu: „Þetta er ekki stuttur listi“ Ákærudómstóll í Georgíu sem rannsakað hefur Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, og bandamenn hans vegna afskipta þeirra af framkvæmd kosninga í ríkinu, hefur lagt til að nokkrir sem að málinu koma verði ákærðir. 22. febrúar 2023 10:24